Grenjandi rigning í gær.....

Og hvað gerir Bonville frúin þá? Auðvitað skottast hún í búðina, með Bonville bóndanum og kaupir ísskáp.  Sá gamli orðinn lúinn, þ.e. ísskápurinn og harðneitar að láta frá sér klaka, sem hann er samt búinn að puða við að búa til. Að sjálfsögðu keyptum við svona Amerískan, annað hefði nú verið dálítið bjánalegt. Var ekki fyrir svo löngu að skoða svona skápa á landinu bláa og hefði þurft að láta af hendi ca 250 þúsund kall, halelúja. Reikningurinn fyrir okkar nýja er um 85þúsund kall, innifalið ný vatnsslanga, piltur sem setur allt í samband og svo lætur hann þann gamla hverfa. Finnst einhverjum öðrum en mér þetta óheyrilega mikill verðmunur?  Reyndar er ekki hægt að fá gripinn afhentann fyrr en á mánudaginn, sem okkur bláalandsbúum þykir ömurlegt, ég hefði auðvitað viljað fá hann í dag og ekkert múður. 

Það hellirigndi í allan gærdag, svo ekki var restinni af deginum eytt við laugina. 

Í morgun var farið í golf og svo voru vinir okkar í Kohls heimsóttir og hjálpi mér allir heilagir hvað við tókum rösklega á því.  Kohls réð sér ekki fyrir kæti og gaf okkur gommu í afslátt, það er sannarlega gott að eyða aurunum sínum hérna.

Í gærkvöldi var skelfiskur í matinn. 

Einhverjar hugmyndir hvað ég á að kaupa í matinn fyrir gamla að elda.

Tjá frá sundlaugarbakkanum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Piltur sem lætur þann gamla hverfa og svo færðu nýjan ísskáp í kaupbæti.  Þetta er svo blindbillegt að ég skil ekki af hverju þú fékkst þér ekki tvo.  Var Jón Yngvi alveg sáttur við að hverfa eða hafði hann ekkert um málið að segja og var bara allt í einu horfinn?  Hvarf hann um leið og pilturinn setti allt í samband? Er svo gamli allt í einu mættur og á að fara að elda?  Nú er ég hætt að skilja, farin að sofa.  Kærar kveðjur í sólina og vonandi fæ ég að njóta þess nýja einhvern tímann.

Milla

Milla Bravo (IP-tala skráð) 7.12.2016 kl. 23:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband