Færsluflokkur: Ferðalög

Golfið gekk vel í dag.

Vorum bara hérna á heimavellinum okkar í morgun og vitiði hvað okkur gekk báðum bara ágætlega.  Gamli reyndar átti algjörlega glimrandi hring en ég ræfillinn hefði getað betur, vonandi gerist það á morgun.  Á morgun ætlum við 2 hringi, byrjum hérna heima í fyrramálið og ætlum svo á Hunters Creek í eftirmiðdaginn.  Svo ætlum við annað kvöld að kíkja á flugfrænda og litlu familiuna.  Það verður gaman. 

Gengishrun krónunnar hefur mikil áhrif á okkur hérna, ég er bara hálfdrættingur í aðdráttum ýmissa nauðsynja miðað við venjulega ferð.  Þetta er algjörlega galið.

En við höfum það algjörlega frábært eins og vanalega og erum strax farin að hlakka til að koma aftur um jólin.  Það verður skrítið að vera ekki heima í kuldanum en mig grunar að okkur þyki það algjörlega ljómandi.

 


Lofaði ykkur fréttum...

af stjörnunum.  Vitið það virðist vera algjör gúrka hjá þeim, maður fær ekkert að vita um hvort aumingja Brad fær að lúlla hjá Angelinu sinni eða neitt.  Núna eru stjörnurnar helst uppteknar við það í blöðunum að segja öllum hvað þær éta ógeðslega mikið.  Sjúr, ef ég myndi éta eins og þær segjast éta þá get ég lofað ykkur að ég myndi vigta langt á annað hundraðið.  Trúi þeim ekki greyunum. Sorry. 

Við auðvitað höfum það eins og svín í sagi.  Flugfrændi og familian komu í mat til okkar í gærkvöldi.  Gaman að fá þau.  Gáfum þeim skítbillega steik úr Publix sem var skolað niður með fáránlega billegu víni líka úr þeirri eðalbúð.  Litla prinsessan var nú ekki hrifin af matnum sem var á boðstólum en foreldrarnir amk fengu sér bita.  Gaman að fá þau í heimsókn.  Ætlum til þeirra á föstudaginn.  Gaman að sjá hvernig þau búa hérna í útlandinu.  Var að koma úr smá túr í WalMart.  Alltaf ljómandi að koma þangað.  Fékk þó ekki þær nauðsynjar sem ég fór eftir, ætli ég verði ekki að skella mér í Target,, bömmer  Wink

Hér er sól og blíða.  Sendum samúðarkveðjur í næturfrostið heima muhahahahahaha.  Manni verður næstum því kalft bara af tilhugsuninni.  Og við verðum komin heim í þetta allt saman eftir bara viku.  Vona bara að klakinn verði ekki farinn á hausinn.


Við bíðum...

Eftir manninum, sem ætlar að koma að athuga hvort termítar séu nokkuð á leiðinni að borða húsið okkar.  Vona að þær skaðræðis skepnur séu ekki hérna svangar.  Maðurinn kom líka í fyrra, þegar gamli lá úti á bletti, nei hann var ekki í sólbaði, heldur þegar hann ætlaði aðeins að hugga hérna í kring hjá okkur, fékk hann ekki líka þetta fína þursabit og lá eins og slitti þegar termítamaðurinn kom.  Nú erum við spennt að sjá hvort sami stóri svarti maðurinn komi.

Get nú ekki orða bundist yfir Glitni og öllu því sukkinu.  Sko fyrir hvað fékk bankastjórinn greiddar 300 millur þegar hann byrjaði í jobbinu?  Hann virðist hafa haft fullt af "termítum" í vinnu amk er búið að borða upp allan aurinn að því er virðist.  Og svo heldur hann vinnunni.  En er hann ekki kominn í vinnu hjá mér og okkur öllum hinum.  Ég vil reka drenginn og hann ætti auðvitað að skila milljónunum 300 eins og skot og ekki gleyma að rífa starfslokasamninginn, hann fær ekki krónu að skilnaði.  Ef ég fengi einhverju ráðið þá stæði greyið útí á stétt með skófar á rassinum, afsakið orðbragðið. DevilAngry

Well nenni ekki að tuða lengur yfir verðbréfaguttunum.  Þegar termítamaðurinn er farinn þá er ég farin í golf, ætlum svo að kíkja í WalMart eða Lowes, þurfum að kaupa nokkra smáhluti til heimilisins.  Nú hver veit,  kannski kemst ég ekki heim.... hver veit...

Andrés flugfrændi og familía koma vonandi í mat til okkar annað kvöld.  Það verður nú gaman, gefum þeim nautasteik og skítbillegt rauðvín...  Tounge


Golffélagi dauðans

Úff, tókum fyrsta hringinn í gær.  Hann Andy var golffélaginn okkar.  Og ég get sagt ykkur að á 3ju holu langaði mig að kirkja helvítið ......Devil.  Hann var svo FLINKUR, að hann þurfti alltaf að vera að segja mér til.....  Á elleftu fannst mér ég ná mér vel niður á fíflinu.  Fékk leiðbeiningu dagsins og svaraði mannkertinu á góðri íslensku "farðu í rassgat"  svo brosti ég mínu blíðasta.  Vinir okkar á vellinum voru miður sín yfir að senda hann með okkur.  Allt gekk miklu betra í dag, enda fékk ég svo "fínar" leiðbeiningar í gær....

Annars höfum við það eins og svín í sagi, Florida tók á móti okkur með blíðu eins og vanalega.  Við erum búin að fara í Costco og kaupa til heimilisins, allt það sem okkur vantar og miklu meira en það.  Vinir okkar á vellinum knúsuðu okkur og meira að segja passport control maðurinn, bauð okkur velkomin heim.  Er bara búin að kaupa mér eitt slúðurblað þannig að ég er rétt að komast inní málin, læt ykkur fylgjast með stjörnunum eftir því sem mér áskotnast vitneskja.  Þó í blaðinu mínu er verið að spegulera í því hvort Angelina og Brad séu skilin.  Ég veit ekki, hvað haldið þið?  Læt ykkur vita um framvindu mála.

Er að drösla mér í sturtu, svo er það ákvörðun dagsins, eigum við að grilla dýrindis nautasteik eða vera löt og fara út að borða?  veit ekki ennþá...

 


Sól sól skín á mig...... á morgun

Jú hú hú hú, dagurinn sem ég er búin að bíða eftir er kominn.  Við gömlu erum að fljúga af stað í dag.  Eftir sitja stubban mín og voffan, sem eiga að gæta búsins.  Get alveg lofað að ég sakna þess ekki að fara úr helv.......   suddanum  Crying, reyni að vera jákvæð og eins og fíflið hún Pollýanna hefði kannski sagt, þá getum við verið glöð að við verðum varla vatnslaus í náinni framtíð, en come on, það má nú eitthvað á milli vera.

Taskan bíður prúð og smávaxin allt orðið reddý, ætla bara að skella mér heim í hádeginu, skipta um föt og skvera okkur út á völl.  Svo eigum við pantaðan golftíma kl. 9:16 í fyrramálið.  Við verðum örugglega ekki að spila golf í sama suddanum og vinir okkar sem ætla að taka þátt í bændaglímunni (golfmót) á Oddi, brrrrrrrr mér verður bara kalt að hugsa til þeirra.  Nei ég ætla að spila eins og engill og hugsa fallega til þeirra og senda þeim hlýja strauma á morgun muhahahahahaDevil


USA here I come!!

Nú er alveg að koma að þessu.  Við gömlu fljúgum af stað á morgun hvorki meira né minna.  Það virðist óratími síðan voru margir margir klukktutímar þangað til og svo er þetta bara komið.  Allt að verða klárt, nokkrar tuskur komnar ofan í örlitla tösku, ekki örvænta það má alltaf kaupa tösku ef mann skyldi nú vanta eitthvað smáræði í útlandinu.

Er farin að hlakka SVO mikið til.  Ég hlakka svo til að komast í góða veðrið.  Talaði við hann Greg í gær og hann sagði veðrið "fabúlus" hvorki meira né minna.  Kem ekki til með að sakna rigningarinnar baun og þið skuluð ekki láta ykkur dreyma um að ég biðji um rigningu í þetta skiptið nei ó nei, það gerist bara einu sinni á öld sirka bát.  Svo eru það aftur fréttirnar, ég hlakka svo til að losna við þær og vona að fréttamennirnir okkar verði búnir að bryðja tonn af prosak þegar ég kem heim aftur og verði farnir að líta á "glasið hálf fullt" í stað þess að sjá það alltaf "hálf tómt".

Börnin góð, verið dugleg að skoða bloggið mitt, ég ætla að vera svo uppfull af andagift að hið hálfa væri miklu meira en nóg.  Vona að skerið rigni ekki í kaf...Tounge


Euro búar kunna ekki gott að meta og hana nú

Þau Regína Ósk og Friðrik Ómar stóðu sig eins og hetjur.  Við sátum hérna kl. 15:00 og horfðum á Eurovision  í góðum gír.  Mér fannst nú lítið til ansi marga laganna koma og gvöð minn góður þegar maðurinn með allar gömlu konurnar í brúðarkjólunum birtist.  Hvað er að þessu fólki?  En hann  fékk fullt af atkvæðum.  En tölum ekki meira um það.  Eurobúar bara aular og hana nú.

 Nú fer heldur að styttast í fríinu okkar.  Það er samt alltaf það sama, það er alltaf svo gott að koma heim úr vel heppnuðu fríi.  Þetta frí okkar hefur svo sannarlega verið vel heppnað.  Við erum búin að gera akkurat ekki baun, nema golfa.  Það er eini fasti punkturinn í tilverunni á hverjum degi.  Við komum aftur í september og getum strax farið að hlakka til.

Er jafnvel að hugsa um að fara aftur í manicur á morgun, svo ég verði nú drellfín um puttana þegar ég kem heim, vitið að fyrir $20 sem ég borgaði fyrir 10 dögum síðan er naglalakkið ennþá í góðum gír.  Ég hef nú bara aldrei kynnst öðru eins.  Vona samt að ég lendi ekki hjá smávaxna kínamanninum  með löngu neglurnar hann minnti mig pínu á seiðkarl. 

Er að drífa mig í vinnugallan þ.e. bikini, sólin, bekkurinn, laugin og bleika stöffið bíða mín nú fer hver að verða síðastur að njóta í þessari ferð.


Loksins áfram í Eurovision

Og við ekki heima.....  við sem erum svo eldheitir euro aðdáendur.  Sátum hérna í sófanum með fartölvuna í fanginu og sáum okkar fólk.  Djö...  stóðu þau sig vel.  Það hefði verið algjört frat hefðu þau ekki komist áfram.  Nú þýðir ekki að sitja með tölvuna í fanginu.  Þannig að við erum á leiðinni í Best Buy til að vita hvort þeir eiga ekki snúru svo við getum tengt tölvuna við sjónvarpið, það bara hlýtur að vera til.  Samt skrítið að fara að glápa á Eurovision kl. 15.00, en við missum ekki af því fyrir nokkurn pening.   Ég er bara að spá hvort fjarvera okkar frá Íslandinu hafi eitthvað með þetta að gera.

Lífið hérna í Floridanu er sko ekkert nema rjómablíða, við erum orðin svo slök að við þurfum að rifja upp á hverjum degi hvaða dagur er,  þá er maður sko orðin slakur.  Gamli allur að liðkast í hálsinum og þá er nú mikið sagt.  Við komum heim í næstu viku ef við getum munað hvenær miðvikudagurinn er....

Við erum búin að vera að svamla í sundlauginni í dag og njóta þess að gera akkurat ekki baun.  Jú nema við gömlu gengum smá í barndóm og fórum í boltaleik.  Svona erum við orðin í sólinni.  Í kvöld er svo á dagskránni að slafra í sig úrvals steik eins og gamli getur best framreitt og kannski skola niður með úrvals rauðvíni sem kostar slikk.  Er ekki lífið dásamlegt?

Áfram Ísland annað kvöld, við látum okkur amk ekki vanta fyrir framan skjáinn ó nei, við hvetjum okkar fólk til dáða. 

Hvernig væri nú að skrifa athugasemdir?  Það finnst mér SVO gaman


Ég fíla mig svo vel hérna

Mér finnast kanar svo yndislegir.  Amk þessir sem við kynnumst hérna í hverfinu okkar, úti í búð, á golfvöllunum og eiginlega bara hvert sem við förum.  Í gær fórum við að golfa (hvað annað?) á Providence.  Þar eru margir vinir okkar sem fluttu sig héðan frá Highlands Reserve.  Þegar við komum á Providence eru aldeilis fagnaðarfundir.  Fólkið þar fagnar okkur eins og við séum uppáhaldsvinir þeirra.  Í gær meira að segja leysti Marion okkur út með gjöfum og lét fylgja með hvað henni þætti vænt um að við skyldum koma og heimsækja þau.  Mér finnst þetta yndislegt.

Í dag ætla gamli og kærastinn að glápa á úrslitaleikinn í meistaradeildinni  en ég og stubban ætlum að leggja land undir fót og sjoppa pínu lítið.  Vitum reyndar ekki hvernig ástandið verður þegar við komum  heim þar sem gamli heldur með Chelsea og kærastinn heldur með Man U.  Það verður bara að koma í ljós.  Hvað sem gerist erum við búin að bóka okkur í golf kl. 7:40 í fyrramálið. 

Í gærkvöldi fórum við í Downtown Disney og röltum þar um í nokkurn tíma, fengum okkur að borða og nutum Disney í botn.  Það er ótrúlegt hvað Disney er stórkostlegt,  þarna var fullt fullt af fólki og fullt að gera.

Verð að hætta, meira að segja stubban er tilbúin, ég er að fara að sjoppa, má ekki vera að þessu meir.

Vona að sólin fari að skína heima á Íslandi því ég er að koma heim eftir bara vikuCrying


Og himnarnir opnudust

Loksins rigndi, og thad bara dalitid hressilega i morgun.

Audvitad thurfti ad byrja ad rigna a medan vid vorum ad spila golf, kannski ekki kjor adstaedur, thvi her hellirignir thegar rignir.

En golfhringurinn hja mer heppnadist algjorlega ljomandi.  Eg rauf 100 hogga murinn i annad skiptid a ferlinum.  For a 99 hoggum, mer finnst thad algjorlega aedislegt  Grin

Ma eiginlega ekki vera ad thvi ad blogga thad er nebbnilega haett ad rigna og solbekkurinn bidur minCool

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband