8.5.2008 | 22:42
BLOGG NÚMER 1 Í LÍFINU.
Var búin að skrifa flottan texta en þurrkaði svo allt út.
En reyni aftur.
Við erum komin til ynddislegu Florida eftir næturstopp í Minneapolis. Á leiðinni frá flugvellinum komum við í Costco að kaupa inn til heimilisins. Fylltum stóra körfu af allskonar góssi, matvælum, bjór, víni og guð má vita hverju ekki. Hógum bara að reiknhingnum $ 423. Það þótti okkur ekki miki8ð eftir að kaupa í matinn heima á Íslandi. Keyptum t.d. stóran sekk af bökunarkartöflum á $8.
Vorum að koma úr golfi. Ég golfaði eins og fífl. Það er eitt gott við það, þá er leiðin aðeins uppá við. Ég get ekki verið mikið lélegri...... Förum aftur í fyrramálið. Vona að mér gangi betur þá.
Ekki meira í bili. Ætla að dröslast við að vera dugleg að blogga í fríinu.
Athugasemdir
Til hamingju!!!!! Vertu nú dugleg að leyfa okkur að fylgjast með lífinu í ammeríku.
Ingibjörg (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 09:44
Loksins mar þekkir einhvern sem bloggar. (annar en Björn Bjarnason) - Hef reynt að commenta svona áður (ekki hjá Birni Bjarnasyni) en það var svipað og þegar ég reyndi að komast inná leyniþjónustuna (til að lesa um Björn Bjarnason) "entrance rejected" - Afram með bloggið.
klux (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 10:27
Til hamingju með bloggið, ákveðið skref að byrja. Hér er rok og rigning í dag eftir frábæran dag í gær. Þá hefði nú verið gott að vera golfari í Garðabæ. - Gott að leiðin liggur upp á við.
Hildur (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 12:49
Ég hef svarað áður, það var þegar Hildur var að blogga. Þetta er bara flott, en hefur þú ekki e-mail?
Dísa (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 14:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.