Megrun hvað?

Við gömlu fengum okkur gervihnattadisk fyrir síðustu jól.  Síðan þá hef ég horft á ógrynni þátta um holdafar fólks, bæði um þá sem eru að springa úr spiki og líka um þá sem eru um það bil að horfalla. 

Einn slikan horfði ég á í gærkvöldi "skinny celebrety horror" eða eitthvað slíkt.  Get nú bara ekki orða bundist.  Er einhver með þokkalegu viti svona galin að taka þátt í þessu?  Jú frægar leikkonur út í heimi taka sér tak sérstaklega fyrir "award season" þ.e. þegar Oscarinn er afhentur, Emmy verlaunin o.s.frv.  þá fara þær í stranga megrun, gjarnan bara í 2 viku guði sé lof.    Upp voru taldir 5 vinsælustu megrunarkúrarnir.  Ég get ómögulega munað þá aumingja sem lentu í 4 og 5 sæti en svo komu:

3. sæti, Water cress súpa, þið munið fræin sem krakkarnir komu með svo hreyknir heim úr leikskólanum í blautri bómull, semsagt ein skál af slíkri súpu á dag, verði ykkur að góðu.

2. sæti og haldið ykkur núna:  bómullarhnoðrar, bleyttir í appelsínusafa.  Ha, hafið þið heyrt annað eins bómullarhnoðrar.  Þarna fór ég, áhugamanneskja um starfsemi líkamans að hugsa, hvurnig í veröldinni fara bómullarhnoðrar í gegn??  hmhmhm svar óskast.

1. sæti  Ekki borðað neitt.....  þið munið það voru 2 vikur.

Ó mæ god, hvað er að okkur.  Draumastærðin er auðvitað "size zero" þá eru gallabuxurnar 22" í mittið eða 55 cm.  hvað er langt síðan einhver ykkar þarna úti voru 55 cm í mittið. Ég hugsa að ég hafi verið kannski 12 og ég var horaður krakki.

Ég man nú hérna fyrir ekki svo mörgum árum að ég tók mér tak fyrir keppni að grenna mig í vissa þyngd.  Þá var allt stranglega reiknað út, það varð að vera nóg af kaloríum til að missa ekki kraft og vit, rétt magn af öllum næringarefnum svo líkaminn bara snérist ekki uppá móti öllu saman.   Við vitum að líkaminn þarf visst magn af hitaeiningum bara til að geta viðhaldið sjálfum sér.  Við erum svo auðvitað búin að skrumskæla þetta allt með allt og mörgum kaloríum í flestum tilfellum.  En svo eru hinir sem fara í öfuga átt.  Svelta líkamann.  Ég hélt að það væri alveg nóg af hungri í heiminum.  Að fullfrískt fólk stundi svona vitleysu er algjörlega fyrir ofan jú eða neðan minn skilning.

Þetta finnst mér að minnsta kosti. 

Mikið rosalega þætti mér gaman ef einhver skrifaði athugasemd.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bómullarhnoðrar í appelsínusafa...ég á bómulinn, spurning um að fara að fjárfesta í appelsínusafa....hmmmmmm - djö vibbi.

Solla (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 16:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband