Flugvéla Floridablog

Það var flugvélin sem ber nafnið Torfajökull sem dröslaði okkur yfir hafið i þetta skiptið.  Oft hef ég nú verið sneggri að skottast þessa leið, en þessi flugvél tók akkurat 8 klukkustundir í verkið.  Ég er nú ekki einlægur aðdáandi langra flugferða, en læt mig svo sannarlega hafa það, því ég veit hvað ég á i vændum.  Venjulega líða þessar flugferðir algjörlega lausar við allar uppákomur og annað en kannski pínu grátandi krakka í sætaröð 22 eða kannski annan grátandi grisling í sætaröð 16.  En í þetta skiptið dró svo sannarlega til tíðinda.  Ég var í mestu makindum að ná mér í smá fegrunarblund, þegar gamli hnippir í mig.  Haldiði ekki að aumingja konan í sætaröðinni fyrir framan okkur hafi fengið einhverskonar áfall.  Allar flugfreyjurnr komnar a staðinn og kona sem sat við hliðina á óheppnu konunni voru komnar í málið.  Ein flugfreyjan var með hjartastuðtæki meðferðis.  Ég verð að viðurkenna að mér stóð alls ekki á sama, aumingja konan og lika aumingja maðurinn hennar, sem var alveg miðður sín.  En konan rankaði við sér og bar sig bara vel.  Svo varð mér hugsað um hvað gerist bak við tjöldin og flugfrændi litli getur örugglega sagt mér.  Ég er nánast örugg um að flugsjórinn var látinn vita, en voru þeir / þau fram i flugstjórnarklefanum, farin að hugsa um hvar þau / þeir gætu lent með veiku konuna?  En allt svo fumlaust og flott hjá flugfreyjunum.

En hingað erum við komin, húsið æðislegt eins og vera ber en ó mæ god.....  það er búinn að vera fimbulkuldi alveg þangað til í dag.  Við gömlu erum búin að golfa í síðbuxum og síðerma, en í dag skín sólin og við komin ut við laug, búin að koma okkur vel fyrir.  

Af afrekum af golfvellinum er fátt að segja utan að gamli fékk örn á erfiðustu holu vallarins em við spiluðum í gær já og við skulum ekki gleyma fuglinum, sem hann fékk fyrr á hringnum.  Mín helstu afrek eru að hafa komist ógrátandi í gegnum hringina.  En það breytist allt á morgun, sól og blíða og mín í góðum gír, með flottar golfkúlur, ný tee og svei mér þá, get puntað mig í nýjan golfbol.  Hvað getur þá klikkað?   

Ég er búin að sjá að þessir 9 dagar eru algjör hungurlús  mér duga varla færri dagar en 21, en ju OK þetta er betra en ekki neitt.

Verð því að snua mér að sólbaðsiðkun og hana nu

Óver and át.

og þið munið ég ELSKA komment.

Held að það verði steik í kvöld.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jahérna hér, ekki lognmollan í kringum þig. Njótið ykkar í sólinni Og þú færð örugglega uglu í golfinu á morgun 🤗

Kv,co amma  

Sólveig (IP-tala skráð) 18.11.2019 kl. 23:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband