Flugvélablogg

Kæru farþegar. Það er flugvélin sem ber eldstöðvarheitið Bláfjöll sem ætlar að bera okkur yfir hafið og taka í það 7 klst og 40 mínútur. Langt er það. En nýjasta nýtt er extra öryggistékk í boði Bandaríkjaforseta og auðvitað lenti ég í því. Hélt að ég væri bara þokkalega heiðvirður hafnfirskur bókari á leið í langþráð frí. Ó nei það þarf sko að tékka á henni þessari hún gæti verið stórhættuleg á golfvellinum eða hún gæti eytt um efni fram í ferðinni. Ómögulegt að svona fólki gæti hugsalega fundist það velkomið. Arggggg. Ég er SVO fúl.
En ég ætla að njóta þess að vera í fríi með gamla mínum. Ég ætla að gera mitt allra besta að vinna hann í golfinu.
Þau Digranesheiðar heiðurshjón ætla að heiðra okkur með nærveru sinni..... eða svo halda þau. Það verður dagleg hjóna golfkeppni, ég veit ekki hvort þau vita en við ætlum svoleiðis að rúlla yfir þau, eða amk höldum við það svona fyrirfram, ég hlakka til að fá þau í heimsókn.
Það eru ekki miklar framkvæmdir á dagskránni í þetta skiptið. Við ætlum kíkja á nýjar borðplötur, við ætluðum að láta slátra rísa stóra trénu en eftir Irmu fellibyl þá eru allir svoleiðis gæjar uppteknir við hreinsunarstörf að verðið hefur hækkað, svo við bara bíðum, svo verður laugin endurnýjuð eftir að við förum heim.
Úff þetta er langt flug, það eru ennþá 3.30 tímar eftir, ég er búin að horfa á tvær bíómyndir, borða og blunda smá. Og Shallow Hal er ekki lengur í boði. Legg mig bara pínulítið meira og leyfi annarri mynd að rúlla í leiðinni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skiljanlegt þessi varúð sem Trump er með gagnvart þér.  En samt góða ferð í fríið og hafið það reglulega gott, njótið þess að vera í fríi og komið svo heim úthvíld.

Bestu kveðjur, og vonandi vinnið þið Digranesheiðarhjónin í golfinu.

Þórdís Richter (IP-tala skráð) 17.10.2017 kl. 15:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband