Stjórnin mín og stjórnin þín

Mér prívat og persónulega finnst að Gunnar Páll eigi að sjá sóma sinn í að hætta strax sem formaður VR og hætta alfarið afskipum af því félagi.  Fyrir nokkru hefði ég haft allt aðra skoðun, en störf hans í bankaráði Kaupþings hafa rúið hann mínu trausti algjörlega.  Ef ég verð atvinnulaus, þá missi ég réttindi í VR mjög fljótlega þrátt fyrir að hafa greitt skilvíslega í félagið í hartnær 30 ár.  Mín réttindi eru þó engan vegin í líkingu við það sem Gunnar Páll samþykkti að færa "lykilstarfsmönnum" Kaupþings.  Við skulum ekki heldur gleyma að Gunnar Páll sat í bankaráðinu fyrir Lífeyrissjóð Verslunarmanna og þar ætti hann líka að kveðja fyrir fullt og allt.

Þetta finnst mér að minnsta kosti.

BURT MEÐ SPILLINGARLIÐIÐ.


mbl.is Vilja stjórn VR burt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

 Þetta er ákaflega dapurt upp á að horfa

 Upp komast svik um síðir

 Burt með spillingarliðið, hvar í flokki sem það stendur!

Jón Snæbjörnsson, 7.11.2008 kl. 13:27

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Já þessi vitleysa er með hreinum ólíkindum, það er ótrúelg þessi siðblinda sem er í gangi þarna, maður veltir því fyrir sér hvað er eiginlega í gangi.

Gísli Foster Hjartarson, 7.11.2008 kl. 13:47

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Gunnar Páll, fyrir mitt leyti ert þú hér með rekinn!

 - Guðmundur Ásgeirsson, félagsmaður í VR

Guðmundur Ásgeirsson, 7.11.2008 kl. 23:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband