Þetta er orðið ágætt.

Ég meina rigningin.  Við erum bara búin að vera í örfáa daga, en það er búið að rigna meira en góðu hófi gegnir,  núna er ein hellidemban að ganga yfir.  Ég sit samt úti í kannskannski 25 stigum, en laugin er þarna alveg ónotuð og það lítur ekki vel út fyrir laugarnotkun áður en við förum heim á morgun. 

Það er mikið búið að græja og gera, flytja allt dótið okkar í nýja húsið og útrétta ýmislegt.  Við erum eiginlega dálítið þreytt og myndum alveg þiggja nokkra daga í frí, þ.e. ef hætti að rigna. En við þurfum heim og fljúgum í þetta skiptið í gegnum Boston. LangurLangur dagur framundan. 

Nýja húsið er æðislegt , eiginlega dálítið fyndið að hafa bara valið dótið inn í það eftir ráðgjöf og svo bara kviss bang og allt tilbúið,  frekar þægilegt. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er komin sama skíta veðrið þar og hér heima, alla veganna rigningin, sem ekki getur hætt.  Reyndar er búið að vera fínt í dag þrátt fyrir viðvaranir um annað.  

Til hamingju með húsið það litur æðislega út.

Bestu kveðjur

Dísa

Þórdís Richter (IP-tala skráð) 21.5.2018 kl. 20:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband