25.11.2008 | 12:19
Húsmóðirin stimplar sig inn.
Góðan daginn. Það er húsmóðir í Garðabænum sem skrifar. Engin vinna hjá mér í gær og ekki í dag. Veit ekki hvað verður á morgun. En ég er búin að vera svo önnum kafin í allan morgun að hið hálfa væri miklu meira en nóg. Núna er komið hádegi og ég er núna fyrst að setjast niður og kíkja á netið. Ég er brosandi út að eyrum, enda er ég svo ljónheppin að afkoma mín er trygg amk í bili. Gamli hefur nefnilega alltaf verið svo gamaldags að hann hefur unnið. Já ég segi unnið. Hann og félagar hans í fyrirtækinu hans, þið kannski vitið sum að hann á ljómandi gott byggingarfélag með tveim öðrum traustum félögum. Nema hvað í öllum hasarnum sem er búinn að vera í þeim bransa undanfarin ár, hafa þeir félagar þótt frekar halló. Á meðan félagar þeirra í bransanum hentu hömrunum og eyddu tíma sínum í það að keyra á milli verkstaða, telja pólverja og annan vinnulýð, þá voru mínir menn að störfum með sínum mönnum. En núna hrósa þeir happi. Þeir eru engum háðir, bankinn á þá ekki með húð og hári og þeir skulda ekki neinum neitt. Ég gæti trúað að núna verði þeir öfundaðir af mörgum. Það verður engin breyting hjá þeim að fara að "vinna" með sínum mönnum. Og á meðan sit ég og blogga brosandi eins og flón. En ef vinnan mín kemur aftur, þá stekk ég af stað. Ég trúi því ennþá að vinnan göfgi manninn.
Má eiginlega ekki vera að þessu hangi, það bíður mín þvottur í þvottahúsinu. Heyrumst kát. Já ekki má gleyma að ég þarf að strjúka yfir eldhúsgólfið.
Athugasemdir
Dollar Strax mun kynna aðgerðir sínar á næstu dögum. Við erum að smíða aðgerðaáætlun sem er til þess hönnuð að hafa djúp öflug áhrif á gang mála.
Eftir að við Loftur, Eyþór, María og ég funduðum með sérfræðingum í dag þá er ég mjög bjartsýnn á að hægt sé að koma vitinu fyrir stjórnvöld með mjög hnitmiðuðum aðgerðum. Það er hægt að hlífa fólkinu í landinu við að missa heimilin sín. Það er hægt að gangsetja björgunaráætlun strax.
Ekkert meira verður gefið út um málið að svo stöddu en fréttir verða af málinu vonandi á morgun eða hinn.
Stay tuned,,,,
sandkassi (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 02:53
Kristín Katla Árnadóttir, 3.12.2008 kl. 11:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.