STÓRU STRÁKARNIR Í GOLFINU

Ó mæ god, fórum við gömlu ekki í gær að horfa á allar hetjurnar okkar í golfi.  Players mótið er hérna "rétt hjá okkur".  Við þurftum að keyra í 3 klst til að berja TPC Sawgrass golfvöllinn og alla stóru strákana augum.  Og var það þess virði?  Ó já.  Það eina sem var kannski var leiðinlegt er að Tigerinn var ekki með..... Frown En við sáum þessa frægustu, Mickelson, Goosen, Els, Scott, Garcia, Appelby og auðvitað Ian Poulter.  Þetta var þvilík veisla.  Nú horfi ég allt öðrum augum á golf í sjónvarpinu.  Það sem virðist svo auðvelt þar, er í raun algjör skelfing, í staðinn fyrir að slá myndi ég sennilega leggjast niður og hágráta....  Eftir að ganga fram og til baka allan daginn, keyrðum við til baka heim.  Þegar við loksins vorum tilbúin að fara heim þá var klukkan orðin nærri 7 ó já hún var að verða 19:00 og við eftir að keyra í 3 tíma.  Við samt gerðum krók á leiðina og keyrðum í gegnum elstu borg í Florida St Augustines.  Sáum nú ekki mikið af henni því myrkrið var að skella á.  Drösluðumst hingað heim dauðþreytt og rétt drógumst í koju.

Ekki get ég sagt að við höfum verið fersk í morgun en drifum okkur samt í klst ökuferð á golfvöll.  Stundum held ég að við séum klikk, búum hérna á golfvelli en keyrum svo og keyrum á aðra velli en svona er þetta. 

Það er skrítið veður í Florida í dag.  Hávaðarok en mikill hiti, nánast eins og vera staddur í blástursofni þó ég hafi nú ekki mikla reynslu af því.

Fer í golfkennslu í fyrramálið, vona að leikurinn skáni við það, étum dýrindis nautasteik í kvöld a.la. húsbóndinn (vona ég) og rennum því niður með skammarlega ódýru rauðvíni, peningalega séð gæti ég orðið bytta hérnaWhistling

Gvöð hvað ég er glöð er einhver vill lesa bloggið mitt og obbbboðslega væri gaman að fá athugasemdir eða hvað sem það heitir.....

Ég er svooooo mikill bloggari


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

athugasemdir eða hvað sem það heitir.... það heitir að commenta.

OMG hvað getur fólk golfað mikið.  Skil þetta með steik og ódýrt rauðvín. Hef samt séð golfið heltaka fólk áður en þetta gleypti ykkur, svo ég skil hvað þið meinið án þess að skilja það sjálfur.  Frábært þetta blogg, hitt verra með þessa Feis-búkk sem ég skil ekkert í.  Sama blíðan hérna hjá mér - bloggið áfram og njótið ferðarinnar.

Klux

Klux (IP-tala skráð) 12.5.2008 kl. 12:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband