ÁTTA tímar í flugvél.

Góðir farþegar...... flugtíminn til Orlando eru 8 klukkutimar.

Jæks.  Oft hef ég nú farið þessa leið en aldrei aldrei aldrei hefur flugtíminn verið heilar 8 klst.  Alla malla, þá er nú eins gott að ég keypti eitt slúður og RAJ gaf mér 2 slúður svo ég dey ekki úr leiðindum á leiðinni.  En só far þá er allt samkv áætlun,  erum komin tæplega 2 tíma í burtu frá Keflavík, eftir 1 og hálfan tíma hristumst við eins og vera ber en núna er rjómalogn og blíða.  Erum búin að fá okkur að borða og okkur líður ljómandi og hlökkum til að eiga yndislegan tíma í Bonvillinu okkar.

Hittum Sigga og Theu í Keflavík, þau eru í sömu vélinni. Þau eru á leið til dálítið lengri dvalar en við , koma ekki aftur heim fyrr en rétt fyrir jól, svona gerum við einhvern tíman.

En hvað um það við hlökkum til yndislegs tíma í Davenport eins og venjulega og hlökkum sérestaklega til að sýna Halla og Sigrúnu sveitina okkar og hvur veit nema við skutlum okkur að hitta Mikka í Disney.  En í fyrramálið þá ætlum við í golf í sólinni.  Eigum pantaðan tíma kl 10 í fyrramálið.  Æi vorkenni ykkur greyin mín ísl golfarar en gin hríð hjá okkur, bara sól og blíða.

En hvað um það, eigum bara næstum milljón tíma eftir í flugi, fer þó ljómandi vel um okkur, horfum á bíómyndir og látum tímann líða.   Leggjum okkur smá, horfum smá á bíó, lesum smá slúður og bíðum smá eftir að tíminn líður.

Ok er hætt að blogga.ætla að halda áfram að horfa á Shallow Hal og svo einhverja aðra bíómynd.

Sí ja gæs.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég skal ekki trúa því að í öllu þessu flugi hafi frúin ekki fengið sér 'bleikt' stöff eða bara eitthvað stöff.  Tíminn líður hraðar með stöffi.  Góða skemmtun elskurnar mínar, hér skín sólin en hitastigið ekki flóridalegt.  Bið að heilsa í Bonville

Milla

Milla systir (IP-tala skráð) 4.10.2009 kl. 18:47

2 identicon

og mér finnst flugið til Íslands (2.5 til 3 tímar) vera skelfilega þreytandi. :)

Væri samt meira en til í að upplifa sólina og hitann. Hér í Norge hefur haustið gripið klóm sínum í landið. Njótið Davenport, golfsins, félaga, hitastigsins, góðs matar og bleika stöffsins.

Helena (IP-tala skráð) 5.10.2009 kl. 12:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband