21.5.2018 | 19:34
Þetta er orðið ágætt.
Ég meina rigningin. Við erum bara búin að vera í örfáa daga, en það er búið að rigna meira en góðu hófi gegnir, núna er ein hellidemban að ganga yfir. Ég sit samt úti í kannskannski 25 stigum, en laugin er þarna alveg ónotuð og það lítur ekki vel út fyrir laugarnotkun áður en við förum heim á morgun.
Það er mikið búið að græja og gera, flytja allt dótið okkar í nýja húsið og útrétta ýmislegt. Við erum eiginlega dálítið þreytt og myndum alveg þiggja nokkra daga í frí, þ.e. ef hætti að rigna. En við þurfum heim og fljúgum í þetta skiptið í gegnum Boston. LangurLangur dagur framundan.
Nýja húsið er æðislegt , eiginlega dálítið fyndið að hafa bara valið dótið inn í það eftir ráðgjöf og svo bara kviss bang og allt tilbúið, frekar þægilegt.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.5.2018 | 23:27
Flugvélablogg
Það er flugvélin sem ber eldstöðvarheitið Eiríksjöull sem dröslar okkur yfir hafið í dag og tekur sjö og hálfan tíma í verkið. Ég dálítið óþolinmóð enda er ég að fara að sjá nýja húsið okkar í fyrsta skiptið alveg fullbúið. Ekki laust við að frúin sé ofurspennt. Jú jú við ætlum að ryðjast inn á Digranesheiðar hjónin í Bonvillinu okkar og spila með þeim golf alveg þangað til þau fara heim. Við förum samt stuttu seinna því þetta er eiginlega auka-luxus-óþarfa túr til að taka út nýja húsið okkar í Lima Avenue. Verðum komin heim áður en við vitum af.
Það eru margar klukkustundir í lendingu svo ég ætla að kíkja á bíó og vonandi blunda smá
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)