21.4.2013 | 19:04
Duldið andlaus.
Það er svo skrítið hvað mér dettur ýmislegt í hug, þegar ég er akkurat ekki nálægt tölvunni. Ég svoleiðis fæ fullt fullt af hugmyndum í kollinn, en þegar ég svo sest niður þá er allt bara púff horfið úr hausnum á mér. Ég svoleiðis skil þetta ekki, hvert ruku allar fínu hugmyndirnar mínar. Ekki út í veður og vind, því veðrið er yndislegt, dálítið svalt í morgun en núna skýjað og bongo blíða. Á von á að setjast út á eftir aðeins að updeita hvað stjörnugreyin eru að bardúsa, alltaf nóg af fréttum um þetta fólk, sumir eru að springa úr spiki aðrir að horfalla, einn í ástarsorg og hinn alveg að springa úr ást. Nóg er af óléttum og meira að segja Halle Berry sem er nú hátt komin í fimmtugt, held að ræfillinn sé 46. Mér finnst það næstum dónalegt og fæ næstum hroll að hugsa til þess að ég sjálf væri með 6 ára .....
Við gömlu kláruðum garðvinnuna, svo nú er nýtt kurl í öllum beðum og við sátt.
Nú held ég að vorverkum í Bonville sé lokið og við búin að kovera það sem við ætluðum að gera og þá er bara að slaka á. Ekki það að við höfum verið í einhverju stresskasti eða brjáluðum framkvæmdum, en það þarf alltaf að laga eitthvað smávegis.
Og stóru fréttir dagsins. Ég vann í dag.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.4.2013 | 23:55
Hann var svalur í morgun
Brrrrrr það var sko kalt á Floridastandard í morgun þegar við gömlu drifum okkur í vinnuna. Svo kalt að frúin smeygði sér í smá treyju með löngum ermum og það hefur nú bara ekki gerst lengi lengi. Þegar gamli var svo búinn að vinna mig einu sinn enn, þá var ennþá ekkert sérstaklega fínt veður svo við brugðum okkur bara í búð. Það er nú alltaf svo uppbyggjandi fyrir sálartötrið að versla pínu, kannski ekki eins heilbrigt fyrir kreditkortið en sálartötrið mæ god bara gaman. Komum heim með ýmislegt smálegt allt bráðnauðsynlegt á nútímaheimili hjá nútímafólki.
Well svo kom að daglega málinu: hvað skal skutla í vömbina á sér í kvöld? kannast einhver við þetta. Dálítið flóknara en hjá voffunni, sem bara slafrar í sig sama gröbbinu alla daga, ekki öfunda ég hana. Í kvöld verður það Tilapia, dásamlegur fiskur og nokkrar risarækjur með. Við ætlum svo að skola þessu niður með ljúfu hvítvíni. Við erum sko ekki illa haldin matarlega hérna í USAinu frekar en vanalega og enn og aftur er ég ekki við stjórnvölinn í eldhúsinu. Ég hef ekki eldað eina einustu máltíð, ég hef lagt á borðið og gengið frá en þar með er mínum afskiptum af eldhússtörfum lokið. Gamli ræður þar ríkjum.
Úff sorrý, verð að þjóta, það er verið að kalla á mig í matinn.
Skál
Halló, væri svo ekki gaman að kommenta, amk þykir mér það obboð gaman.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.4.2013 | 22:57
Vinni vinni vinn
Þar kom að því að við gömlu tókum til hendinni.
Eins og vanalega var grillið ógeð svo gamli tók það verk að sér að gera það hreint og fínt. Ekki var hann búinn þá, nei ó nei, það var ýmislegt smálegt, sem þurfti að huga að, maður er nú ekkert smá heppin hvað hann er handlaginn maðurinn. Ekki ætla ég að gleyma henni mér. Ég tók fram grænu fingurna, við keyptum 2 blóm svona líka voðalega krúttleg og ég potaði þeim í jörðina og hlakka mikið til að njóta þeirra í framtíðinni. Vonandi fer betur fyrir þeim, heldur en greyinu sem við plöntuðum um árið, keyptum 3 en bara 2 lifðu af vistina og lifa enn. Setti svo þetta yndislega nýja kurl í beðin og svo ýmislegt smálegt sem myndarlegar húsmæður hrista fram úr erminni.
Mér finnst vera farið að styttast óhugnalega í ferðinni, finnst við bara næstum vera á leiðinni heim á morgun, en við eigum 11 daga eftir og ætla ég sko að njóta þeirra eins vel og ég mögulega get, sötra bleika stöffið á daginn og fylgjast með hvað gerist hjá stjörnunum, vitið ég held að hún Kim sé að springa, greyið þótt hún sé ólétt, þá er bossinn á henni orðin húmongus get svo svarið það. Og vissuð þið að Angelina og Brad eru víst búin að gifta sig? Svo var ég að sjá hvað óléttan hjá henni Kötu Middelton gerir hjónabandinu gott. Svona er algjörleg ómissandi að fylgast með lífinu hjá stjörnunum.
En núna er komið að erfiðu ákvörðuninni...... eigum við að éta heima eða eigum við að steðja út? nenni ekki alveg að hugsa um það strax, ætla bara að kúra mig pínu, skola svo af mér skítnum og þá er ég reddí í ákvarðanir
og hana nú
Og svona í restina ..... hver haldiði að hafi unnið í dag? HÚN ÉG VANN
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.4.2013 | 18:40
Ródtripp.....
Jey við gömlu fórum í ródtripp....... áfangastaðurinn St Augustine en á leiðinni spiluðum við auðvitað smá golf í Palatka. Gvöð hvað þetta er skemmtilegt. Þarna var "lókal" völlur við fíluðum okkur eins og þetta væri okkar eigin einka golfvöllur, ekki slæmt. Golfið hm hm hm, man eiginlega ekki eftir hvernig það var, en ég man við vorum skellihlæjandi þegar því var lokið.
St Augustine.................... dásamlegur bær. Dagur 1 punktur. Trítlum í bæinn sem er sko 500 ára gamall cirka bát. Þetta er algjörlega yndislegur bær, við löbbum og löbbum og erum algjörlega í sælu. Svo heyrum við konusöng á lofti, við þangað. Þar hittum við hana Katherine Archer. Sú er algjörlega frábær tónlistamaður. mæli með að kíkja á vefsíðuna hennar: http://www.katherinearcher.com/. Fengum okkur samloku og hlustuðum og hlusuðum. Maturinn ekki eins góður og tónlistin. En St Augustine er gimsteinn sem allir Floridafarar ættu að heimsækja. Gamli bærinn þar er engu líkur. Og það er svo skemmtilegt við kanann að það eru alls staðar skilti sem segja manni hvað gerðist hvar og ég tók mynd af næstum öllum skiltum sem ég sá. Við fórum í draugatúr obboð skemmtilegur og við fórum í sætsíing líka obboð skemmtilegt og við fórum í vínsmökkun, þið vitið svona kúltiveraða smá sopi af fullt af vínum, við fórum út að borða og við löbbuðum og löbbuðum. Við meira að segja hittum Katherine aftur, borðum á Harry's og þar fékk ég dásamlegar rækjur með krabbakjöti mmmmmmm og sátum bara við hliðina á Katherine, spjölluðum við hana og nutum.
Þið sjáið að við fíluðum St Augustine alveg í tætlur. Það er svo gaman að heimsækja svona bæ sem slær alveg í gegn, fólkið alveg frábært og bara allt í fínu lagi.
Ok við gistum svo sem ekki í neinum luxusheitum, en komm on, við vorum frábærlega staðsett og herbergið okkar var hreint og rúmið gott. Við gömlu viljum frekar gista ódýrt og eyða meiri aur í lífsins lystisemir. Var þetta ekki flott?
Jæja, keyrðum heim í gær og auðvitað var yndislegt að koma heim. Það er svo yndislegt hérna hjá okkur í Bonvillinu.
Og svona í restina: Ég tapaði í morgun en ég ætla bara að vinna á morgun.....
Kommenta svo
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.4.2013 | 15:40
Bleika stöffið.
Krúttið hún Milla miðsystir var að hafa áhyggjur af bleika stöffinu. Ég hef víst ekkert minnst á það. En auðvitað er alltaf nóg af bleiku stöffi á þessu menningarheimili. Það er eins nausynlegt að eiga bleikt stöff í mínum ísskáp tja eins og, hvað skulum við segja, veit bara ekki hvað er eins nauðsynlegt og bleikt stöff í Bonville.
Bonville bændur ætla á morgun að leggja land undir fót. Við erum orðin svo ævintýragjörn að hið hálfa væri miklu meira en nóg. Við ætlum að skötla okkur til St Augustine hérna rétt fyrir norðan okkur. Þetta er elsta borg Florida, fullt af gömlu góssi, lúnum húsum, æi þetta er næstum hætt að vera spennandi. En við ætlum að skvera okkur af stað í fyrramálið. Og auðvitað ætlum við að spila golf, hvað annað?
Svo bara svona smá veðurrepport. Hér er rjómalogn, hiti nálægt 30 kallinum en engin sól. Ég er að bíða eftir að fá hádegismatinn, það er pizza í dag en ég er ekki að sjá um eldamennskuna, enda væri það dálítið snúið þar sem ég er að blogga. Það sér það hver heilvita maður að maður bloggar ekki um leið og maður reddar pizzunni í ofninum.
Og svona í restina...... ég tapaði aftur í morgun
Óver and át
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.4.2013 | 20:35
Íslenska landsliðið aftur
Gvöð hvað ég vona að ég hætti að herma eftir strákunum í sparkinu. Aftur tapaði ég í morgun, er orðin drulluhrædd um að ég jafni metið þeirra 14:2, reyndar er ég ekki að keppa við Dani, bara gamla, en mikið djö..... er hann mér erfiður . Er algjörlega að verða ráðalaus með að tjónka við hann á golfvellinum. Að öðru leiti er hann alveg ágætur greyið en hann mætti vera aðeins verri í golfi, eða kannski ætti ég að verða betri.
En á morgun, verður allt betra, því á leiðinni heim í morgun, komum við í golfbúðinni og ég keypti mér sigurlaunin frá keppninni í haust. Ég fékk þennan líka yndislega flotta golfpoka, nú er minn gamli upplitaði og þreytti kominn á eftirlaun. Þetta hlýtur að gera gæfumininn, ætla amk að trúa því að ég rúlli gamla upp eins og rúllupylsu á morgun. Reyndar ætlum við á Providence, sem hefur nú ekki það orðspor að vera sérstaklega vænn við frúna. En það verður breyting á. Ég get ekki verið þekkt fyrir að vera eins og fífl með nýja pokann.
Annars allt í ljómandi lagi hjá okkur gömlu. Sitjum við imbann og horfum á þessa flínku í golfi á Masters og mikið obboð eru þeir flinkir. En þeir sýna ekki eins tilþrif eins og frúin nei o nei. Alltaf svo fjölbreytt golfið hjá minni.
Er svo að vona að ég fái steik í kvöld.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.4.2013 | 17:54
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta og ég....
Hvað skyldum við eiga sameiginlegt? Jú við förum í hvern leik algjörlega sannfærð um að vinna...... og það gerist sjaldnast æi æi æi, ég tapaði aftur í dag. En ég vann í gær jey jey jey olei olei olei. Ekki með neinum glæsibrag en ég drattaðist til að vinna samt.
En dagurinn í gær var obboð góður. Frúin byrjaði á ferð í búð. Kom nú samt heim næstum tómhent, get svo svarið það, hvað er eiginlega í gangi? mér þykir allar tuskur svo ljótar, hvort sem er heima eða í Target, held ég sé algjörlega að missa að, er að hugsa um að drífa mig í mollið á eftir, gamli ætlar að glápa á Masters. Vona að það sé eitthvað huggulegt til í mollinu.
Vitið í gærkvöldi var enn ein matarhátíðin. Gamli eldaði (einhver hissa?) og ég fékk krækling og rækjur, ég næstum slefa við tilhugsunina, þetta er algjört nammi og ekki skemmdi fyrir að skola yndislegheitunum niður með ljúfu hvítvíni. Svo er snemma í bólið og snemma á fætur.
Í dag er rok, hann var svalur í morgun og ennþá er rok en orðið hlýrra... hvað skal þá gjöra? FARA Í MOLLI jey jey jey vonandi að tuskurnar séu fínar þar
Óver and át
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
10.4.2013 | 18:17
Þarf eiginlega að fá mér hatt !!!
Og afhverju skyldi ég eiginlega þurfa að fá mér hatt?
Jú munið stóru orðin í gær, ég ætlaði að rúlla gamla upp? Taka hann á taugum?, well eins og staðan er núna í stóru golfkeppninni þá er hún 2 - 0 og ekki mér í hag get svo svarið það. En keppnin er ennþá ung og ég er ekki búin að gefast upp, MINN TÍMIN MUN KOMA.
En hvað sem öllu andsk..... golfi líður þá var steikin í gærkvöldi guðdómleg, veðrið yndislegt og félagsskapurinn bara fínn takk fyrir, reyndar var hann fullur af sigurvímu en ég leyfði honum bara að eiga sína stund. Hann á eftir að vera í mínum sporum já o já á morgun verður minn tími og þá........
Sólin bíður börnin góð, ekki meira í dag og hana nú
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.4.2013 | 13:38
Dagur 1 punktur
Okkur var hleypt inní draumaland allra án nokkurra málalenginga. Hressileg tilbreyting. Við erum svoleiðis úber lúxusrottur að við vorum svoleiðis lang lang lang fyrst að komast í gegn og út. Enginn farangur að þvælast fyrir okkur. Lentum 20:45 og vorum komin heim í hús 22:30, held að þetta sé nýtt met.
Veðrið algjörlega fullkomið en þegar við komum heim, var loftkælingin uppi ekki að virka o mæ god. Hvurnig á maður að sofa í hitabeltinu og engin loftkæling? varla með lokuð augun eða hvað. He he við gömlu dóum nú ekki ráðalaus notuðum bara gamaldags ráð.... við opnuðum gluggana og þar sem það var svalt úti þá dugði þetta ljómandi ásamt viftunni og við hrutum eins og hross, hef reyndar ekki græna glóru um hvort hross hrjóta böt hú kers?
Við dyrnar biðu pakkar jey jey, mín farin að sjoppa jafnvel áður en hún lendir. Nýju golfskórnir mínir komnir. Þið vitið, mig bráðvantaði svo golfskó hér, þeir gömlu eru orðnir verulega fönkí. Ég obboð glöð. Þangað til ég kíkti í skápinn með golfdótinu. Þar brostu til mín NÝJU golfskórnir sem ég keypti mér í haust, þið munið af því að þeir gömlu voru orðnir svo fönkí. Alla malla hvað maður er orðinn fönkí í hausnum, jæja en hvað ég er heppin, nú á ég tvenna svona líka flotta golfskó hérna, það skiptir öllu máli að vera flottur á fótunum.
Erum akkurat núna að bíða eftir gestum. Við eigum von á vinum sem eru að fara heim í kvöld, greyin. Þau eru svo sæt að ætla að kíkja við hjá okkur. Og svo tekur alvaran við. Við erum að fara í golf. Golfkeppnin ógurlega hefst formlega í dag. Og ég ætla að vinna aftur. Og ég ætla svoleiðis að taka gamla á taugum að hann sér aldrei til sólar. Og ég ætla að rúlla yfir hann. Úff ætti kannski að spara stóru orðin.
Kommentið nú elsku vinir.
Óver and át
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.4.2013 | 11:48
Amerika, here I am !!!
Jæja góðir hálsar. Sit hér í flugvélinni sem ber eldstöðvarheitið Hekla. Flugtíminn er 7:20, nokkuð stutt í dag og þykir frúnni það ekki slæmt. Eins og vanalega er flugvélin smekkfull af allskonar fólki. Við reyndar komum svo seint um borð að við erum ekki búin að sálgreina meðfarþega okkar, en væntanlega eru allir ákaflega ljúft og elegant fólk, sem passar ljómandi við okkur gömlu. Við erum að leggja af stað í 3ja vikna frí. Vorferðin árlega er að hefjast, en miklu fyrr en vanalega, við erum orðin svo nýungagjörn að hið hálfa væri nóg. Reyndar var húsið okkar bókað þegar við vildum fara, svo við bara aðlögum okkur að því og ekki spurning.
Það er eins og vanalega keppni í golfinu, ég á titil að verja og ég veit að sá gamli ætlar ekki að gefast upp fyrr en í fulla hnefana, en það ætla ég heldur ekki að gera svo ég á von á skemmtilegri og vonandi jafnri keppni.
Jæja aftur að fluginu.... ennþá er rjómalogn enda erum við rétt komin í loftið. Eftir ca 90 mín, þá munum við hristast, alveg eins og vanalega, á ekki von á neinni breytingu þar. Svo eftir smá hristing verður aftur rjómalogn alveg til lendingar ......................... og þá erum við næstum því komin heim. Og nú er ég alvarlega farin að hlakka til.
Öpdeita seinna, ætla að horfa á mynd með Söndru Bullock.
P. s. Heyri barnsgrát og hann berst frá Saga class, get svo svarið það... óver and á í bili
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)