Færsluflokkur: Ferðalög
13.5.2009 | 03:44
Himnarnir opnuðust og ég fór í mollið
Í dag gerðist það. Það hellirigndi. Og þá notuðum við tækifærið ég og frú ferðafélagi. Vð fórum í mollið!!! rétt eftir að við lögðum af stað byrjaði að rigna og viðeigandi þrumur og eldingar fylgdu með. Við komumst þokkalega þurrar í mollið og þá byrjaði veislan.... Við gerðum þvílíkt góð kaup. Kjóllinn sem ég tímdi ekki að kaupa um jólinn, sem kostað rúmlega $22 kostaði núna $10, Well ýmislegt fallegt var sótt
Var búin að skrifa ótrúlega flott blogg, en ég hef ekki græna glóru hvernig mér tókst að láta það hverfa. Von að þetta hangi lengur.
Get svo svarið að ég sofnaði áður en ég kláraði þetta blogg, svo erfitt er að fara í mollið og svona...
Það rigndi í rúma 4 klst og ekki veitti af, hér hefur ekki rignt neitt af viti síðan í apríl. Eitthvað öðruvísi en heima á Fróni... Og það á að rigna meira í dag. Og rigningin er heit. En hún á eitt sameiginlegt með rigningunni heima: hún er blaut.
Nú sofnaði ég ekki. Þarf að drösla mér á lappir og getið hvað ég er að fara að gera???
Jú er að fara að spila golf. Fengum Celebration á $35 sem er venjulega rúmlga $100 völlur, en við förum sko ekki að kaupa okkur inná einhverja svoleiðis okurvelli. En $35 er flott.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 11:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.10.2008 | 16:50
Veit bara að þetta er ekki mér að kenna!!!
Ég er svo hundfúl út í ofurviðskiptajöfrana okkar. Mér sýnist þeir hafi verið að gambla með eigur okkar allra algjörlega án þess að vera undir nokkru eftirliti. Nei það má ekki hafa eftirlit með neinu svona. Ha ha, en þegar allt klikkar þá þarf ég að borga fyrir fínheitin þeirra. Ég var alin upp og hef alið stelpurnar mínar upp þannig að eyða ekki meiru en maður aflar og pabbi minn heitinn keypti sér aldrei neitt án þess að eiga fyrir því, nú eða sjá algjörlega fram á hvernig átti að borga fyrir. Þessi skoðun mín hefur síðustu árin þótt frekar gamaldags og púkó. Einhvernvegin held ég að Jón Ásgeir fari aldrei að vinna á lyftara, var þetta brandari dagsins..... Ég held að Jón Ásgeir og hans líkir fari ekki svo illa út úr þessu öllu saman, það verða meðaljónarnir eins og ég og þú lesandi góður, sem þurfum að borga með sparifénu okkar, sem bæ ðe vei við vorum svo vitlaus að setja í eitthvað "skothelt" sem bankinn okkar ráðlagði okkur endilega að gera.
Þetta finnst mér að minnsta kosti.
Jón Ásgeir: Fær ekkert út úr sölunni á Baugsfyrirtækjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.10.2008 | 12:20
Og er það ekki bara allt í lagi
Það finnst mér að minnsta kosti. Nú eiga allir okkar kraftar að vera hérna heima. Einhvernveginn finnst mér minna mál kosningar í Azerbaidsjan heldur en ástandið hérna heima.
Hætt við þátttöku í kosningaeftirliti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
9.10.2008 | 11:50
Hann Andy í gleraugnabúðinni
Svo er það hann Andy í gleraugnabúðinni. Er búin að þekkja hann síðan við fórum að fara reglulega westur um haf. Það byrjaði þegar ég keypti mér gleraugu hjá honum og hann auðvitað spurði mig hvaðan ég væri. Ég frá yndislega Íslandinu. Já hann er aðdáandi Bjarkar. Í fyrsta skipti sló ég pínu um mig og sagði honum að við Björk hefðum gengið í sama skóla þ.e. Réttó, þann merka skóla. Þar með eignaðist ég hjarta hans og hann hefur verið vinur minn síðan. Ég er semsagt búin að skreyta mig með stolnum fjörðum Bjarkar. Well hú kers?
Nema hvað hann talaði svo fjálglega um að hann ætti alla tónlist Bjarkar svo ég spurði hann hvort hann ætti Gling Gló? nei hann hafði ekki einu sinni heyrt um hana. Þá ákvað ég að færa honum diskinn. Skutlaði mér í Skífuna og fjárfesti í disknum. Í einni ferðinni færði ég honum diskinn og þegar ég sótti golfgleraugun mín daginn eftir var Andy frá sér numinn af gleði. Diskurinn var frábært svo létt sé tekið til orða. Hann sagði mér svo um daginn að diskurinn sé í sérstöku uppáhaldi og vinir hans biðji hann oft um að fá afrit, sem hann neitar þar sem hann vill sitja einn að honum.
Þetta var nú sagan af honum Andy..
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.10.2008 | 11:44
Skrifað í flugvélinni
Er á leiðinni heim akkurat NÚNA. Sit um borð í Icelandair flugvélinni Guðríði Þorbjarnardóttur. Var búin að skrifa langt blogg um ástandið á Íslandi þegar tölvan tók af mér völdin og fraus takk fyrir, ég þurfti að endurræsa og fína bloggið mitt týnt og tröllum gefið. Og þá er bara að byrja uppá nýtt og fitja upp á einhverju öðru.
Eigum við ekki bara að gera upp fríið? Góð hugmynd finnst mér. Það er búið að vera yndislegt að flestu leiti, fréttirnar að heima skyggðu auðvitað á yndislegheitin, en okkur tókst ótrúlega að njóta lífsins.
Þegar við fórum í Mall at Millenia að sækja skítbillegu gleraugun mín, þá var gengið nefnilega aðeins 94, þá sáum við aumingja Jóhannes í Bónus, sat hann ekki greyið svo framlágur við gosbrunninn. Við sáum ekki betur en hann hefði betlibauk í hendinni. Við strunsuðum framhjá honum, jú enda erum við ekki svo fín að þekkja hann prívat og persónulega. Við skutumst í gleraugnabúðina þar sem við hittum hann Andy, ljúflingurinn sá, sem dýrkar Björk, kannski ég segi ykkur frá honum seinna. Gleraugun æðisleg, nú er ég ekki lengur með samanlímdar glirnur á nefinu nei og nei. Jæja sáum Jóhannes greyið á leiðinni út aftur, ennþá sat hann við gosbrunninn en nú var hans betri helmingur mættur með nokkra poka undir hendinni. Þá skildi ég loksins af hverju hann sat svona hnípinn. Hann var náttúrulega að hugsa um hvað hann þyrfti að greiða fyrir innihald pokanna. Hann er auðvitað einn af þeim sem ber ábyrgð á Glitnis klúðrinu og allri óráðsíuni sem er að koma okkur á kollinni núna. OK við höfum geta sjoppað í Bonus á þokkalegum prís, en núna held ég að við séum að borga ríflega fyrir það. Nenni ekki að pirra mig meira yfir honum karlinum. Vona bara að hann geti sofið rótt. ......
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.10.2008 | 22:12
Förum heim á morgun
Það er komið að því að við höldum heim. Við erum búin að eiga aldeilis yndislegt frí þrátt fyrir óskemmtilegar fréttir að heiman. Fórum auðvitað í golf í morgun. Gamli átti þennan líka ljómandi hring en sauðurinn ég alls ekki. Held að ég verði að framlengja og vera í golf æfingabúðum fram að jólum að minnsta kosti. Það væri nú alls ekki slæmt. Nei við förum bæði heim í heiðardalinn að takast á við gráan hversdaginn.
Fórum í Target áðan bara að ná í smá nauðsynjar en bara svoleiðis oggulítið. Það er nú líka ekki svo langt þangað til við komum aftur, nema auðvitað við verðum farin flott á hausinn, en samt, við erum búin að borga flugið og bílaleigubílinn svo nema Icelandair verðir farnir yfir móðuna miklu. Nei við komum aftur og aftur og aftur.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
6.10.2008 | 22:40
Rigning i Paradís
Það byrjaði að rigna í dag. Mér finnst það bara pínu svindl. Ekkert búið að rigna og svo rignir svona rétt áður en við dröslumst heim í kreppuna. Vona nú bara rétt si sona að það verði ekki rigning á morgun!!! Á nú ekki vn á því nema kannski í eftirmiðdaginn en þá ætlum við hvort sem er að skutlast í Target, þar eru örfáir litlir hlutir sem okkur vantar. Engin stórinnkaup enda ekki ráðlegt, þar sem krónan okkar er á fleygiferð til fjandans..
Baráttukveðjur á klakann
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.10.2008 | 19:15
Ég skammast mín næstum því
Hérna sit ég í dásemdum og dekri á meðan íslenska þjóðfélagið er komið algjörlega á hliðina. En samt þurfti múgur og margmenni að kaupa sér nýtt dót þegar ný verslunarmiðstöð var opnuð. Þegar ég las það þá skammaðist ég mín ekki eins mikið.
Annars er eins og vanalega allt gjörsamlega frábært hjá okkur. Ég er komin með aðstoðarmann í slúðurlestri, gamli les og les og vitið ég held að hann hafi bara nokk gaman af. Það virðist vera algjör gúrka hjá stjörnunum. Við ætlum að sitja úti við í dag í hlýjunni, nú fer hver að verða síðastur nú nema Icelandair verði farið á kollinn á miðvikudaginn, þá komumst við auðvitað ekki baun heim. Hef samt trú á að við klórum okkur fram úr þessu.
Sendi ykkur öllum sól í sálina, ekki veitir af.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.10.2008 | 21:36
Snillingur og stórhættulegur snákur!!!
Byrja á snáknum. Ég bloggaði í vor um skröltorm einn ákaflega litinn og vesældarlegan, þið munið þennan sem stökk á kústinn og við hlógum þessi ósköp að? Well mæ dírest, hann Bill á golfvellinum var að segja okkur í morgun að þessi ræfill er sko enginn ræfill. Hann heitir Piggie Rattler og er STÓRHÆTTULEGUR. Ef hann nær að bíta mann þá er sko eins gott að drífa sig á hospítal í einum logandi hvelli, annars gæti maður bara endað steindauður. Eins gott að við gömlu vissum ekki af þessu í vor.
Svo kemur snillingurinn. Við spiluðum golf í morgun, hvað annað? Spiluðum með honum Bill á golfvellinum og vitiði snillingurinn ég átti besta hringinn í ferðinni hingað til. Takið eftir að ég segi hingað til, því við eigum ennþá 3 hringi eftir og nægur tími enn til framfara . Hann Bill lætur alltaf svo lítið yfir sér, en maðurinn getur spilað golf vá, hann spilaði á 73 höggum og hann er hundgamall. Hann er líka búinn að spila golf síðan hann var 9 ára og er sirka 150 ára núna, nei djók, kunni ekki við að spyrja hann hvað hann væri gamall. En við gömlu reiknuðum út að við yrðum kannski jafn góð og hann þegar við verðum 98 ára.
Þori varla að lesa moggann þessa dagana, held að verðbréfaguttarnir megi nú skammast sín og hana nú. Búnir að vera á flottu fylleríi og svo þurfum við öll að taka þátt í mestu timburmönnum ever.
Komum heim á fimmtudagsmorguninn, væri sko alveg til í að taka ráðum Klux og framlengja fram að jólum, en við dröttumst heim. Ferðin búin að vera ein af þeim allra bestu hvorki meira né minna.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.10.2008 | 17:42
Bloggeddi blogg
Datt ekki skemmtilegri fyrirsögn í hug.
Fórum til Flugfrænda og familiu í gærkvöldi. Flugfrændi skellti sér í eldhúsið og galdraði fram dýrindis pastarétt. Nammi nammi namm. Ekki kannski beint heilsurétt, innihélt tonn af rjóma og eggjum en gvöð hvað þetta var gott. Rennt niður með úrvals hvítvíni. Þau eru búin að koma sér ljómandi ver fyrir í aldeilis ljómandi fínni íbúð. Sauðurinn ég, gleymdi auðvitað myndavélinni annars væru myndir hér. Prinsessan þeirra lét sér fátt um finnast og svaf af sér heimsóknina. Takk fyrir okkur.
Obbosí golfið, eigum við að ræða um það? Gekk nú svona pínu upp og ofan í dag, en í heildina bara þokkalega takk fyrir. Hann Bill gamli hérna á vellinum okkar ætlar að spila með okkur á morgun og þá er nú eins gott að standa sig . Hann er nú svo yndæll eins og þeir allir. Ég hef alltaf á tilfinningunni að við séum algjörlega í uppáhaldi hérna, ekki slæmt.
Ætlum að skella okkur í Mall at Millenia á eftir, gleraugun mín fínu eru tilbúin. Ætlum svo að raða í okkur gómsætum mat í Smith & Wollenski, hlakka mikið til. Síðan er á dagskránni að hlusta á Blues í Downtown Disney, en bara ef þrek leyfir, það r nebbbbbnlilega ekki fyrr en kl. 22:30 og þá gæti nú verið að við gömlu værum orðin pínu sibbinn.
Sólarkveðjur frá okkur í paradís, vona að veturinn verði minni þegar við komum heim.
Plís skrifið athugasemdir, Æ lov it !!!
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)