Burt með kreppuna

Að minnsta kosti ætla ég ekki að blogga meira um kreppuna.  Það þýðir þó ekki að ég geri mér ekki grein fyrir því hvað er að gerast.  Ég er bara orðin niðurdregnari en efni standa til og ég trúi því innst í huga mínum að við eigum eftir að komast út úr þessu standandi í lappirnar.  Ég ætla líka að fækka fréttatímum sem ég hlusta eða horfi á, það er hreint mannskemmandi að innbyrða allt þetta.  Ég ætla líka að gauka að honum Gissuri Sigurðssyni, sem ég hef vaknað við í mörg ár þ.e. ég vakna alltaf við 7 fréttirnar á morgnanna.  Þessar síðustu vikur byrjar hann ALLTAF á því að tala um annaðhvort met hækkun á hlutabréfamörkuðum nú eða "blóðrauða" byrjun á þessum sömu mörkuðum.   Hættu þessu Gissur!!!  Ef ekki er hægt að vekja mig með öðrum fréttum þá stilli ég á aðra stöð góði minn.  Og núna er olíuverðið bara 5 eða 6 fréttin, sem var, þegar olíuverðið var í hæstu hæðum alltaf fyrsta frétt.  Blaða og fréttamenn bera svo mikla ábyrgð og ráða umræðunni að miklu leyti í harðri baráttu við Gróu á Leyti. 

Þetta finnst mér að minnsta kosti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Richter

Gott hjá þér Ester, passaðu þig bara að meiða þig ekki!!  Góða skemmtun

María Richter, 23.10.2008 kl. 10:37

2 Smámynd: María Richter

Helena mín, ég er komin á þá skoðun að jákvæðu fréttirnar eigi að ver fremstar í flokki, þessar neikvæðu mega reka lestina.  Burt með neikvæðnina, hún dregur úr okkur allan mátt.

María Richter, 23.10.2008 kl. 20:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband