Áramótaheit

Ég setti mér eitt áramótaheit.....  ég ætla að blogga meira.  Ekki á hverjum degi, kannski einu sinni í viku, kannski aðeins sjaldnar.

Núna er 2 laugardagur ársins og úti er skítaveður.  Gengur á með hríð og almennum leiðindum.  Ég fór í morgungöngu í morgun, Ég var varla komin út fyrir hússins dyr, þegar ég var farin að sjá eftir að hafa ekki drifið mig í hlífðarbuxur, en fyrir mitt litla líf nennti ég ekki upp í brækurnar.  Túrinn var fínn, enda skemmtilegt að feta nýjar slóðir.

Árið byrjar fínt, fyrir utan veðrið, sem mætti vera betra.  Bíllinn minn ákvað að þurfa vera á verkstæði, enn einu sinni, yfir áramótin.  Mér og manninum á verkstæðinu, reiknast til að þessi bíll sé búinn að vera ca 40 sinnum á verkstæðinu á þessum tæpum 5 árum sem hann er búinn að vera á landinu.  Ég er næstum því hætt að kippa mér upp við hvað honum dettur í hug.  Það nýjasta var dálítið fyndið.  Jú á fullri ferð, áfram, verð ég að taka fram, fannst bílnum snjallræði að kveikja á bakkmyndavélinni, svo hann gerði það og ég sá bæði fram fyrir bílinn og svo líka allt sem gerðist fyrir aftan.  Góð hugmynd???  veit ekki en þessir stælar, ásamt nokkrum fleiri sem fylgdu í kjölfarið kostaði hann tæpar 3 vikur á verkstæðinu.  En hann er kominn heim og ég bíð spennt eftir hvað hann býður uppá næst.

Erum að skottast í leikhúsið á morgun með krakkakrýlin, það verður gaman og athyglisvert.

 


Bloggfærslur 13. janúar 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband