HORFÐIST Í AUGU VIÐ KRÓKÓDÍL!!!!

Ó já, það gerðist í dag.  Við fórum á yndislega fallega Providence golfvöllinn, þar sem Marion vinkona okkar er manager og svo margir sem við þekkjum, vinna.

Ok, ég búin að spila eins og fífl enn eina ferðina.  Svo komum við að 12 holunni. Par 3 hola, skelfileg, þarf að slá yfir vatn, sem ég hata.  Ég tek fram taustu fimmuna mína og slæ.  Höggið er engu líkt, hef aldrei átt þvílíkt högg!!!!!!!!!!  hitti greenið en kúlan fer yfir.  OK það er vatn þarna hinum megin, ég trítla og svipast eftir kúlinni bak við greenið. 

Og viti menn allt í einu horfist ég í augu við krókódíl, hvorki meira né minna!!! Hann var nú ekki risastór, en bara að vera í meters fjarlægð frá honum fékk mig til að hoppa hæð mína (sem er nú kannski ekki mikið) og æpa.

Komst að því að myndavélin er ekki meðferðis annars væri ég búin að skella myndum hérna með.

 Erum að fara að horfa á flottustu golf spilara í heiminum spila golf á morgun á Players mótinu á Sawgrass.  Vona að við hittum einhvern af þessum fínu golfunrum eins og Phil Mickelson eða bara einhvern annan.

bless í bili frá dásamlegu Florida

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Krókódíll - ertu frá þér barn ! -  Það er ágætt að skreppa í frí / jafnvel spila golf, en að leika í návígi við svona skepnur.  Það hefur komið fyrir að belja aulist útá golfvelli á Islandi - í leifisleysi og banni, ekkert meria spennandi á Isl. golfvöllum.  Fréttir héðan, er á kafi alla daga í viðgerðum og viðhaldi - kveðjur

Klux

klux (IP-tala skráð) 10.5.2008 kl. 08:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband