Ofur blíða

Í dag eru 33 gráður hérna fyrir utan.  Það er eiginlega of heitt til að vera mikið úti við.  Er samt búin að gera mitt og eyddi smástund á bekknum rétt áðan.  Þetta er óvanalega heitt á miðað við árstíma, en ég kvarta sko ekki, ekki væri betra að vera í suddanum heima. 

Svei mér þá ef sólin hefur ekki þurrkað upp allt mitt ímyndunarafl, ég er gjörsamlega laus við að vita um hvað ég á að blogga. Svo ég hætti kannski bara.

Annars ætlum við gömlu að skutla okkur í Posner Park á eftir, okkar vantar ýmislegt smálegt svona rekstrarvörur sem kosta hönd og fót heima á Íslandinu litla.  Erum búin að fara í golf, að sjálfsögðu og á eftir fengum við okkur salat á Applebee's.  Semsagt bara huggulegt einn daginn í viðbót hjá okkur.  Það er eiginlega ótrúlegt að við séum hálfnuð með fríið okkar núna í þetta skiptið.  Þessi yndislegi tími líður allt of fljótt, væri til í að vera hérna miklu miklu lengur, en ég verð að fara heim.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú þið gætuð skroppið í golf ? grrr

Enjoy - rétt ! nóg af sudda framundan

krissi (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 19:25

2 identicon

Aldrei getur maður verið ánægður.  Hér er of kalt til að vera úti, glampandi sól og enginn hiti, en eins og segir 'ekkert er fegra er vorkvöld í Reykjavík'  Fallegt vorkvöld, Esjan hvít niður í miðjar hlíðar.  Maður situr við gluggann og nýtur útsýnisins.  Njótið lífsins

Milla systir (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 19:27

3 identicon

Ég býst við að þú fáir að kynnast því að sitja í lítilli flugvél í 33 stiga hita, eftir það kemur þér til með að finnast fínt að sitja í hitanum við laugina.  Eg er búinn að fara tvisvar að fljúga og það er eins og ég hafi ekki sleppt því í einn dag, hlakkar mikið til að fara með ykkur í flug og hlakkar líka rosa mikið til að koma á bonville á mánudaginn.  Er ekki florida bara fín??????

Flugfrændinn (IP-tala skráð) 10.5.2009 kl. 01:38

4 identicon

Vera út, njóta sólarinnar og hitans.  Ef það verður of heitt, skella sér í laugina, skella í sig ísköldu bleiku stöffi.  Kærar kveðjur, njótið lífsins

Milla systir (IP-tala skráð) 10.5.2009 kl. 19:03

5 identicon

Ætlar mín að fara í flugtúr með flugfrændanum????

Það verður ekki flókið fyrir mína, sem hefur flogið í innanlandsflugi á Kúbu.  Vildi gjarnan vera með ykkur.

Milla systir (IP-tala skráð) 10.5.2009 kl. 19:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband