Borga eftir þyngd!!!

Ég hef nú oft hugsað um þetta.  Afhverju þarf ég ræfillinn sem er bara svona í kjörþyngd að borga sama verð fyrir flugmiðann minn og fitubollan sem er langt á annað hundrað kíló?  Og ef ég voga mér að hafa meira en 20 kg í töskunni minni, þá þarf ég að borga aukalega fyrir það þó ég og taskan slögum alls ekki uppí þyngdina á fitubollunni sem borgaði sama fyrir miðann sinn og ég.  Svo ég tali nú ekki um skelfinguna sem grípur mann, þegar maður trítlar um borð með sætisúmer 14A og í sæti 14B situr þungarvigtarfarþegi sem tekur hálft sætið mitt.  Það er bara ekki réttlátt, ég er búin að borga fyrir þetta pláss og ef þungarvigtarfarþeginn vill meira pláss en ég þá skal hann sko bara borga fyrir meira pláss.  Og hana nú

Þetta er nú bara það sem mér finnst og er búið að finnast lengi.


mbl.is Farmiðaverð eftir þyngd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Verður þá ekki allt morandi í léttklæddum  grönnum kvenmönnum?

Gunnar (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 13:55

2 identicon

Djöfull ertu grunnhyggin!

Hvar er jafnréttið bæði milli kynjanna og bara útlits í þessu hjá þér? Nú eru karlar yfirleitt þyngri svo þá er komið upp kynjamisrétti.. og er ekki alltaf verið að hamra á því að útrýma anorexíu og að taka fólk í sátt eins og það er, ekki reyna að breyta því!

Djöfullin hafi það! ef þú höndlar ekki að sitja hjá feitu fólki skaltu bara halda þig heima hjá þér!

Linda (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 15:02

3 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Hvernig væri bara að hafa sætin stærri og plássið meira í flugvélum?  Ástæðan fyrir því hversu léttan farangur maður má hafa í flugi er að það er búið að bæta mörgum sætaröðum við í flugvélunum og þrengja að farþegum.

Margrét St Hafsteinsdóttir, 5.6.2008 kl. 16:07

4 Smámynd: María Richter

Ég er þvert á móti mjög hrifin af því að fólk láti skoðun sína í ljós.  Góð skoðanaskipti eru eitt það skemmtilegasta sem ég veit.  Hins vegar þykja mér athugasemdir sem blóta mér ákaflega leiðinlegar.  Vona að þú setjir sem flestar athugasemdir inná bloggið mitt  

María Richter, 5.6.2008 kl. 16:37

5 identicon

Linda hér..

well.. svona for your informatioin þá er ég ekki gömul, reyndar mjög ung.. bara 20 ára! og hreint út beint finnst mér sorglegt hvernig stór hluti bara af heiminum er að tútna út meðan hinir fátæku eru að deyja úr hungri, ekkert samræmi þarna á milli! persónulega er ég ekki fitubollan Linda hr. Sigurður ;) ég er um 170 á hæð og 58 kíló.. ég stunda líkamsrækt það mikið og borða það hollan mat að ekki reyna að segja að ég sé feit :) ég hef ekki lent við hliðiná feitri manneskju í flugvél af því þegar ég ferðast þá ferðast ég með vinum mínum og hlamma mér niður við hliðiná þeim!

ég er sammála því að það megi alveg breyta flugvélum.. ekkert bara út af feitu fólki heldur bara til að hafa aðeins meira pláss fyrir fæturnar og bara já, svo fólk hafi sitt rými, eru heldur þröngar og gangarnir svoldið út í hróa.. ef flugfreyjurnar eru að koma með eitthvað og maður er alveg í spreng verður maður bara vesku að sitja því ekki kemst maður framhjá! stór galli þarna á ferð að mínu mati..

og þú kona sem átt þetta, María, það ekki? jú ég sá húmorinn í þessu og við vinkonurnar fórum að spá í að sækja um starf hjá Plúsferðum sem vigtunarmaður.. en þrátt fyrir húmorinn á bakvið þetta þá er þetta samt mjög illa út hugsað.. eins og ég segi, held að það græði ekkert að hækka miðaverðið, er nógu helvíti dýrt fyrir mann eins og er.. ég er að borga núna 85 þús fyrir tveggja vikna ferð, pannt ekki borga það sem feit manneskja ætti þá að borga.. ég segi að það eigi bara miklu frekar að stækka flugvélarnar og hafa betra rými burt séð frá því hvort flugvélina eigi að nota í Ameríku eða Afríku.

Linda (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 20:33

6 identicon

Bara svo þið missið ekki af því... Það er BÚIÐ AÐ BREYA FLUVÉLUNUM. Á Íslandi er það kallað SAGA og Class til viðbótar. Þeim sem finnst þægilegt að sitja eins og sardina (hvortheldur í stræto eða flugmél) innanum fullt af fólki er ekki min tegund. - Þeir sem vilja frekar sitja hjá fitabollu sem tekur eitt og hálft sæti vinsamlegast gefi sig fram. Klux (ferðast aðeins ef ég VERÐ)

Klux (IP-tala skráð) 7.6.2008 kl. 09:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband