Euro búar kunna ekki gott að meta og hana nú

Þau Regína Ósk og Friðrik Ómar stóðu sig eins og hetjur.  Við sátum hérna kl. 15:00 og horfðum á Eurovision  í góðum gír.  Mér fannst nú lítið til ansi marga laganna koma og gvöð minn góður þegar maðurinn með allar gömlu konurnar í brúðarkjólunum birtist.  Hvað er að þessu fólki?  En hann  fékk fullt af atkvæðum.  En tölum ekki meira um það.  Eurobúar bara aular og hana nú.

 Nú fer heldur að styttast í fríinu okkar.  Það er samt alltaf það sama, það er alltaf svo gott að koma heim úr vel heppnuðu fríi.  Þetta frí okkar hefur svo sannarlega verið vel heppnað.  Við erum búin að gera akkurat ekki baun, nema golfa.  Það er eini fasti punkturinn í tilverunni á hverjum degi.  Við komum aftur í september og getum strax farið að hlakka til.

Er jafnvel að hugsa um að fara aftur í manicur á morgun, svo ég verði nú drellfín um puttana þegar ég kem heim, vitið að fyrir $20 sem ég borgaði fyrir 10 dögum síðan er naglalakkið ennþá í góðum gír.  Ég hef nú bara aldrei kynnst öðru eins.  Vona samt að ég lendi ekki hjá smávaxna kínamanninum  með löngu neglurnar hann minnti mig pínu á seiðkarl. 

Er að drífa mig í vinnugallan þ.e. bikini, sólin, bekkurinn, laugin og bleika stöffið bíða mín nú fer hver að verða síðastur að njóta í þessari ferð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Er að drífa mig í vinnugallann..."  -  sombody has to do it.  Enjoy -   Bjössi, Halldóra & Ragnhildur koma hingað á fimmtud. (29.05)  Kveðjur Klux

Klúx (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 13:28

2 identicon

Nú er ég að springa úr forvitni, hvað er BLEIKA STÖFFIÐ ???????

Njóttu daganna sem eftir eru.   

Kærar kveðjur Milla systir 

Milla systir (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 16:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband