ANDLÁT SUMARBLÓMANNA

Setti niður 20 stykki stjúpur á 17. júní eins og frægt er orðið.  Uppskar bakverki í nokkra daga en hver setur það fyrir sig til að fegra sitt nánasta umhverfi?  Ef svo stjúpudruslurnar myndlu láta svo lítið að tóra fram á haust.  Núna tæpum 2 vikum seinna eru 4 af 20 farnar yfir móðuna miklu.  Þær eru steindauðar, DAD (dead as a doornail).  Samt erum við gömlu búin að vera vakandi og sofandi yfir velferð þeirra, passa að ekki þorni moldin þeirra, spjalla við þær og hvað eina.  Kannski erum við bara svona leiðinleg að þær hafa framið sjálfsmorð, minnug plantnanna hjá þeim í Fóstbræðrum hérna um árið, munið mússí mússí mússí.... 

Ég man svo sannarlega fyrri sumarblómatíma.  Eitt árið keypti ég fullt af fræjum sem ég nostraði við að koma í plöntur, potaði niður í sumarbyrjun eða í endaðan júní og átti svo fullt í fangi með að halda í jörðinni fyrir roki og annarri óáran.  Náði samt nokkrum á legg og safnaði fræjum frá þeim til nota árið á eftir.  Dró svo fræin fram einhverntíman í feb eða mars að mig minnir, lagði undir mig hálfa stofuna til að rækta stjúpur, sem svo um sumarið komust sumar á legg og gerðu mig hreykinn garðeiganda og garðálf, og svo voru það hinar sem annað hvort fuku á haf út eða dóu drottni sínum af öðrum óþekktum ástæðum.  Nú er ég vaxin uppúr þessu garðstússi.  Garðurinn er nú samt nokkuð stór.  Man líka eftir þegar við gömlu vorum alveg að kafna úr arfa og fengum manninn til að gera tilboð í arfatýnsluna.  Hann leit spekingslega yfir beðin, hafði reyndar aldrei séð áður svona stóran garð, hm hm hm þetta tekur 3 daga í það minnsta og mennirnir hans duglegir.  Það gera 130 þúsund.  Ég var í nokkra stund að tína kjálkann á mér uppúr arfabeðinu.  Næsta laugardag var tekið á því,  ég sendi gamla út í garð um morguninn, hann kom inn um hádegi, garðurinn arfalaus og gamli fékk bjór að launum.  Góður díll það.

Farin að þrífa....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: tatum

Ég nennti ekki að setja niður stjúpur núna í sumarbyrjun.  Ákvað að hafa garðinn bara stjúpulausan til tilbreytingar.  En einn daginn sá ég að stjúpurnar sem ég setti niður í fyrra, vor bara komnar aftur og farnar að blómstra, ég held að þær séu bara fallegri í ár en í fyrra, vissi ekki að stjúpur væru tvíærar.

tatum, 29.6.2008 kl. 14:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband