Himnarnir opnuðust og ég fór í mollið

Í dag gerðist það.  Það hellirigndi.  Og þá notuðum við tækifærið ég og frú ferðafélagi.  Vð fórum í mollið!!!  rétt eftir að við lögðum af stað byrjaði að rigna og viðeigandi þrumur og eldingar fylgdu með.  Við komumst þokkalega þurrar í mollið og þá byrjaði veislan....  Við gerðum þvílíkt góð kaup.  Kjóllinn sem ég tímdi ekki að kaupa um jólinn, sem kostað rúmlega $22 kostaði núna $10,  Well ýmislegt fallegt var sótt

Var búin að skrifa ótrúlega flott blogg, en ég hef ekki græna glóru hvernig mér tókst að láta það hverfa.  Von að þetta hangi lengur.

Get svo svarið að ég sofnaði áður en ég kláraði þetta blogg, svo erfitt er að fara í mollið og svona...

Það rigndi í rúma 4 klst og ekki veitti af, hér hefur ekki rignt neitt af viti síðan í apríl.  Eitthvað öðruvísi en heima á Fróni...   Og það á að rigna meira í dag.  Og rigningin er heit.  En hún á eitt sameiginlegt með rigningunni heima:  hún er blaut.

Nú sofnaði ég ekki.  Þarf að drösla mér á lappir og getið hvað ég er að fara að gera??? 

Jú er að fara að spila golf.  Fengum Celebration á $35  sem er venjulega rúmlga $100 völlur, en við förum sko ekki að kaupa okkur inná einhverja svoleiðis okurvelli.  En $35 er flott.  Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

fórstu í Floridamall eða milleniamollið???

hvar færð þú kjól á 10???

eru einhverjar útsölur í gangi nuna???

ekki það að ég sé að fara að versla eitthvað sko;)

Ólína (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 17:58

2 Smámynd: María Richter

Ég fór í Florida Mall og fann kjólinn á sprengju bombu tilboðsslánni í Papaya....  Margt huggulegt hægt að fá þar.  :)

María Richter, 13.5.2009 kl. 23:15

3 identicon

Þú verður að kenna flugfrúnni á sprengjubombusölurnar.  Hér er ROK á hraðferð.  Hvín í öllu rétt eins og um hávetur.  Njótið lífsins.

Milla systir (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 23:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband