Sá tuttugasti og þriðji stimplaði sig inn í morgun.

Leit nú bara ágætlega út í morgun þegar við voffan skutluðum okkur út.  Ég var að spuglera eins og oft áður, hvort ég gæti ekki bara hengt út.....  voffan í fínum gír hélt sínum spuglurasjónum alveg út af fyrir sig.

Tókuð þið eftir að ég var að spá í hvort ég gæti hengt út?  Er þessi kona, þ.e. ég alveg með þvott á heilanum?  kannski, en ég vildi að ég gæti haft hann úti á snúrum núna.  Mér varð ekki að ósk minni því það byrjaði að rigna í spássitúrnum.  Vonandi bara skúr í þetta skiptiðCool

Nú er átakinu "hjólað á ógnarhraða á göngustígnum" augnýsinlega lokið, það var bara einn, já aleinn hjólari á stígnum í morgun, allir þeir sem , voru svo góðglaðir og brunuðu í vinnuna á hjólunum sínum, alveg handvissir um að NÚNA  væri þetta komið, héðan í frá hjóla ég ALLTAF í vinnuna.  Well þeir eru farnir af stígnum, trúi ekki að þeir séu allir hættir að vinna eða komnir í sumarfrí, nei ég held að þeir séu búnir að parkera hjólunum sínum snyrtilega í geymsluna, skutla hjálminum aftast í skápinn og farnir að keyra aftur í vinnuna.  En framtakið var gott, það voru þó þessir nokkru dagar sem hjólið var tekið fram og þótt ég og voffan höfum oft verið pínu pirraðar yfir öllu þessu hjólaliði, þá var þetta skemmtilegt.  Ég hef oft látið mér detta í hug að við voffan færum í hjólatúr, en hún er svo obboð vitlaus í samskiptum sínum við reiðhjól, sælla minninga, þegar gamli fór með hana í túr á hjólinu sínu.  Þið munið, hún á stíginn og ekki bara okkar stíg, heldur alla stíga sem hún stígur sínum virðulegu þófum á.  Jæja, hann á hjólinu og hún á þófunum.  Kemur ekki einhver hundur, sem augsýnilega hafði ekki hugmynd um eignarhald stígsins.  Mín þurfti auðvitað að athuga málið og skýra út fyrir þessum heimska hundi hver ætti stíginn.  Það var bara eitt smáatriði sem hún klikkaði á,  hjólið, þið munið gamli var á hjóli.  Obbosí og hann hjólaði á hana!!!!!  Hún slasaðist ekki mikið, var pínu aum í nokkra daga en svo var það búið.  Þetta minnir mig á að ég reyndi svo að losna viið hana í vor...  æi æi æi, hún átti að hoppa uppí bílinn, afturí þið vitið en ég var akkurat í sömu mund að loka framhurðinni, einhver misskilningur á ferðinni því þegar ég skellti hurðinni var lítil hundstík á milli.  Og núna meiddi frúin sig.  Mikið mar, svo svöðusár á síðu og brotið hjarta hurðarskellarans.  Oj Oj OJ  fæ hroll við tilhugsunina.

En krakkar er ekki sumarið komið núna ?  Ég held það 


Föstudagur númer 22 er fokinn í hlað blautur.

það hellirigndi þegar við voffan skottuðumst út í morgun. Við dvöldum nú ekki lengi í túrnum enda hefðum við örugglega bara leyst upp.

Jæja við gömlu fórum á tónleika Í gærkvöldi, sinfó og bunki af flottum söngvurum þvílík veisla. Hver var bestur? Tja erfitt að segja til um það, það voru allir frábærir.

Er obboð andlaus, enda sit ég úti í bæ að bíða....
Eftir hverju er ég að bíða? segi það ekki muhahaha, eins og ég sagði um daginn, þá þarf maður smá misteríu í lífið,ekki satt?

það er komin ný ríkisstjórn krakkar. Og auðvitað var varla búið að skrifa undir þegar var farið að gagnrýna. Ég get svo svarið það, er ekki allt í lagi? Ég vona samt svo sannarlega að allt talið um samvinnu séu ekki bara orðin tóm. Ég held svei mér þá að allir forystumenn séu búnir að lýsa yfir ósk sinni um betri pólitík en var á síðasta þingi, ég ætla svo sannarlega að vona að svo verði. Svo verða sveitarstjórnarkosningar á næsta ári. Ætti maður ekki bara að skella sér í framboð? Nú vonast ég eftir stuðningsyfirlýsingum í bunkum ekki sakar að fá hvatningu úr öllum hornum...

Ég bíð enn bara pollróleg veit ekki hvað ég þarf að bíða lengi í viðbót hef það eins og svín i sagi.

Óver and át,


Sá tuttugasti runninn upp.

Við voffan fengum næstum ofbirtu í augun í spássitúrnum í morgun, þvílik blíða.  Vorum að spuglera hvað við hlökkum til þegar átakinu "hjólum í vinnuna" lýkur.  Við reyndar köllum það "hjólað á ógnarhraða á göngustígnum" og við í stórhættu þegar liðið þýtur framhjá, oft hefur ekki munað miklu að við yrðum skraut framan á einhverjum fáknum.  Þegar þessu átaki lýkur verða bara eftir þessir fastahjólarar, sem hjóla á hverjum degi kom rein or sjæn hinir skríða inn í bílana sína og keyra á götunni aftur.

Hann Eyþór Ingi var frábær í gær ekkert minna.  Ég var obboð svartsýn á að við kæmumst áfram í Júróvision, ekki það að ég hafi verið eitthvað viðriðin lagið, en eigum við ekki Eyþór Inga núna með húð og öllu hans hári  ?   Mér datt si svona í hug, þegar ég las commentin á feisbókinni, öll svona yndisleg og uppörvandi.  Afhverju er ekki fólk alltaf svona í commentum sínum, sem lifa á netinu um fyrirsjáanlega framtíð?  Fólk er yfirleitt svo miklir ruddar þarna, get ekki ímyndað mér að það fólk sem kallar annar fólk öllum illum nöfnum, óskar dauða og limlestinga, myndi segja það sama, ef það væri ekki í skjóli tölvunnar.  Tvö nýleg dæmi er með angans stúlkuna, sem leyfði sér að óska þess að ÁTVR væri opið á sunnudögum, þá gæti hún keypt sér hvítvín með humrinum eða rauðvín með steikinni.  Vá sú fékk aldeils að finna fyrir því,  meira að segja fólk sem ég þekki, lét sig hafa það að hneykslast mikið.  Ég verð nú að viðurkenna að ég vildi gjarnan geta keypt rauðvín eða hvítvín á sunnudögum, alveg eins og ég get keypt í matinn.  Og meira að segja burtséð frá því hvað ég ætla að hafa í matinn.  Áts, ætli verði nú allt vitlaust í netheimum yfir grunnhyggju minni og fáránlegheitum?  Æi mér er bara nokk sama.  Meira að segja fékk ég gusu frá einhverri stúlkukind sem þótti ég hræðilega fordómafull þegar ég deildi frétt um þyngd flugfarþega og fargjöld tengd þyngd.  Og svo er það konan sem leyfði sér að tala um Ferguson fótboltastjóra.  Vá, henni var óskað dauða og pyntinga.  Hvað er eiginlega í gangi?  Ég fæ hroll þegar ég les svona athugasemdir, ég get ekki einu sinni vorkennt þeim sem láta svona út úr sér á netinu, en mér þykir svona fólk ákaflega varasamt.

Úff þetta átti ekki að verða svona leiðinegt.  Nú hættið þið öll 13 örugglega að lesa bloggið mitt.....  eða skiljið eftir haturs athugasemdir og þá verð ég svo leið.  

En að Eurovision.  Það verður PARTY, það hefur ekki verið Juropartý síðan 2009, get svo svarið það, svo nú verður tekið á því.  Ætli verði humar í matinn?  og kannski hvítvín með?  hvur veit.  En ég veit að það verður etið og drukkið af hjartans einlægni.  Keppnin verður á sínum stað og vegleg verðlaun fyrir sigurvegara og önnur ekki eins vegleg fyrir taparann.  Stubban verður fjarri góðu gamni, einhver verður að standa vaktina á slysó, þótt ég geti ekki ímyndað mér að nokkrum detti í hug að koma þangað á Juró kvöldi, þvílík vitleysa að eyða kvöldinu þar.   Ég veit fyrir víst að Bjarni Ara verður á svæðinu með mömmu sinni og pabba og verður þetta fyrsta Jurópartíið hans og veit ég að hann á eftir að skemmta sér konunglega.  Ætli við tökum ekki bara lagið?

Well kids, er að hugsa um að skvera mér í Kringluna,  kannski kaupi ég mér eitthvað fallegt

Óver and át 

 


Jamm hann er mættur föstudagur númer 19!

Við voffan búnar að viðra okkur, voffan mikið að spuglera í ferðavenjum annarra voffa en ég bara pínu súr....

Af hverju?  nei það er ekki skritið að þið spyrjið, afhverju að vera fúl á þessum fína degi?   Jú hú, ég hef alveg ástæðu til.  Ég held að gæinn á efstu hæðinni sé ekki í liði með mér.  Þið munið síðasta daginn í USAinu, þegar hann gekk í golfliðið með gamla?  ha?   hvað var það?  Ég var næstum búin að gleyma því þangað til í morgun.  Hann er amk ekki í mínu liði.  Ég var nebbbbnilega búin að láta mig dreyma um að geta hengt rúmfötin mín út á snúru og notið svo útiþurrkaðs rúmfatnaðar.....  Nei  það er ekki að gerast.  Gæinn á efstu hæðinni ákvað að það væri komið nóg af þessari blíðu.  Jú jú það er svosem allt í keiinu veður en ekki til að hengja út þvott og mín dálítið súr.  En læt þetta ekki á mig fá og læt ekki eftir honum á efstu hæðinni að vera súr.  Woundering

Ok við gömlu sumsagt komin aftur heim.  Alltaf ljúft að koma heim eftir gott frí.  Eins og alltaf skil ég ekki baun í Icelandair að fljúga ekki oftar til Orlando, vélarnar alltaf smekkfullar, yrði sko ekki hissa þó einhver þyrfti að hanga í vængnum, svo fullar eru þær.  Það er nú ekki svoleiðis að ég sé alltaf að ferðast á vinsælasta Florida tímanum, nei helst ekki, en samt eru vélarnar smekkfullar.  Og svo hætta þeir að fljúga yfir hásumarið.  Hvað er það eiginlega.  Þá fyllist allt af fólki í Floridanu.  Það er kannski kaupfélagshugsunin,  þið munið, afhverju að panta gúmmístígvélin, þau seljast bara.  Afhverju að fljúga oftar, vélarnar eru bara smekkfullar. Æi nú er ég að verða fúl....  en á leiðinni heim var svo frábær flugfreyja að ég ætla sko að senda þeim hjá Icelandair línu og hrósa henni  maður gleymir því nefnilega allt of oft að láta vita af þegar manni líkar vel.

Dagskráin í dag:  He he, hélduð þið virkilega að ég gæfi það upp.  Neibb maður þarf nú að hafa einhverja misteríu í lífinu

Þvottavélin að klára

Óver and át. 


Ja hérna.

Sko í gær, þá vann ég gamla og ég hefði getað jafnað keppnina miklu bara með því að vinna hann í dag.

En það varð sko ekki svoleiðis, því hann fékk nýjan liðsmann í sitt lið.  Hver?  Það var bara almættið sjálft.  Við vöknuðum ca 4:30 í nótt við mikla ljósadýrð.  Þá var ég nú bara nokkuð viss um að ég fengi tækifæri til klára dæmið.  Svo byrjaði að rigna  svo hélt áfram að rigna       og svo rigndi alveg heilan helling meir.    Og með almættið sér við hlið vann sá gamli keppnina.  Hann er nú reyndar alveg vel að sigrinum kominn en mikið djö......  var ég nálægt því.  

Túrinn búinn að vera yndislegur eins og venjulega.  Ródtrippið æðislegt, golfið æðislegt, félagsskapurinn æðislegur, búðirnar æðislegar, maturinn æðislegur og meira að segja kaupfélagsbeljuhvítvínið æðislegt.   

Svo er bara að gíra sig í heimferð.   Hér eru akkurat núna "bara" 21 gráða, en ég sé að það er um frostmark heima.  Og ég ekki einu sinni með lobbu með mér.  En alltaf líka gaman og gott að koma heim.  Svo er bara að byrja að hlakka til næst.

Óver and át frá Ammeríkunni.

p.s. Ég held að við fljúgum heim með flugvélinni "sem ber eldstöðvarheitið Askja".  Það verður gaman að sjá hvort ég hef rétt fyrir mér. 


Nú er þetta alveg að verða búið

Og enn eina ferðina er ég ekki alveg tilbúin í að fara heim í kuldann.....

Við höfum haft það eins og svín í sagi. Eiginlega bara eins og alltaf slökunin algjör það eina sem við nennum að gera er að spila golf. Og það horfir í æsispennandi keppni , ég þarf reyndar að vinna báða hringina sem eru eftir og það bara til að jafna keppnina, en ég vann í morgun og ég ge ekki neina ástæðu til annars en ég rúlli þessu upp . En þá fær enginn verðlaun og það er obboð leiðinlegt. En það verður bara að hafa . Ekki ætla ég að leyfa gamla bara að vlnna án þess að hann þurfi að hafa fyrir því nei o nei. 

Á morgun þurfum við aðeins að kíkja smá í búð !!!!!!  það þarf aðeins að ná í nokkrar brúðnauðsynlegar rekstrarvörur. 

Gamli kominn til heilsu aftur sem betur fer. Ekki gaman að hafa hann lasinn ræfilinn.

Það verður væntanlega fiskur settur í andlitið á sér í kvöld.

'Over and át ♡ 


Síminn???

Veit ekki alveg hvort mig langar nokkuð að kveikja á símanum mínum þegar ég kem heim.  Hér er ég búin að vera í tæpar 3 vikur og með slökkt á símanum og enn snýst jörðin og ég er í frábærum gír takk fyrir.

Þegar við gömlu förum út fyrir hússins dyr, sem bæ ðe vei er í algjöru lágmarki, fyrir utan ferðir út að laug, sem er ca 4 skref, þá er fólk stanslaust í símanum, annaðhvort að mala eða senda skilaboð.  Hvað er þetta eiginlega.  Má aldrei neinn vera án þess að vera í beinu sambandi við alla?  Ég er amk svo ánægð að heyra engann síma hringja að ég ætla að endurhugsa símanotkun mína þegar ég kem heim.  Ég sé að það er alveg hægt að eiga frábæra tilveru án þess að vera í stanslausu sambandi við umheiminn.  Ef einhver þarf að ná  í mig þá eru amk milljón leiðir til þess.  Er ekki þessi stanslausa símanotkun komin út yfir allt velsæmi?  

Tja spyr sú sem ekki veit

 Farin út að laug

og börnin góð kjósið nú rétt  í gvöðanna bænum 


Aldrei leiðinleg stund hér

Við finnum alltaf eitthvað skemmtilegt að gera hér í Bonvillinu.  

Gærdagurinn byrjaði bara svona eins og venjulega með dýrindis morgunmat ala gamli, en bæ ðe vei ég hellti uppá kaffið.  Ekki hafði ég svo mikið fyrir þvi að vinna gamla á golfvellinum þar átti ég þann allra allra allra besta golfhring sem ég hef átt og hann spilaði eins og flón.  En svo þurftum við að finna eitthvað okkur til dundurs.  Æi nú er eins og ég sé að gera lítið úr aðstæðum.  En það var nefnilega þannig að gamli var eitthvað svo óttarlega slappur á golfvellinum, búinn að vera með einhverja drullu í hálsinum, sem við höfðum svo sem engar áhyggjur af.  En núna var hann bara veikur greyið.  Ekki er við hæfi að eyða sumarfríinu sínu veikur, svo við skveruðum okkur til læknis.  Þurftum ekkert að panta tíma eða neitt.  Ekki eins og á heilsugæslunni heima, þar sem maður verður að ákveða með margra vikna fyrirvara hvenær maður ætlar að veikjast.  Jæja við brunum til doksa, sem er bara hérna rétt hjá, rétt hjá WalMart, þið sem þekkið staðhætti hér í sveitinni.  Þar var okkur vel tekið, bara örstutt bið og minn kominn inn til doksa áður en varði. Þar var hann tekinn í 10000 km skoðun og út úr þeirri skoðun kom bráðaberkjubólga hvorki meira né minna.  Obbo sí, doksinn sprautaði minn mann eins og skot og sendi þessi líka fínu lyf í apótekið.  Við komum út bara nokk glöð að það fannst amk eitthvað að mínum manni.  Og þessi ferð kostaði bara $99.  Nokkuð vel sloppið finnst mér.

Í dag er svo frí í golfinu vegna veikinda, ég get ekki með góðri samvisku unnið hann aftur veikann.  Miklu skemmtilegra að rúlla honum upp alheilbrigðum.

Ætli ég fari ekki að fá morgunmat hérna?

Óver and át 


Þetta er svo erfitt líf

Það er sko ekki tekið út með sitjandi sælunni að vera í fríi hérna í Ammeríkunni.  Nei o nei.  

Eins og í gær.  Við fórum auðvitað í vinnuna í gærmorgun þar sem frúin ég tapaði big tæm.  

Svo fórum við í bíltúr.  Fundum æðislegan bæ, gamla bæinn í Clermont,  sá var nú sætur og krúttlegur.  Ekki var erfiðið búið því við þurftum að skottast í Lowes og svo í Best Buy.  Þegar við vorum búin þar vorum við líka alveg búin á því.  Við rétt dröttuðumst út að laug og þá þurfti auðvitað aðeins að öpdeita aktivitet hjá stjörnunum.  Maður má ekki slá slöku við þar, enda af nógu að taka.  Það er víst allt í háalofti heima hjá yndinu honum John Travolta,  Kelly er viss um að hann er að kíkja á stráka, já stráka hann John su su sei.  Og ræfillinn hún Kim  kasólétt og fautinn hann Kayne er bara í París, vitiði að hann var ekki einu sinni í landinu þegar krakkinn sparkaði í fyrsta skiptið.  Er nema von að Kim greyið gúffi í sig eins og hún lifandi getur.  Og enn er hún Rihanna að komast uppá milli þeirra eðalhjóna Justins og Jessicu.  Jessica alveg bálill yfir þvi að Justin er að hafa samband við Rihönnu, þetta kann ekki góðri lukku að stýra.  Og vissuði að Kate ætlar heim til mömmu með nýfædda barnið sitt, ekki beint heim í höllina, það er víst allt á suðupunkti yfir þessu í höllinni.  Þið sjáið af þessu að það er bara erfitt að vera í fríi.  Líka steinsofnaði ég á bekknum eftir allt erfiðið og var ekki vanþörf á.

Við vorum svo uppgefin að við gátum ekki fyrir okkar litla líf eldað sjálf í gærkvöldi, svo við skötluðumst út og fengum nokkra indverja til að fleyja stöffi á grill  og skutluðum í andlitið á okkur.

Í dag verður sko breyting á.  Eftir vinnuna þá verður flatmagað restina af deginum og hana nú.

Þarf að drattast á lappir

óver and át 


Lokað í Kohl's í dag

Frúin og gamli fóru nebbnilega að versla í gær. Og það var svo gaman, við keyptum og keyptum og keyptum og svo keyptum við pínulítið meira  Tounge.  Það stórsá á versuninni svo þeir þurftu að hafa lokað í dag til að fylla á, get svo svarið það.  En við gömlu alsæl með fengin, komum heim hlaðin pokum og kortið illa laskað.  Böt hú kers, Kohl's er bara yndisleg búð.

Annað af Bonvillebændum að frétta er bara allt í besta lagi, við erum eins og svín í sagi, nennum varla að snúa okkur á vömbina á sólarbekknum, þegar við hlussumst þangað eftir vinnuna á golfvellinum, verð að koma því að ég vann aftur í dag....  Nú má gamli fara að passa sig.  Við ætlum á nýjan golfvöll, ekki að hann sé sjálfur splunkunýr völlurinn, heldur höfum við aldrei spilað hann,  það verður gaman að vinna aftur á morgun, það fer mér svo obboð vel.  Enda var ekki við hæfi að leyfa gamla að rúlla mér svona gjörsamlega upp, eins og leit út fyrir, sérstaklega ekki eftir stóru orðin í fyrsta blogginu mínu.

En það er búið að ráða fram úr vandamáli dagsins, hvurju við ætlum að troða í okkur í kvöld, alla malla hvað maður er dannaður....  skipti um,  hvað við ætlum að snæða í kvöld, miklu betra.  Við ætlum að borða grillaðan Tilapia og henda nokkrum rækjum með, ég vona að gamli ætli að elda, það hefur ekki verið rætt, en ég er orðin bara flínk í að þurrka af borðinu, leggja á borð og borða.

Sól og blíða í Bonvillinu, sá að hitastigið í Garðabænum eru 2 gráður, hér hjá okkur akkurat núna 27 gráður  hi hi, þið megið alveg öfundast.

Skelli mér í sturtu, óver and át. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband