15.10.2009 | 02:35
Er þetta nú eitthvað frí?
Eigum við að fara yfir það....
Jú það er steikjandi hiti, tjekk... Við förum í golf, tjekk..... Háhæðarliðið er að koma, tjekk.... þetta allt lítur út fyrir að vera þvílíkt letifrí. En ekki aldeilis, við erum búin að vera á fullu í allskonar framkvæmdum. Gamli er búinn að mála allan bílskúrinn og ýmislegt annað sem þurfti að ditta að. Það er búið að setja upp viftu í bílskúrnum þar sem bæ ðe vei er komið þetta lika drellfína pool borð. Það er búið að ryksjúga dauðu flugurnar úr loftljósinu í forstofunni...... og það er búið skúra allt húsið hátt og lágt. Frí mæ ass.... en við höfum það eins og svín í sagi og erum obboð kát að vera hér í blíðunni.
Við golfuðum í morgun á Legends golfvellinum hérna rétt fyrir norðan. Á ég að segja ykkur frá 50 yarda högginu mínu sem fór beint ofan í holuna og reddaði mér pari? Á ég að segja ykkur frá svo næstu holu sem ég féik snilldarfugl? Nema hvað ég golfaði eins og engill og átti besta hring frá upphafi. Er ekkert smá ánægð með mig núna. Það er ekkert smá gaman að eiga svona frábæran hring, samt gerði ég fullt af vitleysum og hefði getað gert töluvert betur. En árangurinn var sko ekkert til að kvarta yfir. Vona bara að ég eigi eftir að endurtaka þetta fljótt aftur.
Núna erum við að bíða eftir að leggja af stað til að sækja Háhæðarliðið, sem er núna á leiðinni til okkar frá Heisú í San Fransisco. Svo erum við að fara í cruise um Karabíska hafið á laugardaginn. Er þetta ekki frábært hjá okkur. Vona að þau verði ekki alveg uppgefin þegar þau koma. Við þurfum eiginlega að setjast smá og fá okkur bleika stöffið, þ.e. við stelpurnar og kallarnir fá sér Campari eins og þeir eru vanir.
Semsagt við í betri gír en nokkru sinni fyrr og mér finnst bara allt of stutt eftir....
Sí ja
Athugasemdir
Ég er búin að lesa..... tjékk
Til hamingju með golfhringinn!
Líst annars frábærlega á þetta frí ykkar. Nú eruð þið búin að vinna helling og þá bíður gulrótin - Cruise með háhæðarliðinu!
Góða skemmtun!
Helena (IP-tala skráð) 15.10.2009 kl. 05:34
Skemmtið ykkur vel í siglingunni.
Ég er ekkert öfundsjúk, nei nei.... annars jú, pínu
Hafdís Ósk Guðlaugsdóttir (IP-tala skráð) 15.10.2009 kl. 10:29
Somebody has to do it - Keep trying. Það mætti vel venjast lífinu þarna í FL ? - Fleiri myndir !
Úr IS blíðunni
Krissi bro
Kris bro (IP-tala skráð) 15.10.2009 kl. 13:24
Þetta er náttlega bara frábært. Hafið það bara gott og njótið vel. Bestu kveðjur til ykkar í sólinni og blíðunni úr blíðunni hérna heima.
Dísa (IP-tala skráð) 15.10.2009 kl. 17:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.