Fyrsta blog í fríi

Það var eðal flugvélin sem ber eldstöðvarheitið Snæfellsjökull sem skottaðist yfir hafið með okkur í þetta skiptið.  Eins og venjulega var vélin smekkfull af sólarþyrstum farþegum, allra þjóða kvikyndum og meira segja einn í náttbuxum.  Eins og venjulega vorum við eldsnögg í gegnum flugvöllinn, enda enginn farangur að trufla okkur.  Fyrsta nóttin á hóteli, ekki alveg eins skemmtilegt eins og koma beint heim en fínt samt.

Í vikunni fyrir brottför, var ég svo agalega óheppin að fá "ristil" á ennið og yfir hægra augað.  Agalega leiðinlegur ferðafélagi.  Hans vegna þarf ég að innbyrða gommu af sýklalyfjum og setja andstyggilegan áburð í augað  og verst af öllu þá verð ég eiginlega að vera algjörlega á snúrunni.  En á morgun er síðasti dagur í pillum, svo þetta fer allt að komast í eðlilegan farveg.  Ég er ennþá með eldrauða bletti, en augað og blettirnir ekki eins stokkbólgnir svo þetta er allt á réttri leið.

Það var yndislegt að koma í Bonvillið okkar, eftir ferð í Ameríska Costco og smá skrens í átlettinu.  Það er nú ekki búið að vera verður til að hrópa húrra fyrir, en almáttugur, það er kannski 25 stig á daginn, varla hægt að hugsa sér betra í mars.

Er aðeins búin að skanna stjörnulífið hér fyrir westan og mér sýnist ekki vera skortur á djúsí fréttum.  Ben og Jen farin að eyða nóttum saman aftur, hvað finnst ykkur um það?  og Nicole og Keith að skilja....  algjörleg óskiljanlegt.  Aumingja Caitlin Jenner þurfti að láta skera ljótan blett af nefbroddinum og er algjörlega ómöguleg yfir því.  En ekki orð af Travolta hjónunum eða Barböru og hennar.

Er búin að vera vel haldin í mat og drykk, þrátt fyrir drykkjubann og börnin góð, það verður þykk steik í kvöld og þá fæ ég mér bara smá rautt með, en bara smá.

Það er svo Kohls á eftir og þá verður nú gaman

Tjá


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband