Blog 1 úr Leifsstöð

Jæja, þá er ég hætt að blogga um: stjórnmál, þjóðmál, kreppumál, leiðindamál og hvað annað sem er mér til ama.  Nú ætla ég bara að blogga um yndislegheit.    Hérna sit ég almúginn á Saga Lounge og læt dekra við mig.  Rauðvínsglasið við hendina og flottar veitingar.  Fyrir höndum er 8 tíma flug til Paradísar og ekki kvíði ég fyrir.  Við gömlu erum að fara í heilar 3 vikur og erum svo heppin að stubban okkar kemur á föstudaginn og sú brottflutta kemur úr ród trippinu sínu á Þorláksmessu.  Við erum svo heppin að þau vilji öll vera með okkur.  Hvað haldiði að við ætlum að gera í fyrramálið kl. 9:32?  Jú við ætlum í golf og ég á ekki von á að við verðum með sultardropa í nefinu.  MMMMM.  Ég ætla að reyna mitt besta að vera í fréttabanni alla ferðina, ég get ekkert gert, nema að hafa áhyggjur og það er bara leiðinlegt í fríi.  Þótt ótrúlegt sé, þá held ég að þótt ég fari af landi brott þá skipti það ekki meginmáli í lífinu á Íslandi.  Auðvitað hef ég áhyggjur að mín verði sárt saknað í vinnunni, það væri nú ómögulegt annað  !!!!  Þið dirfist ekki að vera glöð að losna við mig !!!

Ætla að vera dugleg að blogga ef ég hef tíma, við gömlu ætlum kannski að taka bílpróf í Ammmmeríkunni ó mæ god og mér heyrist gamli vera heitur að skreyta, amk hlakkar hann til að setja ljós í trén okkar án þess að vera með frosna putta.

Hætt í bili, þetta blogg tekur allt of mikinn tíma frá rauðvíninu.  Tjá, heyrumst fljótt


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband