Hvernig eru græjurnar knúnar áfram?

Þetta datt mér í hug þegar ég sá myndina frá tónleikunum í Mogganum í morgun.  Ekki getur verið að græjurnar á sviðinu í gærkvöldi hafi verið knúnar áfram með rafmagni, sem hefur komið frá einhverri hræðilegu virkjuninni?  Mér dettur helst í hug að baksviðs hafi verið fjöldi manna á þrekhjólum eða hlaupandi í æ þið vitið svona hamstrahjólum.

Varð líka hugsað til umhverfisins þegar ég las viðtal við Björku um daginn.  Þar er hún að lýsa því að hún á heimili m.a. í New York en þar gæti hún ekki verið nema í hálfan mánuð í senn, þá verði hún að komast í burtu í náttúruna.  Hún hlýtur að hjóla.  En þá hugsa ég líka:  hvernig var hjólið hennar búið til?  Hvernig ferðast heitir umhverfisverndarsinnar?  Dettur þetta bara svona í hug því þeir sem stóðu að tónleikunum í gærkvöldi hljóta að ferðast töluvert og að ferðast á milli landa mengar svo sannarlega umhverfið.  Falleg hugsun en ég held að ekki sé hugsað alla leið.

Las líka einhversstaðar einhverntíman að mesti mengunarvaldur þ. e. það sem losar eitthvað gas (sjáið hvað ég er minnug) í mestu magni út í andrúmsloftið, séu beljur, jáhá Skjalda gamla og vinkonur hennar prumpa svo mikið.  Bönnum beljum að prumpa.


mbl.is Óður til náttúrunnar í Laugardal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:

Það er margt sannleikskornið í þessari grein hjá þér og hún er líka skemmtileg. Já "það eru stór högg öfga á milli" eða er ekki máltækið þannig. Ekki það að ég vilji fullt af virkjunum. En ég reyni að setja allt í endurvinnslu og ek um á tvinn bíl sem mengar víst helmingi minna en hinir. kveðja

, 29.6.2008 kl. 18:00

2 identicon

Heldur þú virkilega að umhverfisverndunarsinnar vilji banna rafmagn og bensín?

Karma (IP-tala skráð) 29.6.2008 kl. 18:36

3 identicon

þú ert samt ekki alveg að sjá pointið. Ég held að það sé engin sem vilji hverfa aftur til steinaldar. En á Íslandi er raforku notkunin ekki nema brot vegna heimila og lítilla fyrirtækja. En bróður parturinn er vegna orkufreks iðnaðar  þ.e.a.s. álvera. Þá erum við að tala um margfalda heimilisnotkun. Einnig erum við á Íslandi blessunarlega laus við það að þurfa að kynda með kolum og losnum við meðfylgjandi mengun. NEMA vegna áliðnaðar sem krefst bruna á kolum. það er ástæðan afhverju ráðamenn eru alltaf vælandi um aukna heimild til koltvísýrings losunar vegna þess hversu umhverfis væn orkan er sem fer í álverin. Sem er mjög heimskulegt eins og að réttlæta það að fljúga þotu vegna þess að bensínið hefði verið ferjað til hennar á rafmagnsbíl. Það sem maður vill að fólk fari að sjá er að við þurfum ekki endilega álver út um allt. það er alveg hægt að gera eitthvað annað, þó að hugsanlega fylgi fjármunir með álverunum fyrir litlu bæina. Þá er alveg hægt að gera eitthvað annað. sem þá myndi kannski ekki þurfa jafn geðveikislega mikið rafmagn.

Ég heyrði samt að einhver hefði verið að fljúga til landsins og séð fólkið vera að koma inn i flugvélina. Þá hefði Björk verið bara í almennu farrými eins og aðrir, engin einkaþota eða neitt. Mér finnst það mjög cool. Ef það er satt.

Já beljur losa mikið magn koltvísýrings en ég vill frekar hætta að búa til ál en að hætta að borða! Svo reyndar var frétt um einhverja vitleysinga sem vildu aðlaga meltingu þeirra að meltingu kengúra þar sem að önnur bakteríu flóra er þar til staðar, sem framleiðir minna af koltvísýring. 

Fannar (IP-tala skráð) 29.6.2008 kl. 18:38

5 Smámynd: Marta Gunnarsdóttir

Skemmtileg færsla hjá þér María, og líka viðbrögðin við henni.

Marta Gunnarsdóttir, 3.7.2008 kl. 17:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband