9.10.2008 | 11:44
Skrifað í flugvélinni
Er á leiðinni heim akkurat NÚNA. Sit um borð í Icelandair flugvélinni Guðríði Þorbjarnardóttur. Var búin að skrifa langt blogg um ástandið á Íslandi þegar tölvan tók af mér völdin og fraus takk fyrir, ég þurfti að endurræsa og fína bloggið mitt týnt og tröllum gefið. Og þá er bara að byrja uppá nýtt og fitja upp á einhverju öðru.
Eigum við ekki bara að gera upp fríið? Góð hugmynd finnst mér. Það er búið að vera yndislegt að flestu leiti, fréttirnar að heima skyggðu auðvitað á yndislegheitin, en okkur tókst ótrúlega að njóta lífsins.
Þegar við fórum í Mall at Millenia að sækja skítbillegu gleraugun mín, þá var gengið nefnilega aðeins 94, þá sáum við aumingja Jóhannes í Bónus, sat hann ekki greyið svo framlágur við gosbrunninn. Við sáum ekki betur en hann hefði betlibauk í hendinni. Við strunsuðum framhjá honum, jú enda erum við ekki svo fín að þekkja hann prívat og persónulega. Við skutumst í gleraugnabúðina þar sem við hittum hann Andy, ljúflingurinn sá, sem dýrkar Björk, kannski ég segi ykkur frá honum seinna. Gleraugun æðisleg, nú er ég ekki lengur með samanlímdar glirnur á nefinu nei og nei. Jæja sáum Jóhannes greyið á leiðinni út aftur, ennþá sat hann við gosbrunninn en nú var hans betri helmingur mættur með nokkra poka undir hendinni. Þá skildi ég loksins af hverju hann sat svona hnípinn. Hann var náttúrulega að hugsa um hvað hann þyrfti að greiða fyrir innihald pokanna. Hann er auðvitað einn af þeim sem ber ábyrgð á Glitnis klúðrinu og allri óráðsíuni sem er að koma okkur á kollinni núna. OK við höfum geta sjoppað í Bonus á þokkalegum prís, en núna held ég að við séum að borga ríflega fyrir það. Nenni ekki að pirra mig meira yfir honum karlinum. Vona bara að hann geti sofið rótt. ......
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.