6.11.2008 | 09:26
Úbs, en leiðinlegt......
Þetta er ein sagan enn um hvað bankarnir eru eiginlega alveg í steik. Hvernig er hægt að "týna" peningum fólks? Bankamennirnir "týndu" ekki samþykktinni sinni, þegar verið var að sleppa þeim við persónulega ábyrgð. Nei ó nei, þá týndist ekki neitt. Og ennþá eru þessir sömu menn að stjórna bönkunum. Ég skil ekki baun hvað er að fólki. Ég hata að segja það, en hann bróðir minn hefur í mörg ár talað um spillingu á Íslandi og bananalýðveldi. Ég hef alltaf sussað á hann og talið hann vera tuðara, en hvað er að koma í ljós? Útvaldir bankamenn léku sér að peningunum okkar, settu mig og okkur öll í persónulegar ábyrgðir fyrir sínu sukki og "útrás". Búll sjitt, afsakið orðbragðið. Svo kemur Björgólfur Thor í sjónvarpinu og vælir eins og sprunginn grís, hann gerði allt til að koma í veg fyrir fall bankanna en ríkisstjórnin vildi ekki gera neitt. Skömm til þín Björgólfur. Hvar er ábyrgð eigenda bankanna? Kjölfestufjárfestar mæ ass, afsakið aftur, takið kjölfestuábyrgð ormarnir ykkar og takið ábyrgð, ekki láta hana falla á mig, takk fyrir.
Vona svo sannarlega að einhver dugur verði í ráðamönnum og allt þetta sukk verði rannsakað og menn dregnir til ábyrgðar. Heyra svo í mönnum í sjónvarpinu hmhmhm, engin lög hafa verið brotin bla bla bla. Það hafa sko verið brotin siðferðisleg lög. Ég veit að minnsta kosti að ef ég haga mér eins og þessir menn í mínum rekstri, þá verð ég sko látin borga alveg fram í rauðan dauðann.
BURT MEÐ SPILLINGARLIÐIÐ.
Peningarnir fundust og týndust | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvaða helv.... spil ertu að tala um Helena mín. Það er auðvitað búið að skella þeim fyrir löngu í tætarann, eða senda þau til einhverrar suðurhafseyju í gott bankahólf. Ég er orðin svo bálreið að hið hálfa væri miklu meira en nóg. En það þarf og verður að leggja spilin á borðið og ekki seinna en strax.
María Richter, 6.11.2008 kl. 10:07
Ekki einn eftir. Tætarar eru málið í dag
María Richter, 6.11.2008 kl. 10:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.