Er búin að spá svo mikið.....

Það vilja bókstaflega allir fara á þing.  Það er bara engin hemja.  Ég er næstum klökk yfir öllum þeim stuðningi sem ég hef fundið fyrir eftir að ég viðraði hugmynd mína um þingsetu.  Að einhver gæti hugsað sér að ég myndi eiga erindi á þing er stórkostlegt.  Kærar þakkir kæru stuðningsmenn.....  Ég er enn sannfærð um að skoðanir mínar eru þær hárréttu.  Ég snobba ekki fyrir nokkrum manni og tel mig hafa margt til málanna að leggja.  Ég er fullkominn lýðræðissinni, fordæmi alls kyns byltingar, hvaða nafni sem þær kunna að nefnast.  Ég sætti mig meira að segja við ef meirihluti þjóðarinnar kýs tóma vitleysu,  þið munið að mínar skoðanir eru þær hárréttu og þar af leiðandi ef þær hljóta ekki brautargengi þá unnu vitlausar skoðanir.  En ég beygi mig hiklaust undir vilja þjóðarinnar.  Ég reyndar er pínu smeyk við að núna komi alls konar fuglar inná þing sem þangað eiga bara ekkert erindi.  En ég beygi mig líka undir það.  Ef ég hef ekki djörfung í mér til að bjóða mína krafta fram þá verð ég að lúta vilja þjóðarinnar.

Því spyr ég enn og aftur:  Á ÉG AÐ BJÓÐA MIG FRAM???

Er að meina þetta í fúlustu alvöru.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mín kæra, ég myndi nú tæplega kjósa þig enda tel ég mínar skoðanir þær hárréttu og allt annað tóma vitleysu. En margir eru meiri fuglar en þú og af þeim sökum fyndist mér að þú ættir að bjóða þig fram ef það er það sem þig langar til að gera. Gæti trúað að mæðgnakonseptið sem ERJ nefnir gæti komið sterkt inn!

Hallóa (IP-tala skráð) 1.3.2009 kl. 23:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband