Hvað gerist?

Því hefur verið slegið upp í blöðum að Ísland sé á leiðinni að verða gjaldþrta.  Ég skil ekki hvað gerist þá.  Verðum við ræflarnir seldir hæstbjóðandi úr landi?  Verður boðið í sauðsvartan almúgann og þeir sem ekki er boðið í, verða þeir settir í gúanó?  Ég bara spyr því ég hef ekki græna glóru.  Ég veit bara að þegar fyritæki verður gjaldþrota þá stoppar starfsemi þess algjörlega.  Hvernig er hægt að stoppa starfsemi þjóðar?  Kemur þá einhver skiptastjóri hingað og tekur í taumana?  Hver skipar þennan skiptastjóra?  Verður okkur svo úthlutað til einhverrar annarrar þjóðar sem hugsanlega vill taka okkur að sér?  Ég hef bara ekki græna glóru, en er mjög forvitin að fá svör.

 


mbl.is Gætum hæglega sleppt IMF-láni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fritz Már Jörgensson

Ég er alltaf að sjá það betur og betur hvað, vonandi sem fyrst,  sameiginleg barnabörn okkar eiga eftir að fá gott pólitískt uppeldi hjá afa og ömmu beggja megin!

Fritz Már Jörgensson, 15.11.2008 kl. 01:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband