Er að spá

Ég er alltaf jafn hissa þegar ég flýg með Icelandair til Orlando.  Ekki misskilja mig.  Mér finnst Icelandair flott flugfélag og ég er ótrúlega stolt af þeim, við svona lítil og héðan sé rekið svona flott flugfélag.  En sko ég fer nú nokkuð oft til USA og þá oftast til Orlando.  Það er eiginlega alltaf basl að fá miða þangað nema með margra mánaða fyrirvara, nema maður splæsi í Saga Class, sem ég auðvitað tími ekki, þess vegna skil ég ekki afhverju þeir fljúga ekki oftar þangað.  Núna um þessar mundir er flogið tvisvar í viku.  Þegar ég kom heim í gærmorgun var vélin svo smekkfull að það hefði ekki verið hægt að troða flugu með í viðbót.  Af hverju fljúga þeir ekki oftar þangað??????  Jú á veturna er bætt við einni já ég segi og skrifa EINNI ferð í viðbót á viku.  Ég ætla til dæmis að vera í Florida um jólin og ég er fyrir löngu síðan búin að bóka ferðina fyrir alla fjölskylduna og ég veit um fólk sem ætlar að vera úti um næstu páska, sem eru bæ ðe vei í apríl 2009, og þau eru búin að bóka.....  Þetta er eitthvað skrítið.  Ég hef haft samband við þá hjá Icelandair útaf þessu og þeir segja bara bla bla bla, takk fyrir ábendinguna, við erum alltaf að bæta þjónustuna bla bla bla.  Smekkfullar flugvélar segja mér að það ætti að fljúga oftar, eftirspurnin er klárlega til staðar en framboðið ekki.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Á fagmáli heitir þetta  Aeroflot Syndrome.   Á íslenzku er þetta kallað einka-framtak / samkeppni / sjálfstæðis-stefnan / markaðsráðandi...bla bla bla.  Að þú borgir 150 - 200% meira en almennt gerist fyrir flogna mílu heitir einhverjum svipuðum nöfnum - Annarsstaðar kallað "OKUR" - Mjög sorglegt en árangur árlangrar ísl. "frjáls"-hyggju... aka græðgi / okurstefnu.  Welcome on board. 

Góður bloggari hættir ekki að blogga þótt hann sé kominn heim ! Klúx

Klúx (IP-tala skráð) 30.5.2008 kl. 18:36

2 identicon

Ég upplifði þetta moment í gær við að reyna að bóka mér miða út núna í júlí nema að saga class miðinn út var ódýrari en economy miðinn, þannig að ég verð bara hell fínn á leiðinni þann 16. júlí með gt í annari og matseðill í hinni

Litli flugfrændinn (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 11:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband