12.10.2008 | 16:50
Veit bara að þetta er ekki mér að kenna!!!
Ég er svo hundfúl út í ofurviðskiptajöfrana okkar. Mér sýnist þeir hafi verið að gambla með eigur okkar allra algjörlega án þess að vera undir nokkru eftirliti. Nei það má ekki hafa eftirlit með neinu svona. Ha ha, en þegar allt klikkar þá þarf ég að borga fyrir fínheitin þeirra. Ég var alin upp og hef alið stelpurnar mínar upp þannig að eyða ekki meiru en maður aflar og pabbi minn heitinn keypti sér aldrei neitt án þess að eiga fyrir því, nú eða sjá algjörlega fram á hvernig átti að borga fyrir. Þessi skoðun mín hefur síðustu árin þótt frekar gamaldags og púkó. Einhvernvegin held ég að Jón Ásgeir fari aldrei að vinna á lyftara, var þetta brandari dagsins..... Ég held að Jón Ásgeir og hans líkir fari ekki svo illa út úr þessu öllu saman, það verða meðaljónarnir eins og ég og þú lesandi góður, sem þurfum að borga með sparifénu okkar, sem bæ ðe vei við vorum svo vitlaus að setja í eitthvað "skothelt" sem bankinn okkar ráðlagði okkur endilega að gera.
Þetta finnst mér að minnsta kosti.
Jón Ásgeir: Fær ekkert út úr sölunni á Baugsfyrirtækjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
sammála vinkona, hann ætlar ekki að selja eignir sínar í bandaríkjunum. Lúxusíbúð í NYC á 30 milljón dollara, snekkjuna og allt það. Svo efast ég um að Jóhannes sé lengur með einhverja lyftara handa honum, hættur að vinna held ég-:)
sandkassi (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 21:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.