29.8.2008 | 10:41
Ferð í bakaríið.
Um daginn átti ég leið um Laugaveginn, sem vart er í frásögur færandi. Var nokkuð liðið á daginn og þegar ég trítlaði framhjá Sandholt bakaríinu greip mig löngun í panini brauð. Ekki mjög flókið fannst mér. Ég semsagt dreif mig inn, þurfti að bíða í dágóða stund eftir að afgreiðslustúlka kæmi til aðstoðar. Ég bauð góðan daginn og sagði si svona "áttu panini brauð?" Þá segir vesalings stúlkan: "sorry I don't speak Icelandic". Ég var nú dálítið hissa á skilningsleysi stúlkunnar, var smá stund að tína kjálkann upp úr gólfinu, en svaraði greyinu si svona: "do you have panini bread?". Nú vorum við að tala saman, stúlkukindin og ég. Nei hún átti ekki panini bread.
Þegar ég dreif mig út úr bakaríinu var ég fúl ég á ekki að þurfa að tala útlensku í íslensku bakaríi. Varð líka hugsað til þess ef mamma mín hefði orðið svöng fyrir utan Sandholt. Mamma sem skilur ekki orð í erlendu máli, hún hefði komið algjörlega að tómum kofanum í bakaríinu. Semsagt fólk sem skilur ekki erlend mál er ekki velkomið í Sandholt á Laugaveginum.
Svo fannst mér þetta ótrúlega fyndið, hvað skildi stúlkukindin ekki? var það "panini brauð" eða "panini bread". Fyrir mér hefði "panini" verið lykilorðið.
Ekki það að ég hafi mikið á móti útlendingum vinnandi á Íslandi. Ég var sjálf útlendingur vinnandi í Englandi fyrir mörgum mörgum árum. Ég hefði aldrei, aldrei, aldrei fengið þar vinnu og ekki talað málið og ég var ekki í afgreiðslustarfi. Mér finnst okkur íslendingum boðið uppá dónaskap af þjónustuaðilum sem hafa starfsfólk í þjónustustörfum, sem ekki tala málið okkar, málið sem er málið í landinu.
Mér finnst þetta að minnsta kosti.
Athugasemdir
Þetta er orðið svona því miður ég hef í tvígang lent í að afgreiðslufólk talaði hvorki ísl né ensku heldur eitthvert austurlenskt mál eða ég skildi allavega ekki neitt .... jú þetta er dónó ekki spurning
Gylfi Björgvinsson, 29.8.2008 kl. 14:22
Better get used to it baby - Í Kenya er talað swahili - orðið "snjór" er ekki til í swahili - heimta negrann okkar HEIM - Fatima, Abdullah og Mohammed komin á Skagann, en sá þjóðflokkur samlagast allstaðar
Klux (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 10:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.