FYRIRGEFÐU LINDA

 Fyrirgefðu Linda að ég skyldi styggja þig svona með þessu litla bloggi mínu.   Ég er nú reyndar svo grunnhyggin að mér datt bara ekki í hug að einhver kona úti í bæ færi að formæla mér og bölsótast. 

Ef hún getur ekki séð húmorinn í þessari frétt, þá er illa fyrir henni komið.  Ég sé alveg fyrir mér langar raðir af fólki að bíða eftir vigtun....  sleppa morgunmatnum fyrir flug og annað í þeim dúr.

En ég stend samt við það, hvað það er óþægilegt að sitja við hliðina á fólki sem tekur miklu meira en sætið sem því er úthlutað.  Ég ætla ekki að nota sama orð og þú, það er bara óþægilegt.

Það hefur ekkert með útrýmingu anorexiu, að taka fólk í sátt, eða að reyna að breyta fólki, það er bara óþægilegt.

Ef Lindu langar í umræður um gott líferni, hollt mataræði, eða hreyfingu til dæmis, þá gæti það orðið bara skemmtilegt.

Mér bara brá töluvert þegar kona sem þekkir mig ekki baun og ég þekki heldur ekki, blótar mér á netinu.  En svona eru víst bloggheimar eða hvað?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Óþægilegt að vera kallaður öllum illum nöfnum, en vissulega er þetta bara hinn opni bloggheimur, mér hefur líka verið bent á það.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 5.6.2008 kl. 16:00

2 identicon

Sko mína, bara farin að rugga bátnum. Ég er sammál þér, af hverju þarf ég að borga auka fyrir smávegis keypt í Ameríku og sett er í töskuna en ekkert fyrir það sem ég kaupi þar og treð í belginn. Við komum báðar heim, þyngri en tárum taki, ég og taskan og ég þarf að borga auka fyrir HANA. Óréttlátt

Milla systir (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 17:20

3 identicon

Vel saman sett observasjón þeirrar knáu.  Flutningur með flugvélum er verðlagður eftir vikt eða ummáli.  Farþegar oftast eftir ummáli (eitt sæti).  Þetta er samt alls ekki alltaf svona og við eigum eftir að sjá breytingar á þessu samanber töskugjald í USA, ótrúlegur gjalda-frum-skógur Ryanair osfrv. Tek þessu reyndar ekki eins perónulega og JM&V en er farinn í megrun hvortsemer og hvaðsemhverseigir. Klux  -  meira blogg

Klux (IP-tala skráð) 7.6.2008 kl. 08:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband