6.11.2008 | 09:39
Áfram Bretar!!!
Er þetta ekki yndislegt? Bretar þessi líka fína vinaþjóð okkar. Ég er nú samt glöð að þeir ætla að koma og verja okkur í desember!! Hjúkket, mér líður miklu betur að vita af því. Þeir ætla líka að halda verndarheldi yfir okkur og sýna okkur einstakt vinarþel hjá IMF.
Nei í alvöru. Er ekki komið nóg af Bretum? Ég hef ekki hugsað mér að mótmæla neinu opinberlega, ég ætla ekki að tronta á Austurvöll á laugardögum, en ef einhver með viti skipuleggur mótmæli vegna Breta dátanna, sem ætla svo vel að vernda okkur í desember, þá kem ég. Hringið bara í mig og ég skal vera með í skipulagningu. Ég hef ekki baun við Breta að gera. Ég vil ekki Breta. Eins og ég hef áður sagt, ef þetta eru vinir, þá vil ég ekki eiga vini...
![]() |
Uggandi um afgreiðslu umsóknar hjá IMF |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.