Færsluflokkur: Dægurmál
9.11.2015 | 22:54
Það er heitt!!
Ég veit að það er næstum frekja að kvarta yfir hita á þessum árstíma, en það er svo heitt í Floridanu núna að við drögnumst heim úr golfinu eins og sveitt svín. Reyndar drögnumst við fyrst á Applebee's til að seðja sárasta hungrið og þorstann. Hitinn er mikill td 33 kall í dag og ekki gráðu minna. En veðrið er eins og í gamla daga, grenjandi rigning annaðhvort seinni partinn eða á kvöldin með tilheyrandi eldinga fjöri. Þær voru svo hressar í gærkvöldi mæ god.
Við erum í góðum gír, golfum og golfum, með töluvert misjöfnum árangri, en við skemmtum okkur ennþá. Í dag var dagurinn sem við bæði vorum hreint eins og flón á golfvellinum, en við vorum amk hugguleg til fara svo við vorum ekki alveg til skammar.
Við höldum uppteknum hætti, borðum yndislega góðan mat og skolum honum niður með yndislegum vínum og svei mér ef við fáum okkur ekki kannski smá hvítt í eftirrétt.
Var að kaupa mér nýtt upplýsingarit og á forsíðunni kemur fram að hún Halle Berry sé að skilja einu sinni enn, hún er víst eiginkona frá helvíti. Sá líka að krúttið hann John Travolta reyndi víst að stúta sér. Margar fleiri krassandi sögur bíða lesturs.
Nú er komið svarta myrkur svo það er ekkert annað eftir en að hella sér í lestur.
Tjá.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.11.2015 | 21:09
Florida hér
Það er bara hvursdagslegt að við höfum það eins og svín í sagi. Hér flatmagar frúin eins og enginn sé morgundagurinn, hálfútafliggjandi í yndis veðri glampandi sól og pínu golu svo maður soðni ekki alveg. Purrrrrfekkt algjörlega, gamli á kantinum ásamt slettu af hvítu.
Það er svo mikið að gera í stjörnuheimum að ég næ næstum ekki að fylgjast með. En hér kemur brot af því besta og haldið ykkur nú.
Ben og Jennifer eru tekin saman aftur. Eftir að hafa verið að deita einhverja dela sá hún að hann Ben er sá besti og hann ætlar að hætta / minnka að gambla og auðvitað er hann hættur að lúlla hjá barnfóstrunni.
Hún Leah er búin að skrifa svo krassandi bók um vísindakirkjuna að þar er allt skjálfandi, hún er náttla búin að vera þar í innsta hring síðan fyrir milljón árum.
Eigum við að tala um angan hana Kim. Hana langar svo að Nori og Georg í höllinni verði bestu vinir, en Kata í höllinni er akkúrat ekki á því, neibb ekkert svoleiðis bull, Georg verður kóngur en angans Nori verður aldrei drottning.
Vá himnarnir opnuðust og við gömlu rétt gátum forðað hvítu slettunni frá drukknun ásamt handklæðum og þið sem hafið heimsótt Florida þá vitið þið að það rignir hressilega þegar rignir en við örugg í skjóli fáklædd i ca 30 gráðum og ekkert sérstaklega á leiðinni inn.
Kommennta svo .
Tjá
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.11.2015 | 20:50
New Orleans....... je baby
Skelltum okkur til New Orleans, bara pínu til að túristast og hlusta á yndislega tónlist. Við flugum með Southwest bara einn og hálfan tíma, frekar stutt og gott. En aðflugið góðir hálsar, það var dálítið hressilegt, ekkert ólíkt þegar við systur flugum til Kóngsins Köben forðum og ræddum flugslys á meðan á öllum látunum stóð. En í New Orleans var RIGNING það rigndi svo hressilega að ég hefði ekki verið hissa að fá vænan golþorsk í hausinn.
Hótelið okkar var flott, stimamjúkir starfsmenn á hverju strái sem kölluðu mig meira að segja"miss Richter", ekki lélegt það.
Loksins stytti upp og við héldum út á lífið. Fyrra kvöldið held ég að við höfum séð ca milljón æðislega tónlistarmenn, algjört æði. Reyndum að láta okkur þykja maturinn góður, en það gekk ekkert sérstaklega vel en piff tónlistin var svo flott.
Við gengum og gengum og gengum svo aðeins meira. New Orleans er æðisleg borg sem er vel þess virði að heimsækja.
En við erum komin heim aftur í hita og yndislegheit. Restina af ferðinni á bara að slaka á, golfa pínu, borða pínu og kannski fá sér aðeins hvítt inni á milli. Ekki lélegt hjá okkur.
Ég heyri að laugin og sólin eru að kalla á mig og ég hlýði auðvitað.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.10.2015 | 21:04
Anginn hún Mila
Það eru sko vandamál í paradís. Þau yndishjón Mila og Ashton eiga í stökustu vandræðum. Hún er skíthrædd um að hann sé að digga við aðrar stelpur og hann alveg kolkreisí yfir því að hún fer vel og vandlega yfir símann hans. Hún vissi auðvitað allt um þegar hann var að halda framhjá Demi og hún vill ekki lenda í því sama.
Kata í höllinni er víst bomm af krakka númer 3. Angelina er eitthvað súr út í hann Brad, hvernig sem það er nú hægt. Hún hefði kannski bara ekki átt að stinga undan henni Jennifer? Þá væri hún amk ekki fúl út í Brad. Hún er svoleiðis lafandi skíthrædd um að hann fari að gera sér dælt við stelpurnar á settinu.
En við höfum það eins og feit og pattaraleg svín í góðu sagi. Sól og blíða og smá hvítt eða bleikt í bland. Í kvöld koma Digraneshjónin, Háhæðarhjónin fara á morgun og á sunnudaginn förum við gömlu til New Orleans. Það verður nú gaman, tónlist og tónlist allan sólarhringinn.
Over and át, þarf að snúa mér á vömbina.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.10.2015 | 11:44
Fyrsta haustbloggið.
Það var flugvélin sem ber eldstöðvarheitið Eyjafjallajökull sem skutlaði okkur yfir hafið. Þetta var algjört skutl því við vorum aðeins 7 tíma að skottast þetta. Vorum komin heim í húsá mettíma. Þar biðu Háhæðarhjónin eftir okkur með veitingar sem hefðu dugað heilli hersveit.
Búin að fara í golf. Langar varla að minnast á þau ósköp. Er sumsagt búin að tapa báðum hringjunum, gamli alveg að fara á kostum en anginn ég í tómu tjóni. En þetta verður betra í dag.
Eins og áður ætlar þetta ekki að verða neitt letifrí. Nú skal tekið á því. Við skottuðumst út í búð og keyptum okkur hjól og nú skal hjólað og hjólað og hjólað.........
Frúin nýbúin að kaupa hjól á landinu bláa, þar sem ég reiddi fram 89 þúsund íslenskar krónur á útsölu. Hér reiddi ég fram ca 12 þúsund íslenskar krónur. Finnst þetta dálítið mikill munur.
Á alveg eftir að öpdeita stjörnulífið, en sýnist við fyrstu sýn, vera nóg af fréttum.
Ætla að skutlast í kaffisopa því termítagæinn er að koma á eftir.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.5.2015 | 21:55
LOKSINS LOKSINS LOKSINS
Ég var farin að hafa töluverðar áhyggjur af því hvað ekkert fréttist af þeim Travolta hjónum. Þið getið því rétt ímyndað ykkur hvað ég var snögg að grípa virðulega heimildarritið þar sem mynd af John prýddi forsíðuna. Það er ennþá verið að væna hann um að vera skotinn í strákum, einhver gúbbi dreginn upp og plataður til að segja að John hafi verið að digga við hann og borgað honum fúlgur fjár fyrir að halda kjafti. Eitthvað hefur klikkað því þarna var pilturinna að segja að John væri skotinn í strákum og hann og Kelly væru bara plat. Veit alls ekki hvernig ég á að taka þessu.
Munið um daginn þegar ég sagði ykkur frá því að Jennifer og Justin væru hætt saman og hún bomm? Nema hvað skv nýjustu heimildum er hún loksins að skáka henni Angelinu, sem stakk undan henni hér um árið, well heimildir segja að George og Amal séu búin að bjóða þeim að gifta sig í ítalska kastalanum sínum. Reyndar sá ég rétt áðan að George og Amal séu að skilja og þau sem eru nýgift.
Þetta er náttla bara yndislegt.
Annars allt fínt að frétta af Bonville bændum. Skrönsuðum aðeins um Kohls áðan og eins og venjulega er verslunin verulega löskuð eftir heimsóknina.
Svo er það steik í kvöld.
Au revoir
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.5.2015 | 23:38
Dekurferð frúar
Mitt hlutskipti er frekar ljúft þessa dagana. Núna akkúrat sit ég úti við laug og blogga á meðan gamli svitnar í eldhúsinu. Mér er eiginlega alveg sama þótt maturinn komi ekki strax, þetta er svo ljúft. Við hliðina á mér er glas með nýja uppáhalds drykknum mínum, plonk hvítvín með klaka og 7Up. Ákaflega ljúfur drykkur.
Erum búin að vera svo bissí eins og vanalega, keyptum nýtt sjónvarp og forláta hillu fyrir það. Það er til marks hvað gamla dótið var orðið gamalt að það lá við að við gætum rukkað hærri leigu fyrir útleigu á antik. Ég verð að viðurkenna að mér fannst skrítið að hjálpræðisherinn vildi ekki sjá sjónvarpsskápinn, sem er búinn að prýða stofuna okkar í öll árin. Þá hlýtur hann að vera arfa púkó.
Uppþvottavélin varð bráðkvödd svo hann Carlos kom með nýja voða fína og góða. Og svona í restina þá fjárfestum við í nýju grilli. Það gamla var alveg að niðurlotum komið. Og yndið hann Carlos kom og sótti bæði grill og gamalt sjónvarp. Hann hafði ekki mikla trú á að ég gæti ruslað grillinu með honum upp í bílinn, pís of keik, en gamli fékk að brölta með gamla imbann.
Af andsk,,,,,,,, helv...... golfinu er ekki mikið að frétta, mér til lukku er gamli jafn lélegur svo ég er búin að vinna tvo daga í röð.
Það er kjúlli í matinn og ætli maður splæsi ekki í alvöru hvítt með.
Sajonara
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.5.2015 | 20:19
Háskaleg ferð frúar
Ég veit að þið haldið öll að veran hér sé algjörlega hættulaus og hér vafri ég um á bleiku hættulausu skýi. Það er ekki aldeilis reyndin. Frúin þ, e. ég hef lent í hverju slysinu á fætur öðru. Fyrst var nú ekkert smá. Ég á blússandi siglingu niður stigann en auðvitað vitiðþið öll að hann er brattur og ekkert lamb að leika við. Nema hvað ég á brunandi siglingu nniður og búmm búmm allt í einu er bara fokin á bossann og bomsast niður nokkrar tröppur. Einnögl brotnaði og ekki gera grín að því, frúin búin að hafa mikið fyrir að safna þessum fínu nöglum. Og ekki má gleyma að tala um fína marblettinn bika svarta sem prýðir bakhluta frúarinnar.
Ekki nóg með þetta heldur tókst mér að stinga hníf svona snyrtilega í hendina á mér. Það var alls ekki eins tilkomumikið eins og þegar ég kom fljúgandi niður stigann.
Annars allt í ljómandi góðu hér í sveitinni. Við golfum og ég ætla ekki að hafa fleiri orð um þann andsk....... semsagt ég er ekki að vinna.
Var að lesa um að hrossið hún Camilla í höllinni sé algjörlega að missa sig. Hún Beta er vístbbúin að segja Vilhjálmi að hann verði næsti kóngur og Kata drottning, enda væri alveg ómögulegt að hún Camilla yrði drottning, drottningar eru ekki svona ljótar, það vita nú allir.
Það er svo brjálað að gera hjá stjörnunum, haldiði ekki bara að hann Brad hafi verið að gantast með einhverri druslu og Angelina auðvitað buffaði hann. George og Amal eiga von á sér.
Well folks það var steik í gærkvöldi, er að vona að það verði rækjur ala gamli.
Tjá
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.4.2015 | 21:48
Fyrsta Floridablogg.
Eins og vanalega þá ætlaði ég að skrifa ljómandi fínt flugvelablogg, en það átti sko ekki að gerast. Ég alveg uppveðruð sitjandi á fínum stað í flugvélinni sem ber eldstöðvarheitið Skjaldbreiður og pikkaði og pikkaði. Í þrígang byrjaði ég en þrisvar hvarf bloggið mitt út í óravíddir alnetsins. Í staðinn fyrir að verða bálill, pakkaði ég spjaldtölvunni saman og fékk mér hvítvínstár.
Og hingað erum við komin. Við vorum fyrst í gengum passadótið og langfyrst á bílaleiguna. Þar völdum við okkur engan smá dreka,obboð flottur og ljúfur, en ekki vildi ég vilja troða honum í stæði á Íslandi.
Svo er það golfið ........ 3 hringir búnir og staðan er 2 - 1 fyrir gamla, en ferðin er sko ekki búin, mig þyrstir í sigur svo það verður barist til síðasta pútts. Þurftum að taka okkur frí í morgun því það rigndi það eiginlega hellirigndi og ég er pínu hissa að það hafi ekki bara rignt fiskum. Og við fórum bara í búð. Frúin fékk sér nokkra kjóla og ýmislegt smálegt var sótt. Núna er bongoblíða og við úti við laug.
Það er svo brjálað að gera hjá stjörnunum að hið hálfa væri miklu meira en nóg, bara smá smjörþefur..... hún Jennifer er búin að dömpa Justin og vitiði hvað, hún er ólétt, reyndar í ca 70asta skiptið, en kannski í þetta skiptið.
Það eru kræklingar ala gamli í kvöld og nett hvítvínstár með, hvur veit nema við náum að vaka til 10
Komment plís.
Óver and át.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.4.2015 | 13:26
Framhaldssaga voffunar.
Nú eru 3 mánuðir liðnir síðan voffan mín var bitin í bakið. Þegar það gerðist var ég alveg viss um að þegar væri komið fram í apríl væri allt löngu gróið og litla skinnið búin að jafna sig.
En það er aldeilis ekki svo. Það var auðvitað ekkert smávegis sem þurfti að gera, þegar þriðjungur af húðinni á bakinu á henni var fjarlægð, já fjarlægð með öllu svo opið var bara inní kjöt.......... Þetta er búinn að vera erfiður tími. Litla greyið er búin að vera á sýklalyfjum allan tímann og það gefur auga leið að það fer nú ekki vel í magann á greyinu. Hún hefur lést öll ósköpin, kannski ekki alslæmt, en greyið hefur ekki haft mikla matarlyst. Ferðirnar á Dýraspítalann í Garðabæ eru orðnar held ég um 50. Ég og voffan förum þangað tvisvar í viku til umbúðaskipta og laser. Allt gengur samt mjög vel, engin bakslög hafa orðið í meðferðinni en þetta er meira en að segja það. Það er alveg stórkostlegt hvað anginn er góð í skapinu og meðfærileg, henni þykir reyndar mjög fúlt þegar dýrahjúkkan hennar tekur plásturinn sem er límdur í feldinn hennar af, þá urrar hún og reynir að borða hjúkkuna, sem er þó ákaflega óviturlegt í stöðunni. En hún er alltaf kát að fara á spítalann, er bara lukkuleg að þurfa að vera með andsk..... skerminn alltaf þegar hún er ein heima og á nóttunnni. Hún er sumsagt búin að standa sig eins og hetja.
En það virðist ekki ætla að verða mikið um hárvöxt á nýju húðinni. Nokkrar hárlufsur eru komnar á smásvæði en á stærstum hluta er ekki stingangi strá. Hún verður skrítnasti Papillon hundur á landinu. Henni verður væntnlega kalt á veturna á hárlausu húðinni.
Ég vona að það sé ekki mikið meira en mánuður eftir af meðferðinni.
Og hugsið ykkur bara að þetta hefði alls ekki þurft að koma fyrir. Augnabliks óaðgæsla.
Læt fylgja með mynd af sárinu eins og það er 7. apríl, þremur mánuðum eftir árásina. Ælta að hlífa ykkur við eldri myndum
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)