Færsluflokkur: Dægurmál
16.4.2009 | 13:21
Auðvitað, af hverju datt mér þetta ekki í hug?
Auðvitað á að borga listamönnum ljómandi fín laun....
Hvað er að ykkur þarna við Austurvöll. Þar er aðra stundina verið að boða skattahækkanir og svo hina stundina samþykkja þeir svona bull og rugl og þvælu. Ef listamönnum tekst ekki að lifa af list sinni, þá bara sorry verða þeir að reyna að fá sér vinnu, nú eða þiggja atvinnuleysisbætur, alveg eins og við öll hin.
Eins og staðan er hjá okkur í dag, get ég ómögulega séð að það séu til aurar í tómu buddunni okkar fyrir svona bulli. Hvar er búsáhaldabyltingin núna? heyrist ekki hósti eða stuna frá henni þegar vitleysan svoleiðis vellur út úr alþingishúsinu. Er þetta ekki að verða gott?
Vona að við fáum hæfari ríkisstjórn eftir kosningar.
![]() |
Lög um listamannalaun samþykkt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.4.2009 | 10:31
Hvað fær okkar forseti?
Fletti því að gamni mínu upp. Skv Mbl 18. sept 2008 fær forsetinn okkar kr. 1,827,143 á mánuði eða kr. 21,925,716 á ári. Hér búa skv hagstofunni 319,368 manns. Það gera 68,65 krónur pr haus.
Forseti Bandaríkjanna fær 50,000,000 í laun á ári skv Mbl í dag. Í Bandaríkjunum búa skv Wikipedia 307,212,123 hræður. Það gera 0,16 krónur pr haus.
Mér finnst og hefur lengi fundist að við gætum alveg verið forsetalaus. Og ekki síst núna. Þótt laun forsetans séu tæpar 22 millur þá er allur rekstur forsetaembættisins eftir og nenni ég ekki einu sinni að leita að þeim tölum en er nokk viss um að þær eru þar margar milljónirnar, sem við gætum sparað.
Er einhver þarna úti, sem myndi sakna þessa embættis?
![]() |
Bandarísku forsetahjónin ekki á nástrái |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.3.2009 | 15:10
Áfram Icelandair
Ég fagna þessari nýju flugleið af heilum hug. Ég fagna hverjum fréttum sem eru jákvæðar og þessi er það svo sannarlega.
Ég vona svo að í framhaldinu sjái Icelandair að sér og geri jafn vel við okkur Orlando fara. Ég hef nú verið að skondrast þangað mörg undanfarin ár að vetri, vori, sumri eða hausti. Ég hef aldrei lent í því að sitja í hálftómri flugvél Kannski er það bara ég sem trekki að og ef svo er þá býð ég mig fram sem atvinnuflugfarþega. Niðurfelling flugs til Orlandi frá 2 maí til októberbyrjunar er sorgleg og ég vona svo sannarlega að þetta vor og sumar verði það eina sem verður svona.
En áfram Icelandair, haldið áfram á þessari braut að auka við flug. Bætið við flugi til Orlando. Ég er ekki alveg viss um hvað það vekur athygli í USA að það sé svona flott flugfélag á litla blanka Íslandi. Ég er alltaf svo hreykin þegar ég segi frá Icelandair að hið hálfa væri nóg.
![]() |
Seattleflugi fagnað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.3.2009 | 11:11
Enn eitt árið liðið.
Jú ég á afmæli í dag. Þess vegna eru nokkurs konar áramót í mínum huga. Kíki út um gluggan og sé að sólin er að brjóta sér leið út úr skýjunum. Alveg ljómandi fallegur dagur sem fagnar mér í dag. Ef ég kíki aftur á bak til síðasta afmælisdags hefur mikið gerst. Svo mikið að ég á varla von á að nokkurt ár verði eins viðburðarríkt. En ég ætla ekki að líta til baka.
Ég ætla að líta fram á veginn. Ég hef svo oft reynt að sjá bjart framundan og ætla að halda því áfram, ekki bara þetta næsta ár, heldur öll árin sem ég á eftir. Ef maður gerir ekkert annað en að velta sér upp úr leiðindum og erfiðleikum, þá er ekki von á að nokkuð fallegt eða skemmtilegt gerist. Mikið vildi ég óska að fjölmiðlamenn landsins gæfu mér þá afmælisgjöf að fara að draga upp jákvæðar fréttir. Þeir eru búnir að vera SVO uppteknir af því að sjá bara leiðindi í svo marga mánuði.
Hér eru nokkrir jákvæðir punktar:
- Vorið er að koma
- Ég á yndislega fjölskyldu
- Ég á marga og dásamlega vini
- Mamma mín er að verða 90 ára í haust
- það eru að koma kosningar, svo við fáum nýja ríkisstjórn
- Það styttist í að kreppunni ljúki
Þetta eru bara fáir smáir punktar en ég ætla héðan í frá að reyna að horfa á glasið hálffullt frekar en hálftómt.
Finnst samt bull málin sem ríkisstjórnin er að dunda sér við. Ríkisstjórnin sem var stofnuð eingöngu til að tækla efnahagsmálin. Mér finnst þar af leiðandi ekki brýnast að skipta út stjórn LÍN. Einnig finnst mér ekki akkurat brýnast að banna nektarstaði. Mér finnst brýnna að koma atvinnulífinu í gang aftur.
Þetta finnst mér að minnsta kosti
Eigið öll yndislegan dag, ég veit að minn dagur verður dásamlegur enda er þetta dagurinn minn
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.3.2009 | 14:21
Heyr heyr.
Gott hjá Helga Magnússyni.
Sú keppni sem hefur verið á milli fjölmiðlanna að tala um "skelfilegt" ástand hefur ekkert annað í för með sér en fólk fyllist vonleysi og hræðslu. Eins keppni þeirra um að draga fram alls konar sérfræðinga sem allir hafa svo mikið vit á ástandinu er algjörlega ómögulegt. Einnig allar þær rangfærslur sem hafa komið fram í fréttaflutningi eru eingöngu til þess fallnar að draga kraft úr fólki.
Ég aðhyllist frekar skoðun Helga og Þórs Sigfússonar sem hvetja landann til bjartsýni og líta kannski8 á að glasið sé háffullt, en ekki hálftómt.
Núna verðum við að horfa fram á veginn, það gengur ekki að vera alltaf að horfa aftur í tímann.
Við Íslendingar höfum nú verið þekkt fyrir annað en að leggja árar í bát og núna er full þörf á að bretta upp ermarnar og halda áfram.
![]() |
Bjartsýni nauðsynleg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.3.2009 | 10:19
Úrvals fréttaflutningur hvar sem er!
Las á Visir.is frétt um svindl verktaka á íbúðalánasjóði. Þar sem mér er nú málið skylt, þar sem ég og minn maður erum að rembast við að reka verktakafyrirtæki, las ég áfram. Jú í fréttinni var talað um hvernig verktakar búa til félag um leiguíbúðir, taka lán til leíguíbúða og láta svo leigufélagið fara í þrot.
Þetta stóð á visir.is:
Tökum dæmi
Verktakafyrirtæki byggir íbúðablokk. Sama verktakafyrirtæki stofnar síðan leigufélag.
Leigufélagið fær 90 prósenta lán frá íbúðalánasjóði til að kaupa blokkina. Öll áhættan færist þannig yfir á leigufélagið sem einfaldlega fer í þrot ef ekki gengur að selja íbúðirnar.
Verktakinn fær hins vegar peninga og getur haldið áfram að byggja íbúðir - stofnað nýtt leigufélag og svo koll af kolli.
Heimildarmenn fréttastofu segja að þetta hafi tíðkast í nokkuð langan tíma og að þannig hafi verktakafélög notað íbúðalánasjóð til að fjármagna að hluta þensluna á fasteignamarkaði
Þar sem við höfum nú í 6 ár rekið svona leigufélag þótti mér þetta einkar áhugavert. Ég fór á vef íbúðalánasjóðs og las mér til. Þar stendur:
- Allt að 80% af byggingarkostnaði eða kaupverði íbúðar
- Aldrei hærri en 80% af hámarksverði íbúða, samkvæmt reglum Íbúðalánasjóðs.
Takið eftir 80%, hvaða verktaka hefur tekist að kreista 90% lán út úr íbúðalánasjóði? Einnig hjó ég eftir því að leigufélagið fær lánið og það fer "einfaldlega" í þrot ef ekki gengur að "selja" íbúðirnar. Í reglum íbúðalánasjóðs segir líka að óheimilt sé að hafa eigendaskipti á íbúðunum án þess að þær verði áfram leiguíbúðir eða íbúðalánasjóður samþykki yfirtökuna.
Lánin eru að sjálfsögðu með veði í íbúðunum og munið eftir að lánsupphæðin var 80% af kostnaðarverði. Þegar leigufélagið fer í þrot þá hlýtur íbúðalánasjóður að eignast íbúðinar.
Ég er kannski svona voðalega treg en ég sé ekki hagnað verktakans af þessu brölti, nema það að stofna nýtt félag, sem kostar pening skv fyrirtækjaskrá kr. 88,500, kannski ekki voða há upphæð en ef félag er í kröggum er þá ekki hver króna dýrmæt?
Það sem ég sé er að ágætis félög í mínum bransa þ.e. verktakabransanum eru að veslast upp. Iðnaðarmenn og aðrir starfsmenn þessara félaga eru að flykkjast á atvinnuleysisbætur. Margir sjá ævistarfið sitt gufa upp.
Og hvað sjáum við ný stjórnvöld gera? Jú það sem stendur uppúr er að reka Davíð Oddsson og það var skipt um stjór LÍN. Jú ég ætla ekki að gera lítið úr því að það var undirrituð "viljayfirlýsing" takið eftir "viljayfirlýsing" um að klára ætti tónlistarhúsið. Mér er eiginlega slétt sama um tónlistarhúsið, en ég sé þar 600 störf. Það eru 600 menn sem þá fá launin sín fyrir heiðvirða vinnu. Við erum að borga þeim laun í staðinn fyrir að borga þeim atvinnuleysisbætur.
Er farin að taka fréttum um ALLT með miklum fyrirvara
![]() |
Fallandi fasteignaverð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.3.2009 | 21:36
Er búin að spá svo mikið.....
Það vilja bókstaflega allir fara á þing. Það er bara engin hemja. Ég er næstum klökk yfir öllum þeim stuðningi sem ég hef fundið fyrir eftir að ég viðraði hugmynd mína um þingsetu. Að einhver gæti hugsað sér að ég myndi eiga erindi á þing er stórkostlegt. Kærar þakkir kæru stuðningsmenn..... Ég er enn sannfærð um að skoðanir mínar eru þær hárréttu. Ég snobba ekki fyrir nokkrum manni og tel mig hafa margt til málanna að leggja. Ég er fullkominn lýðræðissinni, fordæmi alls kyns byltingar, hvaða nafni sem þær kunna að nefnast. Ég sætti mig meira að segja við ef meirihluti þjóðarinnar kýs tóma vitleysu, þið munið að mínar skoðanir eru þær hárréttu og þar af leiðandi ef þær hljóta ekki brautargengi þá unnu vitlausar skoðanir. En ég beygi mig hiklaust undir vilja þjóðarinnar. Ég reyndar er pínu smeyk við að núna komi alls konar fuglar inná þing sem þangað eiga bara ekkert erindi. En ég beygi mig líka undir það. Ef ég hef ekki djörfung í mér til að bjóða mína krafta fram þá verð ég að lúta vilja þjóðarinnar.
Því spyr ég enn og aftur: Á ÉG AÐ BJÓÐA MIG FRAM???
Er að meina þetta í fúlustu alvöru.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.2.2009 | 13:22
Á þing??
Ég eins og hálf þjóðin er að íhuga að bjóða mig fram til þings. Jú það er svoleiðis alveg hreina satt. Mér sýnist Alþingi vera ljómandi vinnustaður þar sem kröftum mínum væri vel varið. Vinnutíminn virðist vera nokkuð frjáls, amk sést sjaldnast sála í þingsal þegar maður kíkir á alþingissjónvarpið. Launin eru þokkaleg og starfsöryggi bara ágætt takk fyrir. Og ekki virðist vera neitt til trafala að vera í annarri vinnu sbr. heilbriðgisráðherrann okkar hann Ögmund Jónasson sem hefur verið forseti BSRB öll árin sín á þingi.
Þið sjáið á þessu að það væri algjör vitleysa af mér að íhuga þetta ekki í alvöru. Ég er flokksbundin, þokkalega pólitísk, hef hárréttar skoðanir á öllum málum sem ég vil hafa skoðanir á. Ég er líka sæmilega óvitlaus, þótt það virðist ekki alltaf vera nauðsynlegt á þingi. Ég get komið sæmilega fyrir mig orði, sem reyndar er ekki bráðnauðsynlegt þingmönnum.
Ég læt ykkur vita kæru blogglesendur þegar ég hef ákveðið mig, já ég gleymdi að segja að ég hef fengið fjölmargar áskoranir um framboð.
Ég tek við frekari áskorunum hérna í athugasemdum á blogginu mínu. Hlakka til að fá þær allar.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
15.2.2009 | 21:22
HVAÐ UM GRENSÁSDEILDINA ÖGMUNDUR???
Gott mál Ögmundur að breyta ákvörðun um St.Jósefsspítala, ef það er heilbrigðiskerfinu til hagsbóta.
Hins vegar hefur ekki heyrst neitt um þær breytingar sem eru yfirvofandi á Grensásdeild Landspítalans. Þar er verið að sameina tvær deildir í eina með tilheyrandi uppsögnum á starfsfólki. Ég man ekki betur en ég hafi lesið margoft að ekki komi til uppsagnir í heilbrigðisgeiranum, en þar er sannarlega verið að segja upp starfsfólki og ekki endurnýja tímabundna ráðningarsamninga við aðra. Er það bara málið að mótmæla, safna undirskriftum og þá er ákvörðunum snúið við? Mér finnst að það ætti aldeilis að athuga þessa ráðstöfun. Að loka annarri deild endurhæfingardeildarinnar við Grensás getur vart talist sparnaður. Hvað verður um fólkið sem er þar núna? Ég trúi ekki að þar sé fólk inniliggjandi sem er fullkomlega fært um að vera heima. Ef annarri deildinni verður lokað, hljóta þeir sjúklingar sem á hinni lokuðu deild ættu að vera, vera á öðrum deildum sjúkrahússins, eða sendir heim án þess að vera færir um að sjá um sig sjálfir.
Er þetta það heilbrigðiskerfi sem þú vilt sjá Ögmundur? Hvað um starfsólkið sem er búið að segja upp? Hvað um yfirlýsingar þar að lútandi að skipulagsbreytingar á LSH komi ekki til með að bitna á almennum starfsmönnum? Ég þekki prívat og persónulega starfsmenn þar sem verða atvinnulausir í maí. Af hverju er ekkert talað um GRENSÁS??????
![]() |
Óbreytt starfsemi á St. Jósefsspítala |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.2.2009 | 21:19
Hvað með Grensásdeildina Ögmundur?
Gott mál Ögmundur að breyta ákvörðun um St.Jósefsspítala, ef það er heilbrigðiskerfinu til hagsbóta.
Hins vegar hefur ekki heyrst neitt um þær breytingar sem eru yfirvofandi á Grensásdeild Landspítalans. Þar er verið að sameina tvær deildir í eina með tilheyrandi uppsögnum á starfsfólki. Ég man ekki betur en ég hafi lesið margoft að ekki komi til uppsagnir í heilbrigðisgeiranum, en þar er sannarlega verið að segja upp starfsfólki og ekki endurnýja tímabundna ráðningarsamninga við aðra. Er það bara málið að mótmæla, safna undirskriftum og þá er ákvörðunum snúið við? Mér finnst að það ætti aldeilis að athuga þessa ráðstöfun. Að loka annarri deild endurhæfingardeildarinnar við Grensás getur vart talist sparnaður. Hvað verður um fólkið sem er þar núna? Ég trúi ekki að þar sé fólk inniliggjandi sem er fullkomlega fært um að vera heima. Ef annarri deildinni verður lokað, hljóta þeir sjúklingar sem á hinni lokuðu deild ættu að vera, vera á öðrum deildum sjúkrahússins, eða sendir heim án þess að vera færir um að sjá um sig sjálfir.
Er þetta það heilbrigðiskerfi sem þú vilt sjá Ögmundur? Hvað um starfsólkið sem er búið að segja upp? Hvað um yfirlýsingar þar að lútandi að skipulagsbreytingar á LSH komi ekki til með að bitna á almennum starfsmönnum? Ég þekki prívat og persónulega starfsmenn þar sem verða atvinnulausir í maí. Af hverju er ekkert talað um GRENSÁS??????
![]() |
Ákvörðuninni verður snúið við |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)