13.9.2009 | 21:56
Veðrið flott í dag
Þegar við vöknuðum í morgun var nú pínu þungbúið. Þess vegna var við hæfi að fara í bol sem Landsbankinn gaf mér í góðærinu.... En við fórum á Hillview golfvöllinn í morgun. Alveg brjálað að gera hjá þeim. Vorum dálítið mikið lengi að spila hringinn okkar en áttum yndislega skemmtilegan dag. Erum aðeins að kasta mæðinni áður en við skutlum okkur út að borða. Valið stendur á milli Macaroni sem er ítalskur eða Longhorn sem er steikarstaður mmmmm báðir uppfullir af góðum mat.
Á morgun ætlum við að spila golf.... er einhver hissa?
Þetta ætlar að verða eitt frábært frí í viðbót, held bara að við séum ágætir ferðafélagar. Amk þykir mér svo gaman að vera í fríi með gamla mínum.
Og vitiði hvað? Það er karaokee hérna á slísí hótelinu okkar í kvöld. Ég stefni á að mæta. Stelpur það er bara gaman!! veit samt ekki hvort ég slæ í gegn, en það er alltaf möguleiki, kannski kem ég ekkert heim, verð bara uppgötvuð og slæ í gegn.... muhahahaha mikil hætta á því.
Well ekki meira í dag. Netið hérna er á hraða snigilsins og ég þarf í sturtu. Sí ja..
Athugasemdir
hæ,,,..
Til hamingju með "nýja löglega tengdasoninn".. þetta voru frábærar fréttir.. og komin tími til er það ekki????!!!!!!
Hér er ískalt og rigning 70% af deginum.. Frábært að þið njótið þess að vera saman úti..
Hafið það gott..
kv. frú flugfrænka;)
frú flugfrænka (IP-tala skráð) 13.9.2009 kl. 23:19
hæ,, þú vildir fá fullt af kommentum er það ekki!!!!!!
EN
skrifaði vitlaust undir.. Andrea mín er ekki ennþá orðin flugfrænkan þín, svo auðvitað átti þetta að vera
kær kveðja,
frú flugFRÆNDI!!!
FRÚ FLUGFRÆNDI!!! (IP-tala skráð) 13.9.2009 kl. 23:22
Já, þetta verður mjög spennandi að fá að vita hvort þú komir nokkuð heim út af sönghæfileikum þínum.... En svona til öryggis ætla ég að vera búin að taka til :)
Andrea Ýr (IP-tala skráð) 14.9.2009 kl. 15:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.