19.9.2008 | 10:19
Stöð 2 hringdi í mig í gærkvöldi.
Ekki að það sé sérstaklega merkilegt að Stöð 2 sé að leita nýrra áskrifenda en þá var símtalið sem ég fékk í gærkvöldi frekar skondið.
Síminn hringdi semsagt heima hjá mér í gærkvöldi uppúr kl. 9. Gamli svaraði og þar sem var spurt eftir mér rétti hann mér símann. "Halló" segi ég. Þá er sagt hinum megin á línunni HÆ, þarna fóru kvarnirnar í mér á flug, einhver sem heilsar mér með "hæ", hlýtur að vera einhver sem ég þekki. Sem betur fer hélt stúlkan áfram eftir að ég hafði reynt að vinna mér tíma og svarað hæinu með hæ líka svona til að vera með. Semsagt eftir Hæ inu kom: "Ég heiti Rósa og er að hringja frá Stöð 2. Ætlaði að athuga hvort þú vildir vera með Stöð 2 í október?". Þar sem ég hafði ekki hugsað mér Stöð 2 í október sagði ég henni bara það. Rósa sagði OK og kvaddi. Eftir sat ég frekar undrandi. Þetta var skrítnasta sölusímtal sem ég hef á ævi minni tekið þátt í. Rósa gerði mér ekkert tilboð, ég hef ekki hugmynd um hvort "Stöð 2 í október" væri frí eða ég þyrfti að borga milljón fyrir "Stöð 2 í október". Er ekki alveg viss um að Rósa vinkona mín færi Stöð 2 marga áskrifendur. En Rósu til hróss, þá var hún kurteis og glaðleg.
Ég veit að það eru margir að velta því fyrir sér þarna úti hvað eru núna margir klukkutímar þangað til ég flýg af stað. Það eru 174.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.