GÁTA DAGSINS......

Hvað gerðum vð í dag?

Jú alveg rétt, við fórum í golf.  Alveg síðan ég fór að rembast við að hitta þessar litlu hvítu kúlur hefur mig langað til að spila Crooked Cat völlinn á Orangbe County National.  Í dag varð mér að ósk minni.  Eins og vanalega var veðrið yndislegt.  Við spiluðum með hjónum héðan af svæðinu, ákaflega indæl hjól.  Hvað er hægt að hugsa sér betra.  Jú betra skori.  Gamli átti sinn besta hring í langan tíma en ég ræfillinn, ég þarf aldeilis að hysja upp um mig brækurnar, nú er að duga eða drepast,  eigum tíma kl. 7:24 í fyrramálið á Proidence og þá skal ég......

Smá um Orange County National.  Frábært og þá er það búið.  Ef einhvern langar í fallegan völl og alla umgjörð þá er að skutlast þangað, helst á tíma sem er "off season" því hann kostar pínu.

Stubban okkar kemur á morgun, við gömlu hlökkum mikið til. 

Skipulag dagsins á morgun er einfalt, golf og um hádegi verður lagst út við laug, með bleika stöffið við hendina og síðan hefst grillið, þ.e. líkamsgrillið, sólbað, slúður og bleika stöffið, hvernig getur orðið það betra.  Reyndar er svo langt síðan hér hefur rignt að ég vonast eftir rigningu á hvejum degi og það er smá smuga að það rigni á morgun, ég sluffa sólbaðinu fyrir rigningu í einn dag en ekki mikið meira.

Og svo sækjum við stubbuna og kærastann annað kvöld.

Lifið í lukku en ekki í krukku Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvudnin er'ðetta hægt, golf í dag, í gær, í fyrradag, daginn þar áður og þar áður.....?  Almáttugur minn ég fæ FLOG, hohoho.  Auðvitað segi ég þetta bara af öfund því ég mundi alveg láta mig hafa það að berja litlum kúlum út í loftið og týna þeim, ef ég gæti svo verið í sólbaði eftir hádegi notið lífsins með bleika stöffið (hvað sem það nú er) og svo dálítið af amerísku góðgæti á grillið, að ógleymdu slúðrinu!!  Mæ god, getur verið að hann Kalli sé svona erfiður í sambúð,  þú manst hvernig fór fyrir Di, hún fékk búlemíu og nú er Camilla byrjuð að drekka.  Ég skrifa þetta allt á hann, hann er ekki búandi með.  

Á morgun skal ég fara í göngutúr og finna fullt af hvítum kúlum sem aular eins og þú skjóta út um allt í mínu nágrenni og svo skal ég gefa þér þær allar!!!!!  Svona er ég nú góð  Kveðjur til ykkar allra.  Milla systir

Milla systir (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 11:54

2 identicon

Kindin mín bara orðin cypersheep!
Það væri ósköp gott ef þú myndir aðeins draga úr hvað það er erfitt líf þarna í Ameríkunni, maður verður bara þreyttur á að lesa um allt erfiðið  Hver hefði ímyndað sér að golf gæti verið svona mikil vinna.

Viltu rifja upp með mér hvenær þú kemur heim,
litla lambið.

Hallóa (IP-tala skráð) 17.5.2008 kl. 12:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband