Nú verðum við hátt uppi!!

Við erum nefnilega að fara að fljúga með flugfrænda um hádegi á morgun.  Ég hef nú ekki komið um borð í svona litla rellu síðan ég var bara smástelpa og flaug með flugbróður um himingeiminn.  Þetta verður spennandi.  Við fórum í þyrluflug í góðærinu í fyrra og það var algjörlega frábært svo ég vænti mikils af þessari flugferð.  Allt er svo öðruvísi úr lofti og verður gaman að sjá svæðið hérna úr lofti. 

Svo erum við að fara út að borða með honum Jason í kvöld.  Við ætlum á Kobe stað hérna 20 mín í burtu.  Við höfum ekki hitt Jason í nokkurn tíma og verður spennandi að sjá hvort hann hefur bætt enn meiri mör utan á sig en síðast þegar við hittum hann. 

Núna er glampandi sól og blíða og ég ætla á bekkinn í smá stund það má ekki vannýta þessar sólarstundir sem við eigum eftir, þær eru víst ekki svo margar  :(


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Notaðu bekkinn - ekki spurning, nóg af hinu á klaka -

Farið varlega í smá-rellum. Fljúið lágt og hægt / enga stæla.

Flaug einni slíkri fyrir löngu með pabba og Magnúsi á stöðinni - sem sagt fyrir löngu. Það var einmitt SÚ vél / vélin hans Magnúsar. -

Rok og rigning og 10°C / "sumarið komið" segja landar mínir ! ufff

krissi (IP-tala skráð) 15.5.2009 kl. 18:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband