6.10.2009 | 02:24
SVO mikið að gera...
... að við gömlu erum alveg á fullu. Í morgun þurftum við að bíða eftir termíta gæjanum. Loksins kom hann, hann dró ekki upp bjarta mynd af termítum.... ó nei einn góðan veðurdag gætum við lent í því (nema við keyptum viðbótarþjónustu hjá honum) að termítar væru bara búnir að borða húsið okkar. Við bara komum í sakleysi okkar, opnum hurðina og allt í lagi, nema þegar við snertum handriðið á stigarnum, þá bara puff puff, termítarnir bara búnir að borða handriðið og stuttu seinna stendur bara ekkert eftir... en ekki ef við kaupum viðbótar þjónustu hjá honum....
Á morgun ætlar gamli að mála bílskúrinn á meðan ég háþrýstiþvæ ég allt hátt og lágt að utan. Þetta er auðvitað ekikiert frí, bara stanslaus þrældómur. skjótum samt inní dagskrána golfhring svo sem einum á dag... enda erum við í fríi fólk. En svo ætlum við að leggja af stað og kíkja á poolborð. Þið hljótið að sjá að þetta er endalaust púl, við rétt komum einu slúðri við laugina að öðru hvoru.....
Svo erum við endalaust farin að hlakka til að fá Háhæðarliðið í heimsókn, hlökkum svo til að sýna þeim sveitina okkar og njóta endalaust með þeim.
Sko núna er klukkan að verða hálf ellefiu og við þurfum að skrölta í koju bráðum.....
Mikill dagur á morgun.
Sí ja og kommentið svo... druslurnar ykkar....
Athugasemdir
Fréttir héðan meira um elliheimili og skild málefni.
Endilega sendið myndir líka - veðurfréttir alltaf velkomnar, einkum þar sem í morgun var 'fyrsti snjórinn' og það á eins árs afmæli hrunsins. Njótið dvalarinnar.
Kri bró
krissi bró (IP-tala skráð) 6.10.2009 kl. 10:58
Já, hef sko séð svona uppétið hús í Disney teiknimynd. Sé þetta sko alveg í anda :)
Hrikalega eruð þið dugleg í fríinu - njótið lífsins
skál!
Helena (IP-tala skráð) 6.10.2009 kl. 17:27
Munið bara að sofa í herberginu niðri, þegar termítarnir koma. Hundfúlt að vera uppi og púff, ekki bara handriðið horfið heldur stiginn líka. Bara halda sig á neðri hæðinni og sleppa viðbótarþjónustu termítagæjans. Njótið lífsin
Milla
Milla systir (IP-tala skráð) 8.10.2009 kl. 16:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.