Sólin skein of mikið á mig

Fíflið ég, eins og ég hafi aldrei farið áður í sólina. Sit hérna semsagt með blöðrur á öxlunum.  Nei ég er ekki að halda uppá neitt, heldur eru þetta brunablöðrur.....   Hef verið hérna milljón sinnum og aldrei lent í þessu.  Ekker annað í stöðunni en að vera skynsöm og golfa á morgun í stutterma.  Ég heppin, þá fæ ég að kaupa mér einn slíkan, því ég á aðeins ermalausa golfboli.

Af golfinu er það að frétta að það sökkar..  big tæm....

Fóurm á hræðilegan völl í morgun,  ég týndi 12 já segi og skrifa tólf kúlum, var heppin og fann 2 í staðinn en týndi þeim bara líka, vötn út um allt og hvað gerir frúin þá, jú hún slær boltanum í vatnið og ekkert annað.  Nei kannski aðeins ýkt, dröslaðist nokkrum sinnum yfir H2O ið en það var ekki oft.  Gamli næstum því jafn sleipur.  Ætluðum á flottan fínan nafntogaðan völl í fyrramálið en erum sko steinhætt við það, förum hingað á heimavöllinn okkar, sem við þekkjum vel og vandlega, reynum að gleyma niðurlægingunni síðan í dag og skutla okkur svo á fína nafntogaða völlinn á fimmtudaginn.

Erum núna önnum kafin við afslöppun, ég, blöðrurnar og gamli.  Stubban okkar og kærastinn koma á föstudaginn, það verður SVO gaman.

Verið dugleg að skoða þetta líka fína blogg og plís setjið inn athugasemdir Æ lov it!!!

Elskið hvort annað og passið ykkur á sólinni!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki var nú gott að grilla sig svona.  Reyndar var ég að kaupa mér þetta fína grill og ætla að grilla læri um helgina og bjóða afkomendum að koma og narta í, en Valdimar á þá afmæli.  Við höldum upp á það í skugga frekar leiðinlegra daga núna, en vonandi lagast það.  Hér er sko líka sól og maður er næstum farinn að halda að það sé komið sumar.  Hitinn alveg 13 gráður.

Bestu kveðjur til ykkar á golfvellinum

Dísa

Þórdís Richter (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 15:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband