Færsluflokkur: Dægurmál
25.1.2015 | 13:13
Voffaraunir.
Það hefur ýmislegt dunið á litlu voffunni minni síðustu vikurnar eftir hundastelpan réðst á hana. Hún fór í fyrstu aðgerðina eins og skot, þá var reynt að sauma skinnið á bakinu á henni við neðri lög húðarinnar og bitsárin voru saumuð saman. Þá var hún með morfínplástur í heila viku, til að reyna að verkjastilla hana. Hún var frekar slompuð með morfíninu en betra að vera svoleiðis en kvalin, ekki satt? Við héldum að allt gengi vel, við búnar að vera á Dýraspítalanum nánast á hverjum degi í laser, til að fá betra blóðflæði í særða bakið hennar og hún búin að vera eins og hetja.
Svo voru saumarnir teknir af bitsárunum. Þá kom í ljós að stærra sárið hafði bara alls ekki gróið saman og það var stór blettur á síðurnni á henni sem var alveg dauður. Í næstu aðgerð var þessi dauði blettur fjarlægður og saumað saman. Þá kom eiginlega í ljós að mikið af húðinni á bakinu á henni var dauður. Ekki þótti ráðlegt að fjarlægja stykki og stykki, því húðin var svo viðkvæm, svo reynt var að láta húðina virka eins og hlíf yfir nýrri húð sem væri að myndast undir dauðu húðinni. Allt gekk vel í nokkra daga. Þá síðasta fimmtudag kom næsta áfall. Það var komin ígerð í fituvef undir dauða skinninu. Það var hreinsað og vonast til að þetta væri bara tilfallandi. En á laugardaginn var útséð með að þetta væri ekkert að lagast.
Þá var tekin ákvörðun um næstu aðgerð sem verður á morgun. Hún er sko ekki lítil. Þá verður öll já öll skemmda húðin á bakinu á anganum litla fjarlægð og settar einhverjar umbúðir á, sem ég kann ekki skil á, til að hlífa því að nú er engin húð. Næsta mánuð eða tvo verð ég svo að fara með hana á hverjum degi á spítalann til að skipta um umbúðir. Anginn litli.
Hugsið ykkur. Allt þetta hefði ekki þurft að gerast. Ég fæ hroll núna í hvert skipti sem ég sé hérna út um gluggann, hundaeigendur spranga hér niður stíginn fyrir utan með lausa hunda. Mig langar helst að kalla á þá og sýna þeim hvað eitt augnablik getur gert. Enginn átti von á að hundastelpan myndi nokkurn tíma gera eins og hún gerði við voffuna mína. En þetta kenndi mér, að aldrei já aldrei verður voffan mín aftur bandaus úti. Það á auðvitað enginn hundur að vera laus aldrei.
Leyfi ykkur að fylgjast með voffunni á morgun eftir aðgerðina.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.1.2015 | 16:53
Hundasaga
Það var obboðo venjulegur miðvikudagsmorgun, nánar tiltekið 7. janúar 2015. Ég og voffan fórum í reglubundinn túr eins og venjulega og áttum von á ljúfum túr í góðum félgasskap.
Ég var örugglega að hugsa um hvað ég væri nú eiginlega búin að fá nóg af vetrinum og hvað voffan var að spuglera er mér algjörlega hulin ráðgáta.
Þar sem við trítlum í mesu makindum, samanfastar með bandi, þá verð ég var við mann að fara út með ruslið. Ekkert merkilegt við það, ég hef ekki neina ástæðu til að agnúast út í mann farandi út með ruslið. En það sem kom á eftir átti heldur betur eftir að draga dilk á eftir sér.
Hundur mannsins, stór og sterk hundastelpa af ónefndu kyni kemur askvaðandi. Við voffan vorum ekkert að kippa okkur upp við það, enda höfðum við oft hitt þessa hundastelpu og hún bara hin prúðasta. En í þetta skipti var hún ekki aldeilis prúð. Það skipti engum togum að hún réðst á angans litlu voffuna mína. Og á engri stundu, það tók styttri tíma en fyrir mig að komast 3 metra, sem er lengdin í bandinu sem við erum tengdar saman með, þá náði hún að stórslasa voffuna mína svoleiðis að ég hefði aldrei getað ímyndað mér hvílíkt.
Voffan var mjög hraust, en mér þótti nú betra að kíkja á bakið á henni. Þar sá ég eitt sár, svo ég ákvað að skutlast á dýraspítalann hérna í Garðabænum. Þar fengum við þjónustu eins og skot. Dýralæknirinn sá strax að það var meira að voffunni heldur en þetta eina sár. Voffan var lögð inn og þá komu í ljós mjög stórvægilegir áverkar. Hundinum hafði tekist að rífa húðina frá fitulagi eiginlega fláði hún hana á stórum kafla á bakinu á henni. Það voru 2 mjög djúp og stór bitsár.
Allt þetta hefði verið hægt að forðast, ef bara eignadi hundsins hefði athugað að loka útidyrahurðinni á meðan hann fór út með ruslið.
Núna hálfum mánuði seinna er voffan langt því frá að vera orðin hraust, þess vegna ákvað ég að blogga um framvinduna. Það hefur svo margt gerst að ég ætla að dreifa því í nokkur blogg.
Síðan þetta gerðist fyllist ég skelfingu þegar ég sé lausan hund. Þessi hundur sem réðst á voffuna mína, er ákaflega dagfarsprúður hundur og áttu eigendurnir alls ekki von á neinni svona hegðun. Það er aldrei of varlega farið. Alltaf vera með hunda í bandi, bæði stóra og smáa.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.10.2014 | 13:08
Íslendingar allsstaðar
Við brugðum okkur af bæ um daginn. Eins og oft áður var ferðinni heitið á golfvöll ca klukkutíma í burtu. Eftir töluverðar hrakningar við golfiðkun héldum við heim á leið í fína svarta bílnum okkar. Á leiðinni sótti að okkur þorsti og hungur. Fundum þennan líka dásamlega stað úti í rassgati sko alls ekki af fínni tegundinni. Nokkur mótorhjól á planinu og við skulum inn. Obbosí gestirnir frekar skrautlegir og staðurinn enn skrautlegri. Við víkingarnir látum það ekki á okkur fá heldur setjumst á frekar lúna stóla pöntum mat og drykk og allt í fínu. Allir gestirnir virtust þekkjast svo við vorum pínu útundan. Sessunautur minn, fúlskeggjaður töffari dálítið eldri en við spurði hvaðan við værum þegar við segjum honum það lifnar aldeilis yfir þeim næsta. Haldiði ekki bara að sá eigi íslenska mömmu, hana Sigrúnu Emilsdóttur þau bjuggu í Keflavík og þessi náungi mundi nokkur orði íslensku en skyldi meira. Hálfbróðir hans er flugmaður hjá Icelandair. svona ernú heimurinn lítill og við íslendingar út um allt.
Hvað um það. Bíðum nú eftir flisurum sem eru einhversstaðar að bjástra við bilaðan bíl.
Svo eigum við von á hernum á eftir.
Tjá
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.10.2014 | 13:45
Búin að vera svo bissý
Eins og vanalega er ekki tekið út með sitjandi sældinni að vera hér í svokölluðu fríi.Nei börnin góð við erum búin að vera í stanslausum verkefnum. Byrjuðum á því að setja kreditkortið í æfingabúðir fannst fyrsta verkefnið við hæfi. Við keyptum okkur ný svefnherbergis húsgögn og þar sem kortið var byrjað að hitna stukkum við í aðra búð og keyptum flatskjá. við ætlum sko ekki að liggja á liði okkar í flatskjá kaupum.
Ég hef bara getað skvísað inn tveim golfhringjum annar ágætur en hinn alls ekki svo ágætur. Keppnin er æsispennandi jafnt komið á með keppendum. Hef sökum anna ekki getað einbeitt mér að stjörnunum. Þó hef ég njósnað að fyrirmyndahjónin Ben Affleck ogJennifer Garner eru eitthvað að kíta. Hann var eitthvað að renna hýru auga til einhverrar druslu.
Meira seinna folks.
Tjá
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.10.2014 | 22:28
Flugvélablogg
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.4.2014 | 23:03
Tölvugúrúin við.
Gamli var orðinn pent pirraður á öllu djeskotans popupsinu " sem herjar á okkur alla daga. Og hvernig lagar maður þetta? jú auðvitað fer maður á youtube og leitar að leiðbeiningum. Síðan er ágætt að fá sér vitorðsmann svo sem eina eiginkonu. " Vilt þú ekki gera þetta?. þú ert svo miklu fljótari en ég?" Og flónið ég , já þetta er bara saga héðan úr sveitinni, varð auðvitað pínu upp með mér og skellti mér í verkið. Gerði allt eins og maðurinn á youtúbinu sagði. Og svona til að gera langa sögu stutta þá er tölvan á spítala, það þarf að strauja gripinn.
Mottó sögunnar : Ekki fikta við tölvuna sjálf / sjálfur ef þú hefur ekki grænan grun um hvað þú ert að bralla.
I og rétt í lokin . Var að frétta af Barböru og hennar ektamanni. Það er allt ennþá í háalofti. Þau eru víst að karpa yfir einhverjum 400 milljónum dollara, segi og skrifa dollara. Mér finnst nú bara í góðu lagi að æpa aðeins yfir svona summu '
Í kvöld er það heimsend pizza og ætli við skoIum henni ekki niður með rauðínstári.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.4.2014 | 21:02
Stjörnur bralla
Er svoleiðis búin að fínkemba öll virðuleg slúðurtímarit til að frétta af vinum okkar síðan í haust. Eru John og Kelly ennþá saman? hvað með Barböru og hennar? Nú er Beta í höllinni eitthvað að tjónka við hnossið hana Camilla? En nei, ekki stafkrókur um það sómafóIk. Ég er satt að segja pínu áhyggjufull að heyra ekkert af þeirra málum. Mér fannst ég vera nánast trúnaðarvinur þeirra allra.
En vitiði skv áreiðanlegum heimildum ætlar hann Harry prins að heimta að fá DNA próf til að sjá hvort Kalli er í alvörunni pabbi hans. Hann getur ekki hugsað sér að giftast henni Cressidu án þess að vera pottsjúr á þessu.
Og svo er það sómapar Kim og Kayne. Hann er alveg á fullu að undirbúa giftinguna en hún Kris getur ekki hætt að skipta sér af. Og Kim alveg í rusli yfir þessu.
Vona að ég geti öpdeitað af öllu þessu seinna.
Bara ein pæling í lokin. Þið vitið hvað "Adult entertainment" er? Tja mér bara sisvona í hug hvað er verið að bralla í "Adult community"?
Ætti maður eitthvað að spá í það?
Mér datt það bara í hug.
Og kommenta svo plís
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.4.2014 | 22:52
Klukkan að verða 19:00
Og við gömlu bara flatmagandi. jú eins og maginn okkar getur verið flatur. En hvað um það með bumburnar útí loftið kúrum við hér eins og léttir Ioðfilar. Og klukkan að detta í sólarlag. Og við á bekknum. Hvað skal segja þetta er auðvitað ekkert frí. Við búin að kaupa dýnu á rúmið niðri, kaupa svo á rúmið og henda því gamla, hjúkket. Svo erum við búin að kaupa græjur fyrir BBA. Nema hvað við klikkum ekki á því, Hann er alveg að koma. Á mánudag ætlum við til West Palm Beach að hitta flottar konur og flottan strák . það verður þara gama.
Á morgun er það svo splunkunýr golfvöllur og ég ætla að rúlla gamla upp já nema hvað.
Ætla að fá mér hvítvínstár sem gamli var að færa mér.
'Over and át og skál.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.4.2014 | 22:27
Haleluja
Og við komin heim enn og aftur. Ferðin var svo svakalega fín að við vorum eiginlega uthvíld þegar lentum. Auðvitað komum við við ( en bjánalegt) í Pix. Keyptum hvítvín Og Cheetos alla malla hvað var æðislegt að setjast út við laug og fá sér smá hvítt og með því.
Það væri nú skrök að segja að ég hafi verið mjög upptekin í eldhúsinu. Neibb gamli er búin að slá í gegn í þeirri deildinni . skelfiskur og hvítt og svo steik og rautt. Í kvöld ætlum við i sushi og ætli við slubbum ekki í okkur hvítu með.
svo er það golfið. Eftir 3 hringi er staðan jöfn. Gæti ekki verið meira spennandi.
Fórum í gær og keyptum rúm handa Benjamin Bjarti gvöð hvað við hlökkum til að fá hann hingað og auðvitað foreldra hans með.
Obbosí gamli búinn í sturtu, ég þarfað finna blásarann mlnn svo eg verði ekki eins og flón um höfuðið.
Óver and át frá Paradis
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.11.2013 | 19:05
Úti við laug.
Það er ekkert sérstaklega leiðinlegt hjá okkur núna.
Við sitjum úti við laug og úti er 28 kall takk kærlega fyrir.
Gamli vann mig í golfinu í morgun eftir hetjulega baráttu. Keppnin mikla gæti ekki verið meira spennandi. Það er hnífjafnt. Mir sýnist stefna í æsispennandi hringi svona í restina.
Við heimsóttum vin okkar Kohl's í gær. Jibbí hvað var gaman að koma þangað. Ýmislegt bráðnauðsinlegt var sótt. Eftir situr Kohl's með stórIaskaða verslun. Mér er nokk nákvæmlega sama um það. Ég er amk ofurkát með afrakstur túrsins. Drengurinn á kassanum haldi aldrei á sinni stuttu ævi séð þvílíkt dugnaðarfólk í verslun. Hann skellihló, gott að geta glatt hann svona.
Kerran okkar var drekkhlaðin af þvílíkum dásemdum að hið hálfa hefði verið miklu meira en nóg.
Það urðu merk tímamót í heimilisrekstrinum hjá okkur í gærkvöld i. Frúin sá um matseldina. Ekki nóg með að eldamennskan hvíldi á mínum herðum heldur einnig innkaupin. Ég bara man ekki hvenær þetta gerðist síðast. Það er sko orðið verulega langt síðan. Ég kann ágætlega við fyrra fyrirkomulagið að ég leggi á borð og kveiki á kertinu.
Well kids ætla að skutla mér smá í laugina og svo er það vinafólk mitt WalMart fjölskyldan.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)