Flugfjölskyldan kom í gær.

Og þá var kátt í kotinu.  Litla flugfrænkan er heldur betur búin að hrista af sér feimnina og lék við hvern sinn fingur.  Við átum dýrindis steik og áttum yndislegt kvöld.  Það var fjölmenni því ferðafélagarnir voru líka í heimsókn.

Í morgun fór svo flugfrændi með okkur í golf.  Það var verulega heitt og rakt en eins og vanalega var gaman í golfinu.  Mér gekk bara alveg þokkalega.  Ég held að ég sé aftur að ná einhverjum tökum á þessu.

Ætluðum að horfa á Jóhönnu Guðrúnu í Eurovision en skv ruv.is geta bara islenskar tölvur horft....:(  hvaða bull er það eiginlega.  Ég finn hvergi á Eurovision síðunni neitt um hvar við getum horft.  Ef einhver veit þá endilega sendið mér slóðina.  Það verður vel þegið.

Ég og ferðafélagafrúin vorum jafnvel að hugsa um að skutla okkur smá í mollið á eftir.   Veit samt ekki hvað ég ætti eiginlega að kaupa því eins og vanalega vantar mig ekki neitt.  En við sjáum bara til.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk kærlega fyrir okkur, að venju yndislegt að koma á Bonville Drive.  Vona að veðrið verði skárra út vikuna svo ég geti skutlast með ykkur í smá útsýnisferð yfir mið flórída.

Flugfrændinn (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 01:58

2 identicon

Heyrðu, ég er búin að downloada þessu. :) Getur séð þetta þegar þú kemur heim. ;) Eða downloadað af icebits.is, þarft þá að stofna aðgang en það er ókeypis.

Andrea (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 00:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband