Jóla - flugvélablogg

Það var flugvélin sem ber heitið Magni, ekki er það eldstöð, sem skottaði stórfjölskyldunni yfir hafið í þetta skiptið og var bara nokk snögg að fleyta sólþyrstum fjölskyldumeðlimum ásamt nokkrum fleirum yfir hafið.  Langþráð jólafrí er loksins komið og við ætlum að vera í sólskinsríkinu yfir jól og áramót.

Það er reyndar fátt sem minnir á sólskinsríkið hér fyrir utan núna því það hellirignir, það hellirignir maður lifandi, en rigningin kemur beint niður úr himninum og það er hlýtt svo það ere jákvætt.

Fjöllan skottaðist í Disney í gær og maður lifandi var mikið fjör.  Við ásamt næstum öllum í heiminum aðrir nutum ævintýraheims Disney.  En það var dálítið blautt seinni partinn svo það voru tja dálítið blautir ferðalangar sem komu heim í gærkvöldi en almáttugur hvað krakkakrílin voru kát.  Við gömlu vorum kannski lafandi þreytt eftir daginn en barnið innra var obboð kátt.

Í dag er á dagskránni að skransant í mollið, já við ætlum að skransast í mollið, þangað sem ég hef ekki komið í mörg ár.  Tilefnið er jakkafatakaup á gamla, ekki til að nota hér á jólunum, því hann er búinn að kaupa þennan líka drellfína jólajakka til að dressa sig upp á jólunum.

Ég er ekki búin að eiga lausa stund til að tjekka á stjörnunum en sú stund kemur, er reyndar búin að sjá að Megan er dálítið buguð af lífinu í höllinni stúlkukrílið hver láir henni, ólétt og alveg ný í þessu prinsessulífi.  En ég lofa bót og betrun.

Hér eru allir eins og svín í sagi, börn með einum pabba og einum afa í leikherberginu að sprella með þá og restin af fullorðnum að chilla.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband