SMS

Ég komst að því í morgun hvað SMS eru dásamleg. Þar sem ég kúrði mig í mestum makindum gluggandi í bók sem ég fékk mér fyrir jólin, þá komu skilaboð á símann minn. Þótt ég vilji halda mínum prívat skilaboðum fyrir mig þá ætla ég samt að segja frá þessum, en þau voru einföld og hljóðuðu svona: "Til hamingju með afmælið. Mamma og pabbi." Ég verð að viðurkenna ég þessi skilaboð voru þau stórkostlegustu sem ég hef nokkurn tíma fengið. Ekki textinn, hef fengið mörg með sama textanum, en kveðjan undir "Mamma og pabbi" hún fékk mig til að líta SMS skilaboð með allt öðrum augum en ég hef áður gert. Þau eru stórkostleg, hvernig má þetta vera. Þarna fékk ég semsagt skilaboð að handan hvorki meira né minna, nema pabbi sé í slagtogi með Elvis og Michael Jackson einhversstaðar í Skotlandi. Nei ég fékk skilaboð frá pabba, honum pabba mínum sem dó á því herrans ári 1989. Þeir fylgjast svona rosalega vel með þarna hinum megin. Mig minnir nefnilega að gemsar hafi ekki verið komnir til sögunnar þegar hann pabbi dó, nú eða fór til Skotlands að hitta Elvis, ég ætla ekkert að útiloka þann möguleika. Nú er ég algjörlega staðráðin í því að láta jarða mig með gemsa og hleðslutæki, þá get ég sent SMS hvert sem ég vil. Það kannski flækir aðeins málið að ég er ákveðin í því að láta brenna mig, en það er smáatriði, kannski fæ ég bara úthlutað gemsa við komuna hinum megin. Það gladdi mig ekki síður að hún mamma er líka farin að senda SMS. Hún mamma er á 92. ári og hefur nú ekki verið mikið tæknivædd. En hún sendi mér SMS, þetta hefur hún verið að bauka við á elliheimilinu, ekki skrítið að hún hafi oft verið pirruð þegar ég hef komið í heimsókn, kannski var hún í miðjum klíðum að æfa sig á gemsann eða senda einhver skilaboð, hvað veit ég. Og ég sem hélt að henni þætti bara leiðinlegt að fá mig í heimsókn. Nei þökk sé þessum yndislegu skilaboðum þá hefur lífsýn mín algjörlega breytst. Pabbi sendir mér SMS að handan (eða frá Skotlandi) og mömmu þykir ég ekki leiðinleg. Nú ætla ég að þramma inní framtíðina með þetta vegarnesti glöð og ánægð, ég get verið sannfærð um að geta verið í beinu sambandi við þá sem mér þykir vænt um eftir að jarðvist minni lýkur og mömmu þykir ég ekki leiðinlegt.

Það var aðeins eitt sem eyðilagði ánægjuna með skilaboðin.

ÉG Á EKKI AFMÆLI FYRR EN Í MARS ......
bömmer.


Léleg tímastjórnun.

Ég hef alltaf haldið að ég væri þokkaleg í að skipuleggja tíma minn, svo ég tali nú ekki um annarra tíma. En svo komst ég að því mér til skelfingar að ég "sökka" algjörlega í þessu.
Það sem vakti mig til vitundar um þetta var pestin sem ég fékk um daginn. Já ég fékk pest. Ég verð ekki veik, ég fæ ekki pest og nenni ekki að standa í svoleiðis veseni. En ég fékk nokkuð fína pest. Og hvaða tíma vel ég? Jú ég valdi byrjun desember. Það ættu eiginlega að vera lög sem banna manni að fá pest í byrjun desember. Það riðlast öll skipulagning. Gvöð missi ég að jólahlaðborðinu með matarklúbbnum? Missi ég af öllu þessu árlega sem hellist yfir mann í desember?

En góðar pestir eru ekkert að spyrja mann að því hvað var búið að plana. Þessi gerði það að minnsta kosti ekki. Einn morguninn vaknaði ég dálítið skrítnari í hausnum en ég á að mér að vera. Drattaðist á lappir, en skrokkurinn var ekki í stuði, þannig að ég lufsaðist aftur uppí og tók þá stóru ákvörðun að leita að hitamælinum. Eftir nokkra leit, fann ég gripinn, dustaði af honum rykið og mældi mig. Þetta er svona hátækni gripur sem maður stingur undir tunguna og svo þegar hann þykist vera orðinn klár á hitastiginu, þá pípir hann. Eftir dágóða stund pípir í græjunni og ég kíki á. Það er nú orðið dálítið síðan ég kom heim úr hitabeltinu, og var skrokkurinn semsagt farinn að sakna svo hitans að á mælinum stóð tæplega 39 gráður og lái mér hver sem vill að ég hafi verið skrítin í hausnum. Mín fer ekki í vinnuna í dag. En það góða við að fá svona fína pest er að kúra í huggulegheitum og kannski horfa á eina bíómynd sem einhver góðhjartaður hefur fært mér. Þetta ákvað ég að gera. Náði í tölvuna og byrjaði á myndinni og klukkan er rúmlega 9. Þetta var ekkert extra löng mynd, en það tók mig alveg til 14:30 að horfa á hana. Þarna nefnilega komst ég að því að þegar skrokkurinn er með hitabeltishita, þá er gamli gripurinn ekkert að virka neitt sérstaklega vel. Í staðinn fyrir að kúra í huggulegheitum og horfa á mynd þá steinsvaf ég mest allan daginn. Ég reyndar svaf mest allt kvöldið líka og um nóttina steinsvaf ég. Ætli ég hafi ekki sofið svona sirka 20 tíma þennan sólarhringinn. En dagurinn leið snarlega og ég bara í góðum gír.

Dagur 2 punktur. Hitamælirinn aftur dreginn fram. Jú hú skrokkurinn að kólna og nú þegar græjar pípir standa á henni 38 gráður, hausinn í betra lagi og NÚNA ætla ég að kúra og njóta dagsins. Ég næ mér aftur í tölvuna og set mynd af stað. Ég horfi á hana snarlega og aðra til. Ég les blöðin og svei mér þá ef ég glugga ekki í bók. Og það er bara rúmlega hádegi..... arg Ég er ekki að nenna þessu bévítans hangsi. Hvað varð um kúrið. Geðið er komið að suðumarki þótt skrokkurinn sé að kólna. Þetta er SVO leiðinlegt.

Dagur 3 punktur. Hitamælirinn aftur notaður. Nú segir helv.... tæplega 38 gráður svo ekki fer ég af stað í dag. Er búin að ákveða að týna hitamælinum, mig langar ekki baun að horfa á neinar bíómyndir í dag, ég nenni sko ekki neinu kúri og svei mér þá ef mig langar ekki frekar að skúra en kúra. Minnist dags 1 og núna var hann bara nokkuð góður. Ég hafði ekki rænu til að gera neitt annað en að liggja kylliflöt í bælinu og njóta þess að horfa á sömu bíómyndina í marga klukkutíma. Hefði ekki verið betra ef skrokkurinn hefði getað druslast við að vera bara svona hundveikur í þessa 3 daga og þá væri ég búin með kvótann amk fyrir næsta ár líka, því ég nenni ekki að standa í svona leiðindum. Vera ekki veik en vera samt veik, ekki það skemmtilegasta í heimi, svo ég tali nú ekki um þegar ég ætlaði að vera að gera eitthvað annað miklu miklu skemmtilegra.

Ég verð að læra að skipuleggja tímann minn betur. Raða niður hvort og hvenær ég ætla að fá pest, svo ég geti undirbúið mig betur. Ætli ég geti ekki keypt mér forrit til skipulagningar á pestum?

En mér bara datt þetta svona í hug


Dagbók myndarlegrar húsmóður

Ég sit í huggulegheitum obboð myndarleg í sófanum mínum.
Hárið er huggulegt, ég er í kjól, reyndar ekki köflóttum, en svuntuna vantar.
Eins og myndarlegri húsmóður sæmir fór ég að kaupa inn til heimilisins í dag. Ýmislegt myndarlegt var keypt og heimilið "stokkað" upp af ýmsu góðgæti. Myndarskap mínum eru engin takmörk sett. Húsmóður störfum mínum var þar með lokið enda nokkuð mikið afrek.
Eins og venjulega ræð ég ekki ríkjum í eldhúsinu en ég þykist viss um að í kvöld verður aldeilis veisla. Það var keyptur humar, já börnin góð, það var keyptur humar. Búið er að færa mér hvítvínsglas svo eins og allir geta séð, þá hef ég það eins og svín í sagi.
Bíð bara spennt eftir að vera boðið að gjöra svo vel.
Kær kveðja úr sólinni.

Húsmóður raunir

Hvað sjáið þið fyrir ykkur þegar þið hugsið um myndarlega húsmóður? Í mínum huga er það, þið vitið, þessi vel tilhafða kona í köflóttum kjól með svuntu, vel lagt hárið, sífellt bakandi, þrífandi, eldandi, er hvers manns hugljúfi, á best uppöldu börnin og þar fram eftir götunum. Ég er alin upp við að húsmóðirin vinnur "ekki neitt" en einhvernveginn er hún alltf önnum kafin, ef hún er ekki að þrífa þá er hún að baka eða sauma eða þvo eða eitthvað annað, sem sagt alltaf að.
Var að spyrja sjálfa mig hvort ég væri myndarleg húsmóðir? Og ég komst að því að samkvæmt upptalningunni hérna að ofan þá er ég óttarleg drusla. Ég á ekki einn einasta köflóttan kjól, ég á reyndar ágætis svuntu og hárið er jú takk bara oftast í þokkalegu lagi. Ég bara veit ekki hvað er langt síðan ég bakaði seinast og þessa dagana fer lítið fyrir eldamennsku frúarinnar, þar er eiginmaðurinn algjörlega að brillera og ég nýt til fullnustu. Þrifnaðurinn, jú ég kem þar við sögu, en aldrei aldrei ein, við gömlu djöflumst við að þrífa kofann saman. En auðvitað er ég hvers manns hugljúfi og á best uppöldu börnin og auðvitað bestu börnin.
En samt þykir mér að ég sé bara svosem hin ágætasta húsmóðir. Ég er samt alls ekki ein í þessari stöðu á heimilinu og ég er alls ekki eins og fyrirmyndarhúsmóðirin hérna að ofan, kannski er ég þessi nútíma húsmóðir. Ég "vinn" og geng í buxum. Og ég er bara nokk ánægð með mitt hlutskipti og er helst að hugsa um að reyna ekki neitt að ná yfirráðum aftur í eldhúsinu, til hvers að vera að skipta sér af, þegar sá færari er í verkefninu.
Hvað skyldi ég fá að borða gott í kvöld?

Sveppatínslupiltur

Það er dálítið skrítið að gerast hérna fyrir utan gluggann hjá mér.
Það er unglingspiltur svo önnum kafinn við sveppatínslu. Sveppirnir sem hann er að tína ofan í plastpoka eru litlir sveppir sem hann velur af mikilli kostgæfni. Hvað skyldi pilturinn gera við alla þessa sveppi? Ætli mamma hans hafi sent hann út, af því að hana vantar sveppi í sósu og hann er nýbúinn að fara á námskeið til að læra að þekkja í sundur sveppi? Ég er ekki alveg viss um að hann sé svona hlýðinn og góður við mömmu sína. Mig grunar að sveppirnir þjóni öðrum tilgangi hjá honum. Ég hef undanfarið séð nokkra á umferðareyjum að leita sveppa. Það bara getur ekki verið að allir séu að búa til sveppa sósu eða súpu. En hvað veit ég, er ég bara svona illa innrætt að láta mér detta í hug að þessi ungi piltur sé að tína sveppi til einhverra annarlegra nota? Tja ég veit ekki.

Meira af augnviðgerðum

Mér bara datt það svona í hug.

Þegar ég fór til augnlæknisins í vor til að forvitnast um hvort væri hægt að laga þessi ræfils augu mín, þá eiginlega datt af mér andlitið þegar hann sagði mér hvað herlegheitin kosta. Þið afsakið en þetta kostar eiginlega hvítuna úr augunum úr manni. En ég reiknaði þetta yfir í fjölda gleraugna og sá að ég væri nokkuð snögg að koma út á sléttu.

Hann skoðaði augun mín vel og vandlega og að þeirri spögulasjón lokinni sagði hann mér að það væri byrjað að myndast ský á augasteininum. Ég veit svo mikið að þegar er komið ský, ég veit ekki hvað mikið, þá fær fólk nýja augasteina á kostnað okkar allra, þ.e. tryggingarnar borga. Nei en ekki mína augasteina. Af því ég vildi láta laga þetta núna, en ekki eftir einhver ár svo ég tali nú ekki um frekjuna að vilja fjölfókusa linsuna fyrir framan, svo ég þurfi ekki einu sinni að kaupa mér lesgleraugu, þá þarf ég bara að finna aurinn fyrir þessu sjálf. Ég get því verið hreykin að segja frá því að ég hef sparað sjúkratryggingunum andvirði eins pars af augasteinum, því án nokkurs vafa hefði þurft að skipta um gömlu greyin innan einhverra ára, en gleraugnahatrið í mér hjálpaði til við sparnað í heilbrigðiskerfinu.

Ég held ég hafi aldrei verið eins hreykin af því að vera pjattrófa.


Langt síðan seinast.

Hef ekki bloggað í næstum því ár. Margt hefur gerst síðan, en það allra allra merkilegasta er það nýjasta. Ég fékk "ný" augu. Nei mín gömlu voru ekki plokkuð úr og ný sett í staðinn. Eins og þið vitið þá hef ég séð obboð illa alla mína ævi og hef þurft að vera með gleraugu sem ég hef alltaf hatað. Ég gat ekki farið í laser, augun í mér voru ekki fallin til þess, en þessi nýja aðgerð gæti hjálpað !!!
Það tók mig bara 2 ár að panta mér tíma og núna semsagt er ég komin með sjónina aftur, engin gleraugu. Ég get næstum heyrt í ykkur: hvað gerðist? jú ég fór í aðgerð, það var skipt um augasteina og fyrir framan þá nýju var sett fjölfókusa linsa, svo ég þurfi ekki einu sinni að vera með lestrargleraugu. Ég get svo svarið að ég er ekki að skrökva.

Ætla nú að reyna að vera dugleg að blogga, þarf að koma mér í æfingu aftur.
Sí ja sún :)


Á ég að segja ykkur frá siglingunni?

Þótt ég sé komin heim úr fríinu mínu fína, þá á ég eftir að segja frá svo MÖRGU.

Háhæðarliðið kom á réttum tíma og á réttum tíma lögðum við af stað í siglingna okkar.  Ekki það að við frúrnar höfðum haft langan tíma til að hlakka til.... o nei þetta var allt leyndó, kallarnir búnir að græja allt og gera.

Í stuttu máli voru þessir 7 dagar ein luxusrispa út í eitt.  Við fórum til Cozumel og Costa Maya í Mexico, Belize og Bahamas.  Og skipið  það var nú eiginlega ótrúlegt, við vorum eiginlega gapandi yfir öllu þarna um borð.  Þarna var allt til alls, matur, skemmtun flott herbergi og ég bara veit ekki hvað.  Við borðuðum á hverju kvöldi á fínum veitingastað þar sem við áttum okkar eigið borð og okkar eigin þjóna, þá Leonardo og Arma.  Þeir hugsuðu um okkur eins og best verður á kosið eiginlega dekruðu við okkur.  Maturinn var eins og á besta veitingastað, nýr matseðill á hverju kvöldi og hann var sko góður, alla malla...  Við prufuðum líka "The emerald room" flottasta veitingahúsið um borð.  Það var very very flottur staður og very very góður matur.   Það var eiginlega mesta upplifunin að vera um borð í þessu flotta skipi, að heimsækja þessa framandi staði var eiginlega bara bónus.  Gamla ég hef varla getað farið niður á bryggju án þess að verða sjóveik, svo ég hafði nú töluverðar áhyggur af því, það hefði nú verið svakalea leiðinlegt að liggja hundslöpp í koju og missa af ölu fíneríinu. Á fyrsta heila deginu á sjó, var bara töluvert mikill sjór og ég er ekki sú eina til frásagnar.  Uppúr hádegi fór frúin að finna fyrir velgju.... djö og við eigum pantað borð á fína staðnum um kvöldið, svo ég ákveð að taka sjóveikitöflu og kúra í smá stund.  Það virkaði svona líka vel og þar með var sjóveikinni lokið jú hú, ég ekki lengur hrædd við svona luxussiglingu í framtíðinni.

Segi ykkur betur seinna frá siðustu dögunum okkar af fríinu.  Við nefnilega komum heim í morgun, eldsnemma svo frúin er nú pínu ryðguð og syfjuð.

Sí ja


Er þetta nú eitthvað frí?

Eigum við að fara yfir það....

Jú það er steikjandi hiti,  tjekk...  Við förum í golf, tjekk.....  Háhæðarliðið er að koma, tjekk....  þetta allt lítur út fyrir að vera þvílíkt letifrí.  En ekki aldeilis, við erum búin að vera á fullu í allskonar framkvæmdum.  Gamli er búinn að mála allan bílskúrinn og ýmislegt annað sem þurfti að ditta að.  Það er búið að setja upp viftu í bílskúrnum þar sem bæ ðe vei er komið þetta lika drellfína pool borð.  Það er búið að ryksjúga dauðu flugurnar úr loftljósinu í forstofunni......  og það er búið skúra allt húsið hátt og lágt.  Frí mæ ass....  en við höfum það eins og svín í sagi og erum obboð kát að vera hér í blíðunni.

Við golfuðum í morgun á Legends golfvellinum hérna rétt fyrir norðan.  Á ég að segja ykkur frá 50 yarda högginu mínu sem fór beint ofan í holuna og reddaði mér pari?  Á ég að segja ykkur frá svo næstu holu sem ég féik snilldarfugl?  Nema hvað ég golfaði eins og engill og átti besta hring frá upphafi.  Er ekkert smá ánægð með mig núna.  Það er ekkert smá gaman að eiga svona frábæran hring, samt gerði ég fullt af vitleysum og hefði getað gert töluvert betur.  En árangurinn var sko ekkert til að kvarta yfir.  Vona bara að ég eigi eftir að endurtaka þetta fljótt aftur.

Núna erum við að bíða eftir að leggja af stað til að sækja Háhæðarliðið, sem er núna á leiðinni til okkar frá Heisú í San Fransisco.  Svo erum við að fara í cruise um Karabíska hafið á laugardaginn.  Er þetta ekki frábært hjá okkur.  Vona að þau verði ekki alveg uppgefin þegar þau koma.  Við þurfum eiginlega að setjast smá og fá okkur bleika stöffið, þ.e. við stelpurnar og kallarnir fá sér Campari eins og þeir eru vanir. 

Semsagt við í betri gír en nokkru sinni fyrr og mér finnst bara allt of stutt eftir....

Sí ja


U2 rokkuðu feitt í gærkvöldi

Ég er eiginlega orðlaus eftir gærkvöldið.  Við gömlu lögðum snemma af stað og ætluðum að skoða Tampa.  Við gleymdum því reyndar, því við ákváðum að koma okkur frekar snemma á völlinn til að vera tilbúin í tónleikana.  Auðvitað gekk okkur vel að finna völlinn enda Garminn með í ferðnni.  Auðvitað voru bílastæðamálin hjá könunum eins og venjulega óaðfinnanleg, okkur vísað í stæði og allt gekk eins og í sögu.  Kaninn var nú flínkari en við, sem höfðum ekki einu sinni rænu á að hafa með okkur vatnsflösku. Nei kaninn var með allt á hreinu, margir komu með grill og flestir með góða coolera og gerðu góðan dag úr öllu saman.

En við gleymdum því öllu.  Trítluðum í búð, sem var dágóðan spotta í burtu og hitinn var svakalegur.  Enn eitt hitametið slegið í gær og það fyrra var frá árinu 1951.  Svo settumst við bara í bílinn, létum hann ganga og kæla okkur.  þegar svo völlurinn var opnaður fórum við inn að NJÓTA.

Vá þvílíkur völlur.  Hann tekur tæplega 66 þús manns í sæti og þegar U2 komu á sviðið var hvert sæti setið og gólfið var þakið fólki, ég held við höfum aldrei aldrei séð svona margt fólk samankomið.

Svo byrjaði veislan.  Fyrst komu Muse.  Ég hafði nú aldrei heyrt einu sinni um þá, en þeir eru GÓÐIR.  Mér fannst nú sviðið og sjóið í kringum þá bara flott, en ég hafði ekki séð neitt.  Þegar var búið að rútta öllum græjunum þeirra í burtu og koma með græjur stjarnanna byrjaði alvöru veislan.  U2.......  vá vá vá vá.  Engu líkir.  Ég hef aldrei aldrei séð annað eins.  Sviðið var algjörlega ólýsanlegt.  Það átti að tákna geimskip og það breyttist endalaust, þegar maður hélt að það gæti ekki komið neitt meira nýtt, þá kom bara meira nýtt.  Og tónlistin.  Vá vá vá vá.  Þeir höfðu nú ekki lágt piltarnir en ég naut hverrar mínútu ásamt öllum hinum þúsundunum.  Það var sungið með, það var hoppað og það var dansað og það var klappað.

Þið sjáið að við skemmtum okkur eins og við höfum aldrei skemmt okkur fyrr.

Og allt þetta í boði dætrana og tengdasonanna.  Kærar þakkir, betri afmælisgjöf hefðuð þið ekki getað gefið okkur... 

En nú sit ég aftur við sundlaugarbakkann.  Reyni að snúa bakinu í sólina, því golfbrúnkan er orðin pínu hræðileg, kaffibrúnir handleggir og axlir og snakahvítt bak.  Ætlum svo að skutla í okkur steik í kvöld. 

Sí ja.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband