Fór á slysó

Myndarlegar húsmæður eins og ég  geta nú lent í ýmsum hrakningum.  Var ég ekki bara í sakleysi mínu að sneiða lambaket, þegar hnífurinn einhvern veginn rataði á vitlaust ket.  Hann semsagt lenti á vinstri vísifingri mínum.  Blóð út um allt og flipi næstum skorinn af.  Gamli límdi þetta saman með plástri og síðan var brunað á slysó.  Þegar næstum 3 klukkutímar voru liðnir var ég í alvöru farin að hugsa mér til heimferðar, það var jú ekki farið að blæða í gegnum plástrana og ég er nú ekkert að yngjast, fannst tíma mínum betur varið heima við.  En lét mig hafa biðina og skoðaði fólkið sem beið með mér.  Við vorum flest búin að bíða svo lengi saman að mér fannst ég næstum því þekkja þetta fólk og hafði samúð með því.   Loksins kom þó að mér, mér fannst þetta næstum því skammarlegt erindi, skurður á putta, fannst ég eiginlega vera að trufla.  En þegar hjúkkan tók plástrana af puttanum þá byrjaði blóðið að flæða aftur, eins og geit hefði verið slátrað á borðinu.  En þegar stúlkan var ekki viss um að það væri líf í flipanum mínum var mér allri lokið og ég sá mikið eftir að hafa ekki strokið af biðstofunni.  Sem betur fer var læknirinn ekki sammála og bróderaði af mikilli snilld flipann aftur á.  Stubban sá tækifæri í meiðslum móðurinnar.  Hún á að fá að taka saumana úr undir leiðsögn hjúkkunnar sem hún verður með á vakt....

Mér finnst ég ekkert nema putti,  hann flækist alls staðar fyrir og það er sko ekki auðvelt að pikka á lyklaborðið, þetta einhvern veginn ruglar allt.  Ekkert golf fyrr en eftir amk 9 daga þegar stubban rífur saumana úr  Crying.  En hvarð er ég að kvarta, þetta er bara smá skeina á putta.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marta Gunnarsdóttir

Smáskeina getur orðið stór, hugsaðu þér ef flipinn hefði dáið í allri biðinni. Það er næstum því alveg sama hvað er að, það er alltaf 3-4 tíma bið á slysó. Öðru hvoru kemst þetta í fréttir og þá á að fara að bæta ástandið. En svo gerist ekkert árum og áratugum saman.

Gangi þér vel með alla þumalputtana.

Marta Gunnarsdóttir, 23.7.2008 kl. 17:22

2 Smámynd: tatum

Ég gafst upp eftir 3 tíma á slysó nú nýlega, þegar búið var að taka 6 inn sem komu á eftir mér en bara 1 af 8 sem voru á undan, gafst ég upp.  Ég fékk síðan gíróseðil uppá fjögurþúsund krónur, var nú ekki alveg sátt við að þurfa að greiða fyrir að sitja í (mjög óþægilegu) sæti!  En það var nú leiðrétt en tók smá tíma.   

tatum, 24.7.2008 kl. 09:28

3 identicon

Mér finnst bara skelfileg frétt.  Ángans barnið. 

Fór sjálfur fyrir tveim árum á Slysó - varð fyrir geitungs-áras og bitinn í gagnauga - eitrunin breiddist út og inávið - þá varð ég hræddur.  Hrindi í slyso - þau fjögur sem ég talaði við vissu ekki hvað geitungur var - hvað ég vildi með að spyrja þau svo endanlega. "komdu bara uppeftir" -  Eftir klukkutíma bið fór ég heim, hringdi í vin minn sem býr í Kuala Lumpur fæddur í Ethiopiu og vissi meira um þetta en allt slyso-liðið samanlagt. Er lifandi ennþá.   SLYSÓ fær einkunina  Núll"  hjá mér.  klux klaufi

Klúx (IP-tala skráð) 5.8.2008 kl. 18:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband