Úrvals fréttaflutningur hvar sem er!

Las á Visir.is frétt um svindl verktaka á íbúðalánasjóði.  Þar sem mér er nú málið skylt, þar sem ég og minn maður erum að rembast við að reka verktakafyrirtæki, las ég áfram.  Jú í fréttinni var talað um hvernig verktakar búa til félag um leiguíbúðir, taka lán til leíguíbúða og láta svo leigufélagið fara í þrot.

Þetta stóð á visir.is:

Tökum dæmi

Verktakafyrirtæki byggir íbúðablokk. Sama verktakafyrirtæki stofnar síðan leigufélag.

Leigufélagið fær 90 prósenta lán frá íbúðalánasjóði til að kaupa blokkina. Öll áhættan færist þannig yfir á leigufélagið sem einfaldlega fer í þrot ef ekki gengur að selja íbúðirnar.

Verktakinn fær hins vegar peninga og getur haldið áfram að byggja íbúðir - stofnað nýtt leigufélag og svo koll af kolli.

Heimildarmenn fréttastofu segja að þetta hafi tíðkast í nokkuð langan tíma og að þannig hafi verktakafélög notað íbúðalánasjóð til að fjármagna að hluta þensluna á fasteignamarkaði

Þar sem við höfum nú í 6 ár rekið svona leigufélag þótti mér þetta einkar áhugavert.  Ég fór á vef íbúðalánasjóðs og las mér til.  Þar stendur:

  • Allt að 80% af byggingarkostnaði eða kaupverði íbúðar
  • Aldrei hærri en 80% af hámarksverði íbúða, samkvæmt reglum Íbúðalánasjóðs.

Takið eftir 80%, hvaða verktaka hefur tekist að kreista 90%  lán út úr íbúðalánasjóði?  Einnig hjó ég eftir því að leigufélagið fær lánið og það fer "einfaldlega" í þrot ef ekki gengur að "selja" íbúðirnar.  Í reglum íbúðalánasjóðs segir líka að óheimilt sé að hafa eigendaskipti á íbúðunum án þess að þær verði áfram leiguíbúðir eða íbúðalánasjóður samþykki yfirtökuna. 

Lánin eru að sjálfsögðu með veði í íbúðunum og munið eftir að lánsupphæðin var 80% af kostnaðarverði.  Þegar leigufélagið fer í þrot þá hlýtur íbúðalánasjóður að eignast íbúðinar. 

Ég er kannski svona voðalega treg en ég sé ekki hagnað verktakans af þessu brölti, nema það að stofna nýtt félag, sem kostar pening skv fyrirtækjaskrá kr. 88,500, kannski ekki voða há upphæð en ef félag er í kröggum er þá ekki hver króna dýrmæt?

Það sem ég sé er að ágætis félög í mínum bransa þ.e. verktakabransanum eru að veslast upp.  Iðnaðarmenn og aðrir starfsmenn þessara félaga eru að flykkjast á atvinnuleysisbætur.  Margir sjá ævistarfið sitt gufa upp.

Og hvað sjáum við ný stjórnvöld gera?  Jú það sem stendur uppúr er að reka Davíð Oddsson og það var skipt um stjór LÍN.  Jú ég ætla ekki að gera lítið úr því að það var undirrituð "viljayfirlýsing" takið eftir "viljayfirlýsing" um að klára ætti tónlistarhúsið.  Mér er eiginlega slétt sama um tónlistarhúsið, en ég sé þar 600 störf.  Það eru 600 menn sem þá fá launin sín fyrir heiðvirða vinnu.  Við erum að borga þeim laun í staðinn fyrir að borga þeim atvinnuleysisbætur.

Er farin að taka fréttum um ALLT með miklum fyrirvara


mbl.is Fallandi fasteignaverð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er nú ekki mikið afrek fyrir þokkalega klára karla að krækja í aukapening og þessi leið er nú örugglega ekki sú erfiðasta sem rætt er um í fréttinni. 

Ég geri nú ráð fyrir því að þessi mál verði skoðuð eins og svo margt annað skrítið í þjóðfélaginu og með því verða þeir saklausu hreinsaðir en þeir seku dæmdir.

Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 10:51

2 Smámynd: María Richter

Kannski ekki erfitt, en rangfærslurnar í fréttinni vöktu athygli mína og þá í framhaldinu hugsaði ég með mér um allar hinar fréttirnar sem eru á ferðinni með rangfærslur kannski miklu meiri en þessi.

María Richter, 5.3.2009 kl. 10:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband